Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 46
Occupy Wall Street-hreyfingin gæti
kallast Hernáms- eða Yfirtökuhreyfingin
upp á okkar ástkæra ylhýra. Umsáturs-
hreyfingin er hins vegar heppilegri lýsing
á aðgerðunum. Hreyfingin heldur til í
Zuccotti-garði á neðri hluta Manhattan-
eyju í New York, miðja vegu á milli Wall
Street og fyrrum stæðis tvíburaturnanna.
Garðurinn, sem áður hét Liberty Plaza
(Frelsistorg), er í einkaeigu. Mótmælin eru
eigendunum lítt að skapi en þeir hafa þó
ekki lagt í að fjarlægja mótmælendurna.
Þó svo að hreyfingin hafi ekkert formlegt
skipurit er aðgerðum stýrt úr garðinum,
svo sem í gegnum víðfeðmt net félagsmiðla. Svokölluð allsherjarsamkoma hreyfingarinnar, sem er
öllum opin, kemur þar saman á hverju kvöldi klukkan sjö til að samræma aðgerðir. Að jafnaði gista
fáein hundruð mótmælenda í garðinum – í svefnpokum í pappakössum því bannað er að tjalda. -eb
Umsáturshreyfingin
42 heimurinn Helgin 14.-16. október 2011
FjármálaFyrirtæki á herðar skattgreiðenda
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) kom
fram árið 2009. Sarah Palin var fyrst um sinn helsta
andlit hreyfingarinnar en nú eru einkum í forsvari
forsetaframbjóðendurnir Michele Bachmann, Her-
man Cain, Ron Paul og Rick Perry. Hreyfingin hefur
það helst að markmiði að færa bandarísk stjórnmál
lengra til hægri og geirnegla Repúblíkanaflokkinn
inni í mengi strangs kristins siðferðis. Teboðsliðar
vilja draga úr umsvifum ríkisvaldsins en sjá ekkert
athugavert við að ríkið banni fóstureyðingar og
hjónaband samkynheigðra. Þeim er meinilla við
skatta en gera ekki athugasemd við viðamikil umsvif
Bandaríkjahers á heimsvísu. Hreyfingin sækir nafn
sitt í samnefnd mótmæli í Boston árið 1773, sem
beindust gegn skattlagningu breska nýlenduveldis-
ins á te. -eb
Teboðshreyfingin
Beggja vegna Atlantsála berjast
náfölir leiðtogar vestrænna ríkja
taugaveiklaðri baráttu við að bjarga
alþjóðavæddu bankakerfi sem enn
á ný er við það að falla á herðar al-
mennings. Árið 2008 var eina svar
heimsleiðtoganna við lausafjár-
krísunni, sem þá var svo kölluð, að
dæla ómældu skattfé í fúið fjármála-
kerfið. Rætt var um tímabundinn
skort á lausafé. Nú, rúmum þremur
árum síðar, vilja fulltrúar fjámagns-
eigenda endurtaka leikinn; annars
bresti feysknar stoðir fjármálakerf-
isins með ógurlegum kostnaði fyrir
almenning.
Í vikunni féll Dexia-bankinn á
herðar skattgreiðenda í Belgíu,
Frakklandi og Lúxemborg. Bank-
anum var skipt upp en ríkisstjórnir
landanna urðu, ásamt nýjum fjár-
festum, að reiða fram vænar fúlgur
fjár til að endurfjármagna starfsem-
ina. Neyðarsjóður evrusvæðisins
hefur úr 440 milljörðum evra að
moða. Bæði ríkisstjórn Grikklands
og fjöldi banka á evrusvæðinu bíða
afgreiðslu úr sjóðnum. Finnar og
Slóvakar hafa reynst tregastir í
taumi við að samþykkja breytingar
á úthlutunarreglum. Í Slóvakíu féll
ríkisstjórn fjögurra flokka þegar
staðfesting breytinganna strandaði
í atkvæðagreiðslu í þinginu seint á
þriðjudagskvöld, vegna efasemda
um réttmæti þess að sárfátæk þjóð-
in ábyrgðist heila 7,7 milljarða evra.
Í nýútkominni bók blaðamanns-
ins Jóhanns Haukssonar er meðal
annars greint frá leyndum þráðum
fjárhagslegra hagsmuna sem vefast
í gegnum gjörvallt stjórnmálakerfið
hér heima. Fyrir vikið verða stjórn-
málin gegnsýrð spillingu og þar með
ógn við almannahag. Sams konar
gagnverkandi hagsmunatengsl fjár-
málafursta og stjórnmálamanna er
að finna úti um allan heim – sem
kann að skýra hvers vegna stjórn-
málamenn hafa ekki boðið upp á aðr-
ar lausnir í fjármálakreppunni en að
ausa skattfé á alþjóðavætt fjármála-
bálið. En þetta er óseðjandi svelgur.
Svo nokkrar vöflur eru nú komnar
á ráðamenn varðandi þá aðferð að
nota skattfé almennings til að bjarga
bankakerfinu. -EB
Bandalag ríkisstjórna og fjármálafursta
Dexia-bankinn féll í vikunni í fang skattgreiðenda í Belgíu, Frakklandi og Lúxem-
borg. Ljósmyndir/Nordicphotos Getty-Images
UmsátUrsmótmælin Breiðast út Um heiminn
y firstandandi fjármálakrísa hófst með sak-leysislegum hætti. Bankar í Bandaríkjunum lánuðu fólki fyrir húsnæðskaupum sem það
gat ekki staðið undir. Undirmálslánin svokölluðu voru
svo þvæld í flókna fjármálavafninga sem enginn skildi
og seld á heimsmarkaði. Nú, rúmum þremur árum
síðar, óttast menn allsherjarhrun hins alþjóðlega fjár-
málakerfis. Með líku lagi gæti hreyfingin, sem setið
hefur um Wall Street í New York undangengnar vikur,
verið undanfari víðfeðmrar mótmælabylgju á heims-
vísu. Á innan við mánuði hafa mótmælin breiðst út til
nálega hundrað borga í Bandaríkjunum. Á morgun,
laugardag, er boðað til álíkra mótmæla í tugum borga
utan Bandaríkjanna. Hérlendis hefur Hörður Torfa-
son boðað til samskonar mótmæla á Austurvelli undir
merkjum Radda fólksins. Samkvæmt skráningu á
fésbókinni má gera ráð fyrir fjölmennum mótmælum
á Spáni, Ítalíu og við Kauphöllina í London. Mótmæla-
aldan, sem reis á neðri hluta Manhattan fyrir fáeinum
vikum, gæti sem sé skollið á heimsbyggðinni allri nú
um helgina.
Vensl viðskipta og stjórnmála
Mótmælahreyfingin samanstendur af heldur sundur-
lausum hópi fólks sem sameinast í kröfu um aukinn
jöfnuð, betra velferðarkerfi og skikkanlegri viðskipta-
hætti. Bent er á að aðeins eitt prósent landsmanna
eigi 40 prósent auðs í Bandaríkjunum og hafi um
leið undirtökin í stjórnmálum. Mótmælendur hafa
skorið upp herör gegn græðgi bankamanna og því
að almannafé sé dælt inn í bankakerfið. Umsáturs-
hreyfingin kveðst berjast gegn siðlausum hagsmuna-
venslum viðskipta og stjórnmála sem fléttist saman í
höndum lobbíista. Kerfið hafi tekið stöðu gegn hags-
munum almennings. Meginkrafan kristallast í því
að hreinsa peningaöflin úr stjórnmálum. Áhersla er
þess í stað lögð á félagslegar lausnir í almannaþágu.
Kanadísk mótmælahreyfing (Adbusters Media
Foundation) sem berst gegn
neysluhyggju boðaði til mót-
mæla á Wall Street í júlí síðast-
liðnum; innblásin af mótmæla-
bylgjunni sem risið hefur í
arabaheiminum að undan-
förnu. Ekki síst mótmælunum á
Tharir-torgi í Kaíró sem steyptu
Hosni Mubarak Egyptalands-
forseta af stóli. Fjöldi hreyfinga
og einstaklinga hefur síðan bæst
í hópinn, til að mynda Anonymous-hreyfingin sem
hvatti mótmælendur til að flæða sem mannlegt fljót
yfir fjármálahverfi New York-borgar og taka völdin
á Wall Street. Hinn 17. september sauð svo upp úr í
fjöldamótmælum.
Umsáturshreyfingin kemur að sumu leyti fram í
andstöðu við Teboðshreyfinguna sem er yst á hægri
væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingarnar eiga
það sameiginlegt að skipulagið er að formi til ansi
laust í reipunum. Enginn leiðtogi fer fyrir þeim og
engin stjórn er kjörin. Umsáturshreyfingin er eink-
um gangrýnd fyrir að vera sundurlaus, illa skipulögð
og samanstanda af fólki með æði ólíkar skoðanir, svo
sem barnungum anarkistum, afdönkuðum hippum
og rauðvínslegnu menntafólki á austurströndinni.
Enginn samræmdur kröfulisti er heldur fyrir hendi.
Samt sem áður hefur hreyfingunni tekist að ná undir-
tökunum í stjórnmálaumræðunni á vinstri væng
bandarískra stjórnmála.
Fulltrúar Demókrataflokksins kappkosta nú að
tengja sig við hreyfinguna sem gæti náð viðlíka
stöðu innan hans og Teboðshreyfingin hefur í Repú-
blíkanaflokknum. Forsetaframbjóðendur Repú-
blíkanaflokksins hafa einmitt beint spjótum sínum
að umsáturshreyfingunni. Herman Gain sagði hana
andkapítalíska og samanstanda af öfundsjúkum
liðleskjum sem vildu hrifsa til sín eigur annarra.
Fátæklingar ættu ekki að kenna fjármálakerfinu um.
Í þeirra tilviki væri við sjálfa sig að sakast.
Aukin pólarísering
Bandarísk stjórnmál hafa í seinni tíð einkennst
af aukinni pólaríseringu. Umsáturshreyfingin og
Teboðshreyfingin sækja fram, sín á hvorum kanti
stjórnmálalitrófsins, og eiga það sameiginlegt að vera
í andstöðu við hófsamari öfl í hefðbundnu flokkunum
tveimur. Í aðdraganda þing- og forsetakosninga á
næsta ári togar Umsáturshreyfingin Demókrata-
flokkinn til vinstri á meðan
Teboðshreyfingin dregur repú-
blíkana enn lengra til hægri.
Við það myndast vitaskuld
tómarúm á miðjunni. En vegna
kosningakerfis einmennings-
kjördæma er afar erfitt fyrir
aðra að komast að. Því má gera
ráð fyrir enn aukinni pólaríser-
ingu í bandarískum stjórn-
málum.
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu-
maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
eirikur@bifrost.is
Umsátur auðmagns og almennings
Mótmælahreyfingin Occupy Wall Street sem staðið hefur fyrir umsátursaðgerðum gegn fjár-
málakerfinu í hundrað borgum Bandaríkjanna, færir út kvíarnar. Á morgun, laugardag, verður
mótmælt í 25 lykilborgum veraldarinnar.
Mótmælt á Wall Street. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images
Michele Bachmann.
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Velkomin á Bifröst
www.bifrost.is
Nýir tímar í fallegu umhverfi