Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 48
44 bílar Helgin 14.-16. október 2011
AðAlskoðun Sækir fram á öllum Sviðum eftirlitS
ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA
BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS
BÍLASMIÐURINN HF
ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á
DEKKJASKIPTI. KOMDu
NúNA Og SlEPPTu vIÐ
bIÐRöÐINA. uMfElguN fRÁ 5.641 KR.
flESTAR STæRÐIR hEIlSÁRS- Og
vETRARDEKKJA fyRIR fólKSbÍlA
Og JEPPlINgA. fJölDI TEguNDA
Á góÐu vERÐI.
RAuÐhEllu 11
hJAllAhRAuNI 4
DugguvOgI 10
hJólbARÐAÞJóNuSTA
RvK
hfJ
568 2020
PITSTOP.IS
hfJ
www
SÍMI
Ónegld vetrar- og heilsársdekk – umhverfisvænni kostur
a ðalskoðun hf. er faggilt skoðunarstofa, óháð hagsmunaaðilum og sækir fram á öllum sviðum eftirlits. Fyrirtækið var stofnað
þann 13. september 1994 af 22 einstaklingum sem
sumir hverjir hafa unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi
og starfa þar enn í dag.
Markmiðið með stofnun Aðalskoðunar var að
setja á fót hlutlausa, óháða skoðunarstofu á sviði
skoðunar ökutækja. Skoðun ökutækja á vegum
Aðalskoðunar hf. hófst í janúar 1995 og hefur fyrir-
tækið því starfað í 16 ár. Fleiri eftirlitssvið hafa
síðan bæst við og sinnir Aðalskoðun í dag markaðs-
eftirliti með rafföngum fyrir stjórnvöld ásamt skoð-
unum ökutækja.
Aðalskoðun er með skoðunarstöðvar á þremur
stöðum í Reykjavík en líka í Hafnarfirði, Kópavogi,
Reykjanesbæ, Grundarfirði, Ólafsfirði og Reyðar-
firði
Friðrikka Auðunsdóttir er skrifstofustjóri
Aðalskoðunar. Hún segir að þó fyrirtækið sinni
nýskráningu ökutækja, eigendaskiptum og taki við
bílnúmerum sem lögð eru inn sé alltaf mest að gera
við lögbundna skoðun ökutækja.
„Það er alltaf fjör rétt fyrir mánaðamót, það er
eitthvað landlægt hérna að gera alltaf allt á síðstu
stundu, sumir líta á þetta eins og að fara til tann-
læknis og fresta því eins lengi og þeir geta,“ segir
hún. Samkvæmt reglum um skoðun ökutækja á
að skoða bílinn í þeim mánuði ársins sem síðasti
stafurinn í númerinu segir til um. Þeir sem eru
með númer sem enda á núll hafa þó síðustu þrjá
mánuði ársins til að láta skoða og segir Friðrikka
þá mánuði mjög rólega í fyrirtækinu. Fellihýsi og
tjaldvagna þarf að skoða annað hvort ár, í maí, júní
Alltaf fjör rétt fyrir mánaðamót
Landlægt að gera allt á síðustu stundu en álagið yfir árið hefur jafnast eftir að sett var á vanrækslugjald.
eða júlí og mótorhjól á hverju ári.
En hvað með einkanúmer?
„Ef þau enda á tölustaf er það sami mán-
uður sem gildir en ef þau enda á bókstaf á
fólk að koma í maí. Það er þess vegna mikið
að gera í maí en það er líka mikið um að fólk
vilji hafa bílana í lagi áður en það fer út á land
í sumarfrí. En eftir að sýslumaðurinn í Bol-
ungarvík tók upp á að sekta þá sem koma of
seint með bílana í skoðun, 15 þúsund króna
vanrækslugjald, hefur álagið jafnast mikið
yfir árið.“
Hefur það gerst að bílar eru svo lélegir að
þeir eru kyrrsettir?
„Já, við höfum heimild til þess að kyrrsetja
bíla. Þá fá þeir niðurstöðuna „notkun bönn-
uð“ og eiga þeir að fara beint á verkstæði, til
dæmis ef þeir eru bremsulausir eða eitthvað
álíka þar sem örygginu er ábótavant.“
Eru Íslendingar ekki hættir að keyra á
druslum?
„Bílaflotinn hefur auðvitað elst undanfarin
ár vegna ástandsins svo það eru sjálfsagt að
verða til druslur. Þá er enn mikilvægara að
sinna bílunum og hafa þá í lagi.“
En hvað með tísku í bílum? Er hún ein-
hver?
„Hún er ekki mjög sjáanleg núna en það
var mikið á meðan verið var að nýskrá sem
flesta bíla á árunum 2005-2007. Þá rúlluðu
hér í gegn svartir Range Rover-bílar í röðum.
En núna hafa orðið miklar breytingar. Þeir
bílar eru vinsælastir sem menga minna og
eyða minna, það snýst aðallega um það. Ég
veit ekki hvort það er beint tíska eða hvort
þetta er bara buddan.“
Bílaflotinn
hefur auð-
vitað elst
undanfarin
ár vegna
ástandsins
svo það eru
sjálfsagt
að verða
til druslur.
Þá er enn
mikil-
vægara að
sinna bílun-
um og hafa
þá í lagi.
kynning
Friðrikka Auðunsdóttir, skrifstofustjóri Aðalskoðunar. Ljósmynd Hari