Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 51
Helgin 14.-16. október 2011 bílar 47
Nýr og fallega hannaður Kia Rio
Kia sendir nú frá sér fjölda endurhannaðra bíla. Kia Rio boðinn með þremur eyðslugrönnum og umhverfisvænum vélum.
Kia Motors BílafraMleiðandi í öruM vexti
K
ia Motors er meðal þeirra bíla-
framleiðenda sem örast vaxa
en Kia sendir nú frá sér fjölda
endurhannaðra bíla. Kia-bíl-
arnir hafa undanfarið fengið
mikið lof fyrir flotta og nútímalega hönnun
og hafa sópað til sín hönnunarverðlaunum
víða um heim. Nýjasti bíllinn í endur-
hönnuðum flota bílaframleiðandans er Kia
Rio en hann er væntanlegur til Íslands í
nóvember.
Setur ný viðmið í hagkvæmni
Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaum-
boðinu Öskju, segir að Kia Rio verði í boði
með þremur eyðslugrönnum og umhverf-
isvænum vélum sem skila bílnum í lágan
vörugjaldsflokk og tryggja þar af leiðandi
betra verð. „Dísilvélarnar eru 1,1 og 1,4
lítra og bensínvélin er 1,4 lítra og verður
sá bíll fáanlegur sjálfskiptur. Með 1,1 lítra
dísilvélinni eyðir Kia Rio aðeins 3,2 lítrum í
blönduðum akstri – og geri aðrir betur. Bíll-
inn skilar 75 hestöflum og koltvísýrings-
losunin er aðeins 85 grömm á kílómetra.
Bíllinn er því ótrúlega hagkvæmur og
umhverfisvænn og setur raunar ný viðmið
hvað þetta tvennt varðar miðað við að hann
er ekki knúinn öðrum aflgjöfum,“ segir
Þorgeir.
Hann bætir við að með stærri dísilvélinni
skili bíllinn 89 hestöflum. „Þessi bíll er
mjög kraftmikill, togið feikigott og bíllinn
mjög skemmtilegur og sportlegur í akstri.
Bensínvélin er einnig óvenju umhverfisvæn
og eyðslugrönn. Hún skilar 107 hestöflum
og mengar 150 gr/km sem er einnig góður
árangur í markmiðum Kia, að framleiða
bíla með sem lægstum Co2 útblæstri,“
segir Þorgeir.
Hagkvæmur og ríkulega búinn bíll
Nýr Kia Rio er mjög mikið breyttur í hönn-
un og aksturseiginleikum miðað við forver-
ann. Heildarútlitið er sérlega vel heppnað
með rennilegum hliðum og rísandi línu
aftur eftir bílnum sem gefur honum mjög
sportlegt yfirbragð. Stórt loftinntakið að
framan er auk þess mjög flott og sportlegt
sem og nett og ávöl afturrúðan. Innanrým-
ið er einnig mjög vel hannað og vandað.
Bíllinn verður ríkulega útbúinn og mun
því verða gott „value for money“, það fæst
mikið fyrir peningana, að sögn Þorgeirs.
Kia Rio er mjög rúmgóður miðað við bíl
í b-stærðarflokki. Plássið er prýðilegt bæði
fyrir ökumann og farþega og skottið er
rúmgott eða alls 288 lítrar. „Kia Rio er mjög
hagkvæmur í rekstri, sem skiptir miklu
máli á þessum tímum, og auk þess afar
umhverfisvænn. Kia býður 7 ára verksmið-
juábyrgð á öllum bílum sínum og er eini
bílaframleiðandinn sem býður svo langa
ábyrgð sem gerir öryggi kaupandans mun
meira og endursöluverðið hærra þar sem
ábyrgðin færist á milli eiganda. Við bindum
miklar vonir við Kia Rio enda er hann vel
hannaður og vandaður bíll í stærðarflokki
sem hefur verið vinsæll hér á landi,“ segir
Þorgeir ennfremur.
Nýr Kia Picanto kominn til landsins
Það er margt spennandi í gangi hjá Kia því
nýja kynslóðin af hinum smáa en knáa Kia
Picanto er nýkomin á markað og var kynnt í
Öskju um síðustu helgi. Picanto hefur verið
endurhannaður frá grunni og þykir hönnun
bílsins ákaflega vel heppnuð. Bíllinn hefur
þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir
fallegt og frísklegt útlit. Tvær nýjar bensín-
vélar eru í boði, 1,0 og 1,2 lítra sem báðar
eru mjög sparneytnar, með lágt mengun-
argildi og eru því mjög umhverfisvænar.
Bíllinn verður boðinn fimm dyra og bein-
skiptur en auk þess verður hann í boði sjálf-
skiptur með 1,2 lítra vélinni. Grunnverð á
nýjum Picanto er 1.997.777 kr.
KyNNiNg
Kia Rio. Fallega hannaður og umhverfisvænn.
Kia Picanto. Endurhannaður bíll frá grunni.