Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 55

Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 55
Við erum eina líkamsræktarstöðin sem býður upp á opna tíma í hot yoga, án þess að fólk þurfi að borga fyrir það aukalega. Við erum með mjög góða sali í Laugum og úti á Nesi fyrir hot yoga. hópa tvisvar í viku auk allra grunnnámskeiða. Svo má ekki gleyma körlunum. Við erum með sérstaka karlapúls-tíma þar sem fylgst er með mætingu og gott að- hald. Þeir eru líka í súperforminu og mikið í ketilbjöllum, fit 4 all og cross fit. Flest okkar námskeið eru sex vikna og þau eru í gangi allt árið. Næstu námskeið eru einmitt að hefjast 17. og 18. október. Þeir sem eru með kort hjá okkur greiða lægra gjald en aðrir á námskeiðin en innifalinn í öllum námskeið- um er aðgangur að öllum stöðum og öllum opnum tímum. Gott að blanda tímum og tækjasal Í World Class er mesta úrval opinna tíma í heilsuræktar- stöð á Íslandi. Þeir eru um 340 á viku og það eru hóptímar í sex af níu stöðvum fyrirtækisins. Allir viðskiptavinir geta mætt í alla opna tíma. „Við erum þekkt fyrir tækjasalina en fólk gleymir að það getur mætt í opna tíma. Við hvetjum fólk til að blanda saman tækjasalnum og opnu tímunum og við teljum okkur vera með landsins besta úrval af hóptíma- kennurum,“ segir Gígja. Hún segir tíma eins og tabata vinsæla. „Tabata er lotu- þjálfun eða skorpuþjálfun þar sem gerðar eru æfingar í 20 sekúndur en hvílt í 10 á milli. Fólk á að gera eins mikið og það getur á þessum tíma og það eru gerð átta sett. Þetta hentar mjög mörgum því hver getur gert þetta á sínum hraða. Þetta er mjög góð leið til að æfa og það er mikil brennsla í þessu og aukin afkastageta hjarta- og æðakerfis. Það er líka gríðarleg aukning í spinning. Áherslurnar þar hafa breyst mikið undanfarin ár og nú er lögð áhersla á fjölbreytta tónlist og mismunandi tempó í tímunum – og að nota þyngdina frekar en að hjóla bara út í eitt. Ein nýjung í þessu er púls-spinning þar sem þátttakendur hjóla með púlsmæli á sér og kennarinn stýrir því að hver vinni eftir sinni eigin getu. Það hefur verið mjög vinsælt. Það er líka spennandi að geta fylgst með álaginu og mælt hvernig þolið batnar, með vísindalegum aðferðum,“ segir Gígja og hlær. „Við erum eina líkamsræktarstöðin sem býður upp á opna tíma í hot yoga, án þess að fólk þurfi að borga fyrir það aukalega. Við erum með mjög góða sali í Laugum og úti á Nesi fyrir hot yoga,“ segir Gígja. Hún samsinnir því að hot yoga sé mjög vinsælt núna. Hvers vegna er það? „Ég held að það sé vegna þess að fólk finnur mikinn árangur af þessum tímum, aukna einbeitingu og meiri vellíðan. Það er af því að bæði byggist upp mikill innri hiti í æfingunum en svo er líka ytri hitinn sem verður til þess að líkaminn verður sveigjanlegri og fólk kemst betur inn í stöðurnar. Það er lögð mikil áhersla á liðkandi og styrkjandi æfingar í þessum tímum þannig að fólk fær mikið út úr þessu þótt það sé ekki sama púlið og er í hinum opnu tímunum. Það eru ekki lóð eða neitt þannig, einungis eigin líkamsþyngd. Um leið og maður er búinn að venjast hitanum er þetta mjög gott. Ef fólki líður ágætlega í hita mæli ég hiklaust með þessu. Fólk finnur svitann renna af sér þannig að það er líka hreinsun í þessu. Það er samt mikilvægt að passa vel upp á vatnsbúskapinn í líkamanum og drekka vel fyrir og eftir tímana.“ En nú er vinsæl afsökun að fólk segist ekki hafa tíma fyrir leikfimi. Já, við búum í nútímasamfélagi þar sem allir eru að keppa við tímann. Fyrir þá sem eru að flýta sér bjóðum við upp á 30 mínútna tíma sem skila mjög miklu. Þar er lögð áhersla á æfingar til að styrkja kvið og bak. Það eru gríðar- lega mikilvægir vöðvar sem sjá um að halda okkur upp- réttum og er sérstaklega mikilvægt fyrir kyrrsetufólk að æfa. Svo er það bara enn ein afsökunin að segjast ekki hafa tíma. Þetta snýst allt um forgangsröðun! Það er líka mýta að það þurfi alltaf að æfa stíft í 60 mínútur, annars skili það engu. Ég hvet fólk til að velja sér hreyfingu sem því finnst skemmtileg og reyni að hafa tímann eins langan og það telur henta sínum lífsstíl. Staðreyndin er nefnilega sú að um leið og fólk kemur skemmtilegri hreyfingu inn í sína daglegu rútínu, lengist æfingatíminn sjálfkrafa því það er svo gaman, útrásin góð og ávinningurinn mikill. Síðast en ekki síst eru opnir tímar sem kallast butt lift. Þar eru gerðar æfingar eingöngu fyrir rass og lærasvæði og stuðla að því að styrkja og móta þennan stærsta vöðva líkamans sem er rassvöðvinn. Gerður Jónsdóttir og Krist- björg Jónasdóttir kenna í þessum tímum en Kristbjörg er frumkvöðull á þessu sviði og var í öðru sæti á Arnold Clas- sic-mótinu í Madríd núna um daginn. Það er eftirsóknar- vert að hafa sterkan rass og læri og ekki verra ef afturend- inn verður lögulegri. Frá sykurfíkn í jógafræði Í World Class er þó ekki eingöngu boðið upp á leikfimis- tíma og tækjasal heldur er mikið úrval fyrirlestra og ör- námskeiða fyrir viðskiptavini og aðra sem hafa áhuga á heilsu og heilsurækt. Sumir eru ókeypis en aðrir gegn vægu gjaldi. „Nú í haust vorum við með námskeið um sykurfíkn þar sem Linda Pétursdóttir sem er heilsufræðiráðgjafi í Banda- ríkjunum fór yfir það hvað gerist í líkamanum þegar við borðum sykur, það hvar sykurinn er falinn í því sem við borðum, hvernig sykur tengist aukakílóum, kólesterol- vandamálum, skapbreytingum og fleiru. Þá fór hún yfir það hvernig sykur fer bæði andlega og líkamlega illa í fólk og það hvernig hægt er að stilla sveiflur í skapi og orku með réttu vali í mataræði. Á námskeiðin bauð hún upp á 12 traustar og reyndar lausnir til að frelsa fólk frá sykurþörf- inni fyrir fullt og allt. Gunnar Páll Jóakimsson íþróttafræðingur og Kári Steinn Karlsson Íslandsmethafi í maraþoni héldu fyrirlest- ur um hlaup og hlaupaþjálfun . Þessi fyrirlestur var fyrsti af mörgum í fyrirlestraröð Laugaskokks og World Class og var helgaður æfingum og öðrum undirbúningi fyrir maraþonhlaup og einkum var tekið mið af undirbúningi Kára Steins fyrir Berlínar- maraþon 2011 þar sem hann bætti 26 ára gamalt Íslandsmet í maraþoni auk þess sem hann náði Ólympíulágmarki og mun því keppa á Ólympíleikunum í London sumarið 2012. Ég hvet fólk til að fylgjast vel með á heimasíðu okkar www.worldclass.is <http://www.worldc- lass.is> og jafnvel að láta skrá sig á póstlistann hjá okkur því við sendum reglulega út frétta- bréf með tilboðum og fréttum um það sem er í vændum. Alltaf nóg að gerast á stóru heimili J Jógakennarinn Brian Culkin er á landinu þessa helgi og verður með Jógaworkshop. Brian Culkin er Bandaríkjamaður með mikla reynslu í jógakennslu, hugarstjórnun, lífstíls- ráðgjöf og jógafræðum og rekur sína eigin jógastöð í úthverfi Boston. Hann var afreks- maður í körfubolta og starfaði í fjármálageira- num fram á mitt ár 2008 þegar hann snéri baki við fjármálaheiminum, lokaði fyrirtækinu sínu og fór að stunda jóga og hugleiðslu. Á nám- skeiðinu tvinnar hann jóga saman við sam- skipti, tilfinningar og lífsspeki. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að fara út fyrir þæginda- hring sinn, taka virkan þátt og taka áskor- unum.“ Okkur finnst bæði gaman og mikilvægt að brydda upp á alls kyns fræðslu og örnám- skeiðum fyrir viðskiptavini og aðra og erum opin fyrir öllu. Heilsurækt á að vera í senn skemmtileg og fræðandi og ekki spillir fyrir að World Class er eins og ein stór félagsmiðstöð. KynninG heilsa 51 Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.