Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Page 64

Fréttatíminn - 30.12.2011, Page 64
Vigdís, Bragi og Ólafur í Egyptalandi Egypska forlagið Animar hefur keypt útgáfuréttinn af bókum eftir þrjá íslenska rithöfunda. Um er að ræða Tröllkirkjuna eftir Ólaf Gunnarsson, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og Z ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur. Allar þessar bækur munu koma út á arabísku á næstunni. -óhþ Síðasti sjéns á Nasa Tónlistarskemmtunin Síðasti Sjens verður haldin í þriðja sinn á Nasa á næst síðasta kvöldi ársins í kvöld, föstu- dagskvöld. Þá verður allt hækkað í botn með dansi og glensi. Hljómsveit ársins, Of Monsters and Men, treður upp auk Retro Stefson og Rich Aucoin frá Halifax en sá náungi batt endahnútinn á Iceland Airwa- ves og slær hvergi af þegar hann tryllir lýðinn. Hægt er nálgast miða á midi.is og í verslunum Brim við Laugaveg og í Kringlunni. Húsið opnar kukkan 22 og skemmtunin hefst skömmu síðar. Vicky á lista Rolling Stone Tónlistarskríbentinn David Fricke hjá hinu goðsagnarkennda tón- listartímariti Rolling Stone setur plötuna Cast a Light með hinu öfluga rokkbandi Vicky á lista sinn yfir áhugaverð- ustu plötur ársins 2011 – þeirra sem flugu undir radar. Fricke segist aðeins hafa heyrt hluta af tónleikum Vicky á Iceland Airwaves en það hafi dugað honum til þess að heyra uppáhaldslag sitt í ár, How Do You Feel? Hann leynir hvergi hrifningu sinni á plötunni og segir vel þess virði að hafa uppi á henni og mælir með því að fólk hefji leitina á iTunes. Í herbúðum Vicky ríkir vitaskuld mikill fögnuður og á heimasíðu sveitarinnar segir: „Vá þvílíkur heiður!“ Frelsi og breytingar „Orkan sem fer af stað núna 2012 merkir frelsi, breytingar, nýjungar, hugmyndir. Ef heldur áfram að halla á fólk getur það á endanum ekki gert annað en líkt eftir atgervi músarinnar. Ef hún er komin út í horn stekkur hún á þig. Það er líka í mannlegu eðli,“ segir Hermundur Rósinkranz talnaspek- ingur þegar hann horfir fram á veginn og spáir í árið 2012 í sam- tali við Frétta- tímann sem birt er í heild á www. fretta- tim- inn. is. HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … ... fær Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, en hann mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu nú um áramótin. Tómas er þekktur af prúðmennsku og fram- ganga hans innan Alcoa ber félaginu góðan vitnisburð.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.