Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 8

Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 8
Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir Gildir um KitchenAid hrærivélar FOR THE WAY IT´S MADE Sérstök brúðkaupsgjöf Aðeins brot af úrvalinu. Verið velkomin í verslun okkar. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA Hágæða blandari frá Alvöru tæki fyrir kröfuharða Mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil  MottuMars átak krabbaMeinsfélagsins Í guðanna bænum, hættið að reykja. Það er ekki hundsvit í þeirri áhættu sem reykingafólk tekur. Þetta eru sterk skilaboð frá mér,“ segir Eiríkur Ragnarsson í tilefni Mottumars, árveknis- og fjár- öflunarátaks Krabbameinsfélags- ins sem hófst í gær, 1. mars. Þar eru karlmenn hvattir til að safna yfirvararskeggi og styrktaráheit- um. Rannsóknir sýna að einn af hverjum þremur karlmönnum fær krabbamein einhvern tímann á lífs- leiðinni. „Ég greindist með lungnakrabba- mein fyrir um 15 mánuðum,“ segir Eiríkur en hann hafði þá reykt í nær 50 ár, byrjaði 16 ára en er nú 66 ára. „Þetta kom því ekki aftan að mér og oft hef ég reynt að hætta að reykja, nýtt alls konar hjálpartæki og stundum tekist það í nokkra mánuði en fallið aftur. Ég fór í rannsókn árið 2009. Þá sáust blettir í lunga. Prufa sýndi að það var góðkynja svo ekkert þurfti að gera en mér var jafnframt sagt að ég væri með lungnaþembu á byrjunarstigi. Ég yrði að hætta að reykja, annars myndi þetta bara versna. Þegar ég fór svo árið eft- ir í skoðun hjá lungnalækninum mínum kom í ljós að ég var með bullandi krabbamein í öðru lung- anu. Ákveðið var að skera mig upp eins fljótt og mögulegt var og rætt um að taka hluta af lunganu. Það þurfti hins vegar að fjarlægja alveg því krabbameinið var komið um allt lungað en ekki víðar. Hætt- an er sú að meinið komist í eitla á milli lungnanna en skurðlæknirinn reyndi að fjarlægja eins mikið og hægt var.“ Eiríkur segir að eftir aðgerðina hafi tekið við endurhæfing á Reykja- lundi, úthalds- og þrekþjálfun og að venjast því að vera aðeins með annað lungað. „Ég mæðist mjög því lungað sem ég er með er ekki heilt heldur. Þar er lungnaþemba sem ekki gengur til baka. Ég er því með um 40 prósent af lungnagetu frísks manns og rétt slepp við að bera súr- efniskút.“ Hann segir það hafa verið erfitt fyrir sig og sína að átta sig á þeim takmörkunum sem þessu fylgja. „Það eru svo margir sjálfsagðir hlutir sem maður getur ekki. Einn í fjölskyldunni býr til dæmis á þriðju hæð í lyftulausu húsi. Þangað kemst ég ekki í einum áfanga og verð að stoppa og hvíla mig.“ Ei- ríkur segir slíka heilsuskerðingu alvarlegt mál. Hann hafi til dæmis alltaf haft yndi af gönguferðum en komist nú aðeins nokkur hundruð metra. „Það skiptir máli,“ segir hann, „að fólk sé ekki að farga sér svona.“ Árlega greinast hér að meðal- tali 720 karlar með krabbamein og árlega deyja að meðaltali um 280. Krabbameinsfélagið segir margt benda til þess að með fræðslu og forvörnum megi koma í veg fyrir um þriðjung krabbameina. Kepp- endur í Mottumars geta skráð sig á vefinn mottumars.is. Þar er áheit- um einnig safnað. Í fyrra söfnuðust tæplega 30 milljónir króna og mark- ið hefur verið sett á 35 milljónir nú. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Í guðanna bænum hættið að reykja Eiríkur Ragnarsson hafði reykt í nær hálfa öld þegar hann greindist með lungnakrabbamein. Hann sendir sterk skilaboð til reykingafólks og segir ekki hundsvit í þeirri áhættu sem það tekur. Eiríkur Ragnarsson greindist með lungnakrabbamein árið 2010 og hafði þá reykt í nær 50 ár. Hann biður fólk í guðanna bænum að hætta reykingum. Ljósmynd Hari aðeins fram á sunnudag Lagerútsala! 30-70% afsláttur Bak við Holtagarða!!  eiMskip flutningur á frystuM sjávarafurðuM Kaupir þrjú frysti- og kæliskip Félagið hefur verið með skipin þrjú á leigu frá árinu 2005 en þau hafa aðallega verið gerð út frá Noregi. e imskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Félagið hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikil- vægur hlekkur í frysti- og kæliflutn- ingum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávar- afurðum á Norður Atlantshafi, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Eimskip tók við rekstri skipanna í lok febrúar. Um systur- skip er að ræða sem bera nöfnin Ice Star, Ice Crystal og Ice Bird. Skipin hafa aðal- lega verið gerð út frá Noregi og verið í flutningum þaðan inn á Eystrasalt og Rússland, en þau hafa einnig þjónað við flutning á frystum fisk- afurðum frá Íslandi, Færeyjum og Nýfundnalandi eða á aðal markaðs- svæði Eimskips. Skipin eru hvert um sig 3.625 tonn að stærð, 93 metr- ar á lengd og 16 metrar á breidd og þykja mjög hagkvæm í rekstri í sam- anburði við önnur sambærileg skip á markaðnum. Þau eru útbúin sem frysti- og kæliskip, eru hliðarlestuð sem flýtir hleðslu þeirra í höfnum og tryggir betri vörumeðferð, útbú- in krönum og með þrjú lestunar- dekk, lyftur og lyftara. Eimskip er með 18 skip í rekstri og eru nú 12 þeirra í eigu félagsins. jonas@frettatiminn.is 6 fréttir Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.