Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Side 16

Fréttatíminn - 02.03.2012, Side 16
Kiev Nafn: Ólympíuleikvangurinn í Kiev Áhorfendafjöldi: 70.050 Byggingartími: 2008 til 2011 Opnaður: 9. október 2011 Áætlaður byggingarkostnaður: 66 milljarðar íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 5 (Úkraína-Svíþjóð, Svíþjóð- England, Svíþjóð-Frakkland, einn leikur í 8-liða úrslitum og úrslitaleikurinn) Áhugaverð staðreynd: Sögn- konan Shakira vígði völlinn í október 2011. Kharkiv Nafn: Metalist-leikvangurinn Áhorfendafjöldi: 38.633 Byggingartími: 2008 til 2009 Opnaður: 5. desember 2009 Áætlaður byggingarkostnaður: 32 milljarðar íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 3 (Hol- land-Danmörk, Holland-Þýska- land og Portúgal-Holland) Áhugaverð staðreynd: Völlurinn hefur fjórum sinnum verið endurbættur, þær lengstu tóku 30 ár. Donetsk Nafn: Donbass Arena Áhorfendafjöldi: 52.518 Byggingartími: 2006 til 2009 Opnaður: 29. ágúst 2009 Áætlaður byggingarkostnaður: 48 milljarðar íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 5 (Frakkland-England, Úkraína- Frakkland, England-Úkraína, einn leikur í 8-liða úrslitum og annar undanúrslitaleikjanna) Áhugaverð staðreynd: Beyonce hélt tónleika við vígsluathöfn leikvangsins. Völlurinn er sá eini sem var ekki byggður eða endurbætur sérstaklega fyrir EM. Lviv Nafn: Arena Lviv Áhorfendafjöldi: 34.915 Byggingartími: 2008 til 2011 Opnaður: 29. október 2011 Áætlaður byggingarkostnaður: 34 milljarðar íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 3 (Þýskaland-Portúgal, Dan- mörk-Portúgal og Danmörk- Þýskaland) Áhugaverð staðreynd: Kostn- aður vegna byggingar vallarins þrefaldaðist á þeim tíma sem tók að byggja hann. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð  EM 2012 Hundrað dagar til stEfnu Vellirnir átta á EM í Póllandi og Úkraínu P ó l l a n d Nafn: Þjóðarleikvangurinn í Varsjá Áhorfendafjöldi: 58.145 Byggingartími: 2008 til 2011 Opnaður: 29. janúar 2012 Áætlaður byggingarkostnaður: 77 milljarðar íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 5 (Pólland-Grikk- land, Pólland-Rússland, Grikkland-Rúss- land, einn leikur í 8-liða úrslitum og annar undanúrslitaleikjanna) Áhugaverðar staðreyndir: 3 verkamenn létust við byggingu vallarins. Madonna og Coldplay munu halda tónleika á vellinum eftir að EM lýkur. Gdansk Nafn: PGE Arena Gdansk Áhorfendafjöldi: 43.615 Byggingartími: 2008 til 2011 Opnaður: 14. ágúst 2011 Áætlaður byggingarkostnaður: 31 milljarður íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 4 (Spánn-Ítalía, Króatía-Spánn, Spánn-Írland og einn leikur í 8-liða úrslitum) Áhugaverð staðreynd: Polish Energy Group borgaði 1,4 milljarða fyrir réttinn á nafni vallarins í fimm ár. Wroclaw Nafn: Borgarleikvangurinn í Wroclaw Áhorfendafjöldi: 42.771 Byggingartími: 2009 til 2011 Opnaður: 10. september 2011 Áætlaður byggingarkostnaður: 29 milljarðar íslenskra króna Fjöldi leikja á EM 2012: 3 (Rússland-Tékkl., Tékkland-Pólland og Grikkland-Tékkland) Áhugaverð staðreynd: Leikvangurinn var opnaður með hnefaleikabardaga Vitaly Klitschko og Tomasz Adamek um WBC- titilinn í þungavigt sem Klitschko vann. Poznan Nafn: Borgarleikvangurinn í Poznan Áhorfendafjöldi: 41.609 Byggingartími: 2003 til 2010 Opnaður: 20. september 2010 Áætlaður byggingarkostnaður: 29 millj- arðar íslenskra króna (aðeins endurbætur) Fjöldi leikja á EM 2012: 3 (Írland-Króatía, Ítalía-Króatía og Ítalía-Írland) Áhugaverð staðreynd: Tónlistarmaðurinn Sting vígði völlinn í september 2010. Ú k r a í n a Varsjá Austurríki og Sviss fyrir fjórum árum jafnvel þótt þeir hafi líka orðið heimsmeistarar í Suður Afríku árið 2010. „Stór hluti leik- manna liðsins kemur frá Barcelona og Real Madrid. Mér sýnist sem leikmenn Barcelona séu orðnir þreyttir og þegar horft er til þess að maðurinn sem skorar flest mörk fyrir þá er ekki einu sinni Spánverji heldur Argentínumaður þá hef ég áhyggjur af því hvernig leikmennirnir verða eftir að hafa klárað þetta tímabil og fara beint í æfingabúðir fyrir EM í stað þess að fara í frí. Í minni spá lentu Spán- verjar á móti Hollendingum í und- anúrslitum og ég mat það þannig að Hollendingar verði einfaldlega ferskari í þeim leik. Þegar svo langt er liðið á mót skiptir öllu máli að hafa hugarfarið í lagi og ég er hræddur um að Spánverjar muni hreinlega springa á limminu.“ Englendingar í vandamálum Ekki verður hjá því komist að ræða vandamál Englendinga við Schmeichel sem fylgist vel með enskri knattspyrnu. „Þetta er sorglegt. Þeir eru þjálfaralausir og helsta áhyggjuefni þeirra er hver á að vera fyrirliði. Þetta er hörmuleg staða svona skömmu fyrir mót og ég myndi gjarnan vilja fá að vita hvað varð til þess að Fabio Capello ákvað að segja upp og af hverju enska knatt- spyrnusambandið samþykkti upp- sögnina. Þeir voru með þjálfara sem hafði náð frábærum árangri alls staðar og var líklegur til að gera góða hluti með liðið á EM. Síðan les maður að þeir séu ekki einu sinni byrjaðir að ræða við nokkurn mann til að taka við þjálfarastöðunni. Þeir hefðu þurft að ráða þjálfara í gær og ég get því miður ekki sagt að ég hafi trú á Englendingum í keppninni,“ segir Schmeichel sem getur ekki beðið eftir því að EM byrji. „Ég er svo heppinn að eiga þess kost að fara og sjá nokkra leiki á EM og ég segi það við alla þá sem eru að hugsa um að fara á keppn- ina að þeir muni ekki sjá eftir því. Þessir hundrað dagar í mót geta ekki liðið nógu hratt að mínu mati. óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 14 viðtal Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.