Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 8
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* S vo virðist sem eitthvað sé í gangi núna en okkur hafa borist tvær eða þrjár fyrirspurnir síðustu daga,” segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu. Nýverið barst verslunareiganda nokkrum í miðborginni borist reikningur frá STEF – sambandi tónskálda og eigenda flutnings- réttar – sem hljóðaði uppá 15 þúsund krón- ur. Hann taldi þetta fráleitt þar sem búðin er nánast lögð þannig upp að þar ómi ekki tónlist í verslunarrými. Við eftirgrennslan kom í ljós að reikningurinn byggði á því að maður á vegum samtakanna hafi komið við í búðinni og heyrt óm í útvarpi sem er í kaffistofunni. „Þetta kemur alltaf upp af og til,“ segir Andrés. „Við höfum ekkert þurft að standa í stappi við Stef vegna þessa, yfirleitt leysist þetta sjálfkrafa þegar menn átta sig á því hvernig í pottinn er búið. Almennur tónlist- arflutningur í verslunarrými er stef-skyldur en ekki ef um venjulega notkun á útvarpi í vinnustofu eða eldhúsi er að ræða.“ Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri hjá STEF, segir ekkert nýtt í gangi núna nema að ... „það hefur starfsmaður frá okkur farið einn rúnt til að kanna hvort það séu komnar einhverjar nýjar verslanir sem ekki eru á skrá hjá okkur og bjóða upp á tónlist í verslunum sínum og kannað það. En ekkert átak. Ef viðkomandi er ekki með leyfi byrjum við á að senda viðkomandi kynning- arbréf þar sem fram kemur að ef hann vilji hafa tónlist í búð sinni beri honum að greiða flytjendum, höfundum og hljómplötufram- leiðendum fyrir það.“ Mikilvægur tekjupóstur Á höfuðborgarsvæðinu eru 700 verslanir á skrá hjá STEFi. Að sögn Guðrúnar er þetta tekjustofn sem skiptir þau hjá STEFi verulegu máli. Samkvæmt ársreikningi eru verslanir og þjónustufyrirtæki að greiða STEF árlega 29 milljónir. Guðrún segir, þrátt fyrir þetta tiltekna atvik sem vísað er til, um mikla viðhorfsbreytingu til þessa gjalds að ræða. „Fyrir um tuttugu árum var þetta mjög erfitt og gekk þá hreinlega á með talsvert mörgum dómsmálum þar sem deilt var um hvað teldist opinber flutningur,“ segir Guðrún Björk og dregur ekki úr því að átök hafi á árum áður verið býsna harka- leg: „Menn á vegum STEFs voru hreinlega lagðir í einelti, var ekki boðið í afmæli og svo framvegis. En deilumálum hefur fækkað. Þó alltaf sé einn og einn ósáttur.“ Mikilvægi tónlistarinnar Guðrún Björk útskýrir hversu jákvæð tónlist reynist við verslun og þeim skilaboðum reynir hún að koma á framfæri. „Þetta styðja kannanir. Viðskiptavinurinn dvelur lengur inni í versluninni og hann verslar meira ef tónlist er í búðinni. Þetta gerist allt í undirmeðvitundinni. Fólk upplifir þögn- ina neikvætt.“ Hún nefnir dæmi um áhrif tónlistar á kauphegðun könnun sem gerð var nýlega þegar vín frá Frakklandi og Þýskalandi, svipaðs verðs og gæða, var stillt upp með sama hætti og reyndist augljós fylgni milli þess hvort vínið var valið eftir því hvers konar tónlist var spiluð. „Tónlist er mikilvægur liður í ímyndarsköpun meðal annars að teknu tilliti til mismunandi hópa. Og þá er mikilvægt að þeir sem skapa tónlistina fái greitt fyrir hana. Þessari hugsun þurfum við að koma inná internetið. Það er hið stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@ frettatiminn.is  VerSlun og ViðSkipti Stefgjöld Njósnað um tónlist í búðum Reikningur frá STEF kom verslunareiganda í miðborginni spánskt fyrir sjónir, ekki síst vegna þess að verslunin er beinlínis þannig hugsuð að ekki sé þar tónlist. Borið hefur á kvörtunum vegna reikninga frá STEF nú uppá síðkastið en talsmaður þar segir á móti eðlilegt að rétthafar tónlistar, þeir sem skapi hana, fái nokkuð fyrir sinn snúð. Guðrún Björk Bjarnadóttir hjá STEF segir skilningur á því að þeim sem skapi hina mikilvægu tónlist beri að fá nokkuð fyrir sinn snúð hafi aukist til mikilla muna í seinni tíð. Ljósmynd/Hari „Menn á vegum STEFs voru hrein- lega lagðir í einelti, var ekki boðið í afmæli og svo fram- vegis...“ Landsframleiðsla á mann yfir meðaltali ESB-ríkjanna Landsframleiðsla á mann, leiðrétt fyrir kaup- mætti í hverju landi, var 10% yfir meðaltali ESB-landanna hér á landi á síðasta ári sam- kvæmt tölum sem hagstofa ESB birti fyrr í vikunni og Greining Íslandsbaka vísar til. „Er þessi mælikvarði,“ segir Greiningin, „oft notaður á velferð og virðist hún vera nokkuð viðunandi í þessum samanburði þrátt fyrir allt sem hér hefur gengið á í efnahagsmálum á undanförnum árum. En þetta er ekki eini mælikvarðinn á velferð. Annar slíkur mælikvarði sem endur- speglar sennilega betur velferð heimilanna í hverju landi fyrir sig er neysla á mann leiðrétt fyrir kaupmætti. Á þann mælikvarða var Ísland með neyslu á mann sem var 7% yfir meðaltali ESB-landanna á síðastliðnu ári samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambandsins.“ - jh Þrír starfsnemar á leið til Malaví, Mósambík og Úganda Þróunarsamvinnustofnun hefur ráðið í þrjár starfs- nemastöður sem auglýstar voru í vor, að því er fram kemur í veftímariti stofnunarinnar. Alls bárust 49 umsóknir um stöðurnar. Heiður M. Björnsdóttir fer til Malaví. Hún er að ljúka M.Sc. gráðu í þróunarhag- fræði frá Háskólanum í Glasgow, með áherslu á að- ferðafræði við mat á árangri í heilbrigðisverkefnum í þróunarlöndum. Ester Straumberg Halldórsdóttir fer til Mósambík. Hún er að ljúka MA gráðu í alþjóða- samskiptum frá Westminster háskóla í London, með áherslu á sjálfbæra þróunarsamvinnu. Jórunn Edda Helgadóttirfer til Úganda. Hún er með MA gráðu í alþjóða- og samanburðarlögfræði frá London School of Oriental and African Studies, með áherslu á mann- réttindi, umhverfis- og auðlindamál. Gert er ráð fyrir að starfsnemarnir hefji störf í síðari hluta ágúst og starfi í Afríku í fjóra mánuði. - jh Gullverðlaun í matreiðslukeppni Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völ- undarson keppti á þriðjudaginn í matreiðslu- keppninni Yi Yin Cup og hlaut fyrstu verðlaun í erlendu keppninni, að því er fram kemur í tilkynningu bókaútgáfunnar Sölku. Keppt var í liða- og einstaklingskeppni og hlaut Völundur fyrstu verðlaun í þeirri síðarnefndu. Keppnin fer fram árlega en var nú í fyrsta skipti opin erlendum matreiðslumönnum. Alls kepptu tvö þúsund kínverskir kokkar í innlendu keppninni og tvö hundruð í þeirri erlendu. Margir af fremstu matreiðslumönnum heims tóku þátt í keppninni, t.d. var franska liðinu meðal annars stýrt af hinum kunna matreiðslu- manni Cyril Rouquet sem jafnframt er kynnir í þáttunum Top Chef. Keppnin fór fram á Ólympíuleikvanginum í Peking. - jh Umframeftirspurn eftir hlut í Regin Landsbankinn hefur selt 75% eignarhlut sinn í fasteignafélaginu Regin en opnu hlutafjárútboði lauk á þriðjudaginn. Um- frameftirspurn var í útboðinu en alls seldi Landsbankinn 975 milljónir hluta á geng- inu 8,2 krónur á hlut sem er í lægri enda verðbilsins sem gefið var út en það var 8,1-11,9 krónur á hlut, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Heildar- söluverðmæti útboðsins var 7.895 milljónir króna en heildareftirspurn í útboðinu nam 10,3 milljörðum. Landsbankinn heldur eftir 25% hlut í félaginu og skuldbindur sig til að selja þann eignarhlut ekki í 10 mánuði eftir skráningu félagsins. Samkeppniseftirlitið hefur sett fram skilyrði um sölu bankans fyrir miðjan maí 2013. - h 8 fréttir Helgin 22.-24. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.