Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 28
Í slenskt landslag hefur löngum höfðað til kvikmyndagerðarfólks úti í hinum stóra heimi og hér hafa verið tekin upp atriði fyr- ir James Bond-myndir og fyrstu Batman-mynd Christopers Nolan, Batman Begins. Clint Eastwood kom hingað sælla minninga og tók stríðsatriði fyrir mynd sína Flag of Our Fathers og síðasta sumar tók sá goðsagnakenndi leik- stjóri Ridley Scott upp byrjunaratriði geimt- ryllisins Prometheus sem sýnd er í kvikmynda- húsum um þessar mundir. Scott er einn allra mesti þungavigtarmaður í kvikmyndabransanum sem gefið hefur Íslandi gaum og sú landkynning sem Ísland fær í Pro- metheus verður seint metin til fjár. Listinn yfir frægðarmenninn sem hingað hafa komið á síðustu árum verður vart tæmdur hér en svo einhverjir séu nefndir þá gerði Kie- fer Sutherland sér glaðan dag í Reykjavík fyrir nokkrum árum, Harrison Ford hefur kneyfað ölið á Dillon og John Travolta og Robert De Niro hafa millilent hérna en DeNiro snæddi þá á Hótel Holti, mörgum ógleymanlegur og þótti hann óvenju örlátur á þjórfé. Sopranos-leikarinn Michael Imperioli kom til Íslands þegar hann lék í Stóra planinu eftir Ólaf Jóhannesson sem fékk síðar Jonathan Pryce til landsins fyrir Borgríki. Þá birtist Daniel Bruhl hér ferskur eftir Inglorious Bas- terds Quentins Tarantinos í Kóngavegi Valdís- ar Óskarsdóttur. Tom Cruise í Bónusvillu Tom Cruise er einhver áhrifamesti leikarinn í Hollywood og hann dvelur nú á Hrafnabjörgum í Vaðlaheiði, lúxusvillu sem Jóhannes, kenndur við Bónus, reisti sér á sínum tíma. Cruise er við tökur á framtíðarspennumyndinni Oblivion við Hrossaborgir í Mývatnssveit en þar þykir landslagið geta lýst því hvernig verður um- hverfis á jörðinni að undangengnum dómsdegi. Cruise framleiðir myndina og leikur aðalhlutverkið. Morgan Freeman og Game of Thrones-skúrk- urinn danski Nikolaj Coster-Wal- dau leika einnig í myndinni þannig að þeir gætu skotið upp kollinum í sveitinni. Cruise er kvæntur leikkonunni Katie Holmes sem var með honum í Ísland – Fastaland í stórstjörnuhafinu Cruise er kvæntur leikkonunni Katie Hol- mes sem var með honum í för í síðustu viku þar sem veg- farendur í Þingholtun- um mættu þeim til að mynda á göngu um- kringdum lífvörðum á laugar- daginn. Ísland er aftur komið rækilega á kortið hjá þeim stærstu og þekktustu í Hollywood og nú streyma stórstjörnurnar hingað sem aldrei fyrr. Tom Cruise er á landinu við tökur á fram- tíðartryllinum Oblivion, leikstjórinn Darren Aronofsky er á landinu til þess að skoða tökustaði fyrir risamynd sína Noah. Tökur hefjast á Íslandi síðar í sumar og ætla má að þá verði Russell Crowe og fleiri þekkt nöfn í för með leikstjóranum. Þá ætlar gamanleikarinn og leikstjórinn Ben Stiller að taka hluta myndar sinnar The Secret Life of Walter Mitty á Seyðisfirði. Fréttatíminn skautar hér yfir hvaða stórstjörnur hafa heiðrað landann með nærveru sinni og hverjar eru væntanlegar. för í síðustu viku þar sem vegfarendur í Þingholtunum mættu þeim til að mynda á göngu umkringdum líf- vörðum á laugardaginn. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise verði á Ís- landi á fimmtugsafmælisdegi sínum þann 3. júlí og fari svo að hann fagni þeim áfanga hér má telja víst að mik- ill stjörnufans muni leggja leið sína hingað til þess að fagna með honum og hafa ekki ómerkari manneskjur en David og Victoria Beckham og Will og Jada Pin- kett-Smith verið nefndar til sögunnar í því sambandi. Þar sem Ísland hefur hingað til heillað stjörnurnar má gera ráð fyrir að ruðningsáhrifin af afmæli Cruise verði þó nokkur og ríka og fræga fólkið muni hrúgast hingað í enn lengri halarófum. Nóaflóð skellur á Íslandi Leikstjórinn magnaði Darren Aronofsky, sem gerði það síðast gott með Black Swan, er staddur á Íslandi og undirbýr tökur á Noah, sem byggir á biblíusögunni um Örkina hans Nóa. Hann hefur ráðið Russell Crowe í hlutverk Nóa þannig að sá kappi er væntanlegur hing- að síðsumars. Þá fara leikkonurnar Jennifer Connelly og Emma Watson, Hermoine úr Harry Potter, með hlutverk í myndinni og ætla má að nokkur fiðringur muni fara um Potter-aðdáendur þegar stúlkan sú stígur á íslenska grund. Þá fer breski harðjaxlinn Ray Win- stone líklega með hlutverk erkifjanda Nóa en hann þekkir vel til á Íslandi og hefur þambað vodka á börum í Reykjavík. Þess má einnig geta til gamans að Ólafur Ragnar Grímsson hefur látið þess svo getið að ef gerð yrði kvikmynd um ævi hans sæi hann Russell Crowe fyrir sér í hlutverki Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur forsetinn einnig lýst því yfir að Crowe sé efstur á óskalista hans yfir þá það frægðarfólk sem hann langi að bjóða á Bessastaði og verði Ólafur Ragnar enn hús- bóndi á forsetasetrinu þegar Crowe kemur má telja næsta víst að sá draumur hans rætist. Dagdraumar á Seyðisfirði Leikstjórinn og gamanleikarinn Ben Stiller er með fyndnari mönnum í Hollywood þrátt fyrir að hann glími við þunglyndi. Hann er byrjaður á endurgerð bíómyndar- innar The Secret Life of Walter Mitty sem fjallar um dagd- reyminn myndritstjóra á dagblaði sem fær skyndilega og óvænt tækifæri til þess að upplifa ævintýri. Myndin byggir á þekktustu smásögu James Thurber með sama nafni. Stiller hyggst taka upp atriði fyrir myndina á Seyð- isfirði og víðar í sumar. Sean Penn hefur verið orðaður við hlutverk í myndinni þannig að reikna má með miklu stjörnustuði á Seyðisfirði á næstunni. Fréttatíminn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að nokkur fjöldi íslenskra leikara hafi undanfarið mætt í prufutökur fyrir hlutverk í myndinni en enn hefur ekkert frést hvort eða hver hafi hreppt hnossið. Upphaf lífsins á Íslandi Meistari Ridley Scott var á Íslandi fyrir nær sléttu ári þegar hann tók upphafsatriði stórmyndarinnar og Al- ien-forleiksins Prometheus við Heklurætur. Hugmyndin um Ísland sem tökustað kom upp seint í ferlinu en Scott hafði þetta að segja um landið í spjalli við Frétta- tímann í fyrra: „Þetta er fallegt land og mikilfenglegt og hér fann ég það sem ég vildi fyrir þetta atriði,“ sagði Scott og bætti við að hann hafi ekki síst heillast af svörtu grjótinu og trjálausum auðnum. Landslagi sem vel megi sjá fyrir sér að hafi verið áberandi um það leyti sem líf var að kvikna á jörðinni. Það var enginn smá mann- skapur sem fylgdi Scott til lands- ins og í hópnum voru stórleikar- arnir Charlize Theron, Noomi Rapace og Michael Fassbender sem hefur risið hátt og hratt undanfarin hár. Theron vakti meðal ann- ars óskipta athygli heima- fólks þegar hún stakk sér til sunds í Landmannalaugar með sólgleraugu á nefinu. Íslendingar telja sig með nokkrum rétti eiga smávegis í Noomi Rapace, sem hefur síðan í æsku verið tíður gestur á landinu. Síðast kom hún hingað í fyrra þegar hún lék í Prometheus eftir Ridley Scott. Charlize Theron var ánægð með Íslandsdvöl sína þar sem hún synti meðal annars með sólgleraugu á nefinu mör- landanum til mikillar gleði. Tom Cruise og Katie Holmes eru alltaf jafn ást- fangin og Cruise gaf sér tíma til að njóta lífsins í Reykjavík um síðustu helgi. Michael Fassbender er funheitur í Hollywood um þessar mundir og þykir bera af í Prometheusi. Russell Crowe er væntanlegur til landsins seinna í sumar og mun líklega koma við á Bessastöðum. Emma Watson á risavax- inn hóp aðdáenda á Ís- landi og mun líklega ekki vekja síður meiri lukku en Tom Cruise. Morgan Freeman leikur bandamann Tom Cruise í Oblivion og ætti því að eiga við hann erindi á Íslandi. Ben Stiller mun vænt- anlega setja sterkan svip á bæjarbraginn á Seyðisfirði. 28 úttekt Helgin 22.-24. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.