Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 16
 Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Bollaleggingar Líkur á því að eignast tvíbura eru um 3,3 prósent. Líkurnar á þríburum eru 1 af 4.400 og lík- urnar á fjórburum eru einn á móti 142.000. Á Íslandi hafa tvisvar sinnum fæðst fjórburar, fyrst árið 1957 en eitt barnanna fjögurra fædd- ist andvana. Árið 1988 fæddust fjórar stúlkur og fékk þjóðin að fylgjast með uppvexti þeirra í gegnum fjölmiðla. Þær voru allar heilbrigðar og voru síðast fréttir af þeim í fjölmiðlum árið 2008 þegar þær héldu upp á tvítugsaf- mæli sitt. Frá árinu 1951 hafa fæðst 6482 lifandi fjölburar á Íslandi, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þar af voru 213 börn sem fæddust í þríburafæðingum, 6262 tvíburar og 7 fjórburar. Á sama tímabili fæddust 258.380 einburar. Flest börn sem fæðst hafa í einu eru átta. Það hefur gerst tvisvar, bæði skiptin í Banda- ríkjunum. Árið 1998 fæddust Chukwu-áttburarnir svokölluðu. Eitt barnanna fæddist á undan hinum sjö, 15 vikum fyrir tímann og lést skömmu síðar. Hin sjö fæddust tveimur vikum síðar og voru 500-810 grömm að þyngd en eru öll heilbrigð og hafa þrosk- ast eðlilega. Árið 2009 eignaðist einstæð móðir áttbura. Móðirin hefur verið mikið í kastljósi fjöl- miðlanna síðan en hún átti sex börn fyrir. Áttburarnir eru sagðir heilbrigðir. Fyrstu fimmburarnir sem vitað er að hafi lifað fram á fullorðinsár eru hinir svokölluðu Dionne- fimmburar sem fæddust í Kanada þann 28. maí árið 1934. Talið er að alls hafi fimmburar fæðst 795 sinnum í heiminum. Elstu fimmburarnir sem eru á lífi í dag eru Diligenti-fimmburarnir frá Argentínu sem eru 61 ára gamlir. sjaldgæf. „Við reynum að koma í veg fyrir að svona geti gerst en í til- fellum sem þessum getur það verið erfitt,“ segir Guðmundur. Hann segir að á þeim 20 árum sem fyrir- tækið hafi starfað hafi slíkt aldrei áður gerst. Læknar Art Medica gera um 500 tæknisæðingar árlega og hafa því gert alls um 10 þúsund slíkar aðgerðir. „Allt sem getur gerst gerist einhvern tímann,“ segir Guðmundur. Læknar á Art Medica mæltu með því við hjónin að fóstrunum yrði fækkað í tvö en Guðmundur segir að konan sé nú komin í hendur lækna Landspítalans sem munu nú veita hjónunum áframhaldandi ráðgjöf. Konan missti fóstur fyrir rúmu ári og var það þeim hjónunum mikið áfall. „Ég veit ekki hvort ég þori að taka áhættuna sem fylgir því að láta fækka fóstrunum eftir að hafa lesið fjölda frásagna þar sem fimmburameðgöngur ganga vel og fimmburarnir fæðast heil- brigðir. Á hinn bóginn vil ég að sjálfsögðu gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja lífslíkur barnanna þannig að við hjónin stöndum frammi fyrir afar erfiðri ákvörðun,“ segir hún. Að sögn Huldu kvensjúkdóma- læknis felur fækkun á fóstrum í sér um 5 prósenta áhættu á fóstur- láti fyrir þau fóstur sem eftir eru. Fóstrum hefur áður verið fækkað hér á landi, en aldrei úr fleiri en þremur. „Áhættan á fósturláti er ekki meiri þótt fækkað sé úr fimm í tvö en úr þremur í tvö. Hún eykst hins vegar eftir að fóstrin eru orðin sex eða fleiri,“ segir Hulda. Þegar valið er hvaða fóstrum á að eyða er fyrst og fremst litið til þess hvaða fóstur eru aðgengilegust, að sögn Huldu, en einnig hvort einhvert fóstranna sé að þroskast hægar en hin eða sé minna. Talaði við aðrar fjölbura- mæður Hulda segir að hættan á fósturláti í fimmburameðgöngu sé hins vegar meiri en 5 prósent og jafnframt séu aðrir áhættuþættir sem líta beri til við fjölburameðgöngur. „Fjölbura- meðgöngur fela í sér meiri áhættu fyrir móðurina og eykur hættuna á meðgöngutengdum sjúkdómum svo sem meðgöngueitrun og með- göngusykursýki,“ segir Hulda. Engin hætta er þó á varanlegu heilsufarstjóni vegna fjölburameð- göngu. Fjölburar eiga jafnframt á hættu að fæðast fyrir tímann og að verða fyrir vaxtarskerðingu reynist fylgj- an ekki nógu stór. Öllum fyrirbura- fæðingum fylgir jafnframt hætta á þroskaskerðingu, að sögn Huldu. Konan hefur sett sig í samband við fjölburamæður hér á landi og erlendis með það fyrir augum að geta betur vegið og metið þá kosti sem hún stendur frammi fyrir. „Ég talaði við konu í Bandaríkjunum sem eignaðist fimmbura með sama hætti og ég, þar sem fimm egg frjóvguðust. Hún sagði mér að lík- urnar á því að svona geti gerst séu einn á móti 15 milljónum. Hennar meðganga gekk vel og þótt börnin fæddust lítil og fyrir tímann voru þau öll heilbrigð,“ segir hún. „Auðvitað hugsa ég líka um hvað þetta yrði erfitt fjárhagslega þó ég reyni að láta það ekki hafa áhrif á þá ákvörðun sem ég tek. Fyrst og fremst vil ég verða góð móðir sem getur gefið börnunum mínum þann tíma og þá athygli sem þau þurfa. Ég geri mér grein fyrir að það yrði krefjandi ef öll fimm börnin koma í heiminn,“ segir hún. Hjónin hafa sagt nánustu vinum og fjölskyldu frá því að þau eiga von á fimmburum. „Við finnum mikinn stuðning frá okkar nán- ustu. Við vitum að við munum eiga stuðning þeirra vísan hvort sem við ákveðum að reyna að eiga öll fimm eða förum að ráðleggingum lækna og látum fækka í tvö. En það eru að sjálfsögðu allir í áfalli yfir þessum fréttum,“ segir konan. Hún á bókaðan tíma hjá Huldu í næstu viku þar sem hún fer aftur í sónar og þroski fóstranna verður metinn. „Við verðum að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera fljótlega upp úr því,“ segir konan. Fyrstu fimmburarnir árið 1934 Ég geri mér grein fyrir að það yrði krefjandi ef öll fimm börnin koma í heiminn. Fyrsta sónarmyndin af börnunum fimm sem kona í Reykjavík gengur með. 16 viðtal Helgin 22.-24. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.