Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 37
Helgin 22.-24. júní 2012 garðar 5 Viltu skipta á plöntu?  plöntuskipti ný mynd söfnunaráráttu Eitthvað fyrir alla. Áhuginn leynir sér ekki. Hver man ekki eftir að hafa býttað við vinina á serv- éttum, frímerkjum, leikaramyndum eða öðru í æsku? Söfnunaráráttan eldist af mörgum, aðrir skipta um áhugamál og gamla góða söfnunarárattan tekur á sig nýja mynd hjá mörgum. Margir garðplöntunördar hafa fundið sig í Garðyrkjufélaginu en þar eru það plöntu- skiptidagarnir sem hafa átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár. Í ár var hinn árlegi plöntuskipti- dagur Garðyrkjufélags Íslands haldinn í sól og blíðu í Grasagarðinum í Reykjavík, laugardaginn 2. júní. Plöntuskiptidagar eru einnig haldnir í deildum félags- ins á landsbyggðinni, flestir voru þeir ýmist helgarnar á undan eða eftir. Öllum plöntusöfnurnum er ljóst að ein öruggasta leiðin til að eiga allt sumarið eitthvað fallegt í garðinum, og helst í blóma, er að eiga nóg úrval af plöntum. Þó margir séu duglegir við að sá sér fyrir nýjum plöntum eða versla í garðplöntustöðvum, koma plöntuskipti- dagarnir sér afskaplega vel fyrir garð- yrkjuáhugafólkið og plöntusafnarana: Ómissandi tækifæri til að eignast eitthvað nýtt og spennandi í garðinn. Félagar á öllum aldri skipta á plöntu gegn plöntu við aðra félaga og einlæg gleði skín úr hverju andliti. Félagar mæta með plöntur sem þeir ýmist hafa sáð til eða eru að grisja og plönturnar eru af öllum stærðum og gerðum, þó oftar en ekki séu þær ungar að aldri. Frá ári til árs getur verið mjög misjafnt hvað er í boði. Þetta geta verið tré, runnar, matjurtir, fjölæringar, sumar- blóm, stofublóm, sáðplöntur, berjarunnar eða garðskálaplöntur. Til að eiga mögu- leika á að eignast eitthvað verulega fágætt og spennandi, sem hugsanlega er í boði, borgar sig að mæta á staðinn með ein- hverja verðmæta plöntu, sé þess nokkur kostur. Plöntuúrvalið á plöntuskiptidegi hefur verulega aukist ár frá ári, enda hefur orðið mikil aukning á þáttöku og allir fara glaðir í bragði heim spenntir að gróður- setja nýfengnu plönturnar. Valborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands Til að eiga möguleika á að eignast eitthvað verulega fágætt og spennandi, sem hugsanlega er í boði, borgar sig að mæta á staðinn með ein- hverja verðmæta plöntu, sé þess nokkur kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.