Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 2

Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 2
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Uppskriftirnar eru á www.gottimatinn.is toppaðu grillmatinn með ferskum sósum Þ að er búið að skrifa undir kaupsamning en það fylgja hon-um fyrirvarar. Það er verið að vinna í þeim fyrirvörum núna,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. Sena hefur fest kaup á Miða.is og Samkeppniseftirlitið skoðar nú kaupin. Björn telur að búast megi við niðurstöðu þess eftir um 4-6 vikur. Sena er stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins og Miði.is er stærsta fyrirtækið sem selur miða á netinu. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að Samkeppniseftirlitið hafi sett sig í sam- band við tónleikahaldara og fleiri sem selja miða hjá Miða.is og óskað eftir athugasemdum þeirra. Kurr er meðal þeirra enda hefur Sena staðið fyrir tónleikahaldi og má því færa rök fyrir að fyrirtækið verði beggja vegna borðsins gangi kaupin eftir. Fyrirtækið hafi þannig aðgang að viðkvæmum upplýsingum um keppinautana. „Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að sann- færa bransann um að það verði aðskilnaður við okkar fyrir- tæki svo mönnum líði vel í viðskiptum við Miða,“ segir Björn. Af hverju vill Sena eignast Miða.is? „Við sjáum mikil tækifæri í þessu skemmtilega félagi í tengslum við það sem við erum að gera í afþreyingarbrans- anum. Við erum sjálfir viðskiptavinir þess og hefur líkað vel.“ Hvað kostar Miði.is? „Það eru alltof viðkvæmar upplýsingar til að ég geti upplýst það á þessu stigi málsins.“ Björn Sigurðsson hjá Senu er spenntur fyrir kaupunum á Miða.is.  Viðskipti samkeppniseftirlitið skoðar kaup senu á miða.is Sena kaupir Miða.is Agnes vígð á sunnudag Sunnudaginn 24. júní næstkomandi verður sr. Agnes M. Sigurðardóttir vígð til embættis biskups Íslands. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígir sr. Agnesi og meðal vígsluvotta eru ellefu erlendir biskupar. Vígsluat- höfnin fer fram í Hallgríms- kirkju klukkan 14.00 og er öllum opin. RÚV mun einnig sjónvarpa beint frá athöfninni. Þrír kórar syngja við athöfnina; Mótettukór Hallgrímskirkju, Dómkórinn og kirkjukór Bolungarvíkur. Dómkórinn, undir stjórn Kára Þormars, mun einnig syngja fyrir athöfnina eða frá 13.30. Reynir í annað sinn að laumast um borð Einn mannanna fimm sem reyndu að lauma sér um borð í skip til Ameríku snemma í gærmorgun er í hópi þeirra drengja sem komu fylgdarlausir hingað til lands á árinu og sögðust vera undir lögaldri. Þetta er í annað sinn sem hann næst í tilraun við að komast um borð í skip á leið til Ameríku, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Að sögn Ólafs William Hand, upplýsinga- fulltrúa Eimskips, gerist það undan- tekningarlítið að menn reyni að lauma sér um borð í skip félagsins á leið til Ameríku. Af þeim sökum er mikill öryggisviðbúnaður viðhafður þegar skip eru hér í höfn á leið til Ameríku. Aðspurður segir hann engann hafa tekist að lauma sér milli landa með skipum félagsins en einu sinni þurfti að snúa við skipi sem komið var út fyrir Reykjanes- skagann þegar laumufarþegi uppgötvað- ist. „Eimskip yrði að greina milljónasekt í Bandaríkjunum og Kanada ef í ljós kæmi að laumufarþegi komi þar til lands með skipi félagsins frá Íslandi,“ segir Ólafur. -sda s em kunnugt er hefur ríkis-saksóknari fellt niður nauðg-unarkæru á hendur mér og Guðríði unnustu minni. Ég hef hingað til forðast að ræða þetta mál opinberlega, ef frá eru taldar tvær stuttar yfirlýsingar sem ég gaf út um málið þar sem ég ítrekaði sakleysi mitt. Nú, þegar mér hefur borist í hendur rökstuðningur rík- issaksóknara fyrir niðurfellingu kærunnar finn ég mig nú knúinn til, vegna misvísandi viðbragða sem sjá má á internetinu, að koma eftir- farandi á framfæri: Í fyrri yfirlýsingum mínum hélt ég því fram að nauðgunarkæran væri fráleit og ekkert í málinu benti til sektar, hvorki framburður kær- anda eða vitna, né önnur gögn máls- ins. Í rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir niðurfellingu málsins er fram- burður minn og Guðríðar um atvik sagður staðfastur og samræmist öðrum gögnum málsins og ekkert bendi til að við hefðum samræmt framburð til að fegra hlut okkar. Hins vegar telur ríkissaksóknari að ekki verði framhjá því litið að í framburði kæranda var ekki inn- byrðis samræmi í skýrslum hennar hjá lögreglu. Og heldur ekki sam- ræmi í því sem haft var eftir henni á Neyðarmóttöku strax í kjölfar hins meinta brots og þess sem hún skýrði frá hjá lögreglu. Þá kemur fram í rökstuðningi rík- issaksóknara að engin réttarlæknis- fræðileg gögn sýni fram á að brotið hafi verið kynferðislega á meintum brotaþola í umrætt sinn. Síðan eru mörg önnur atriði, sem ríkissaksóknari tekur ekki fram í rökstuðningi sínum fyrir niðurfell- ingunni, sem benda ótvírætt til þess að kæran sé ekki á rökum reist. Hingað til hafa allar atburðalýs- ingar í þessu ömurlega máli, sem birst hafa í fjölmiðlum, einkum DV, komið frá „stuðningsmönnum“ stúlkunnar sem kærði okkur. Þessar atburðalýsingar eru í meginatriðum rangar og stund- um hrei nn uppspuni, eins og til dæmis sú fullyrðing að stúlk- a n ha f i þurf t að gangast undir lækn- isað- gerð eftir samskipti mín við hana. Ekkert slíkt kemur fram í gögnum málsins. Því miður hafa fjölmargir byggt afstöðu sína á grunni þessara röngu upplýsinga, og sumir þeyst fram á ritvöllinn og opinberað sína „ígrunduðu“ og „réttlátu“ nauðgun- ardóma yfir mér. Eins og gefur að skilja er ég mjög ósáttur við þetta mál og allt sem því tengist. Ég mun óska eftir því við þar til bæra aðila að fá skýringar á því hvað varð til þess að málið fór jafn langt og raun ber vitni? Hvers vegna það tók þennan óratíma að fella það niður og hvort að eitthvað óeðlilegt eða saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við kæruna? Hef ég falið lögmanni mínum að koma þeim óskum á framfæri með viðeig- andi hætti. Illgirnin og hefndarhugurinn hjá mörgum þeirra sem tjáðu sig um mig í tengslum við þetta mál ætti að vera öllum íhugunarefni. Há- skólakennarar, rithöfundar, emb- ættismenn, stjórnmálamenn og fjölmargir aðrir gengu miklu lengra en eðlilegt getur tal- ist, svo mjög að á tímabili fékk ég það hreinlega á tilfinninguna að það væri einlæg von nokkurra þeirra sem dómharðastir voru, að nauðg- un hefði átt sér stað! Þetta ömurlega mál skyldi nýtt sem réttlæting eða vopn í einhverskonar „hugmynda- baráttu“, svo ósmekklega sem það nú hljómar. Eða sem vopn í höndum þeirra sem einhverra hluta vegna töldu sig eiga eitthvað sökótt við mig. Örlög og heill stúlkunnar virt- ust aukaatriði. Eða, hvað annað er hægt að lesa út úr ummælum Sól- eyjar Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, á Facebook, þegar hún sagði: „Nú er bara að krossa fingur“ og tengdi frétt þess efnis að Ríkissaksóknari væri kominn með málið á sitt borð? Krossa fingur um hvað? Að stúlkunni hafi verið nauðgað eða að saklaust fólk yrði ákært? Þetta mál hefur verið þungbært fyrir mig, unnustu mína og okkar nánustu. Þrátt fyrir sakleysi okkar hefur mannorð okkar beggja beð- ið alvarlegan skaða. Þar fyrir utan fylgir því nær óbærileg vanlíðan að verða fyrir ásökun um svo alvar- legan glæp. Ofan á það bættist svo mjög einhliða fjölmiðlafár. Að síðustu vil ég ítreka að nauðg- un er í mínum huga alvarlegur glæpur. Það er einnig alvarlegt mál að kæra fólk fyrir slíkan glæp að ósekju og ég á engan annan kost en að bera hönd fyrir höfuð mér. Ég vona innilega að þetta mál verði ekki til þess að draga úr trúverðug- leika raunverulegra fórnarlamba kynferðisofbeldis, eða möguleik- um þeirra að ná fram rétti sínum – en sú hætta er fyrir hendi þegar rangar sakir eru bornar á fólk. Ef svo reynist liggur ábyrgðin ekki hjá mér heldur öðrum þeim sem hafa viljað gera sér mat úr þessu máli. Virðingarfyllst, Egill Einarsson  Yfirlýsing egill einarsson um ákVörðun ríkissaksóknara Óskar skýringa á með- ferð nauðgunarkæru Ríkissaksóknari hefur fellt niður nauðgunarkæru á Egil Einarsson og unnustu hans. Egill hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem fer hér á eftir. Ólafur Ragnar með átta pró- sentustiga forskot á Þóru Ólafur Ragnar Grímsson hefur átta prósentustiga forskot á Þóru Arnórsdóttur samkvæmt nýrri könnun Gallup á fylgi við forseta- frambjóðendur, sem Ríkisútvarpið birti í gær. Ari Trausti Guð- mundsson og Herdís Þorgeirsdóttir bæta við sig fylgi frá síðustu könnun. Ólafur Ragnar Grímsson er, samkvæmt könnuninni, með mest fylgi frambjóðendanna eða 44,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Það er um einu prósentustigi minna fylgi en í síðustu könnun. Þóra Arnórsdóttir mælist með 37 prósenta fylgi, um tveimur prósentustigum minna en síðast. Bilið milli þeirra hefur því aukist um eitt prósentustig á tveimur vikum. Þá var munur- inn sjö prósentustig en er nú átta. Ari Trausti Guðmundsson er með 10,5 prósenta fylgi og Herdís Þorgeirsdóttir með stuðning 5,3 prósenta kjósenda. Bæði Ari Trausti og Herdís bæta lítillega við sig fylgi frá síðustu Gallupkönnun en aðrir frambjóðendur missa fylgi. Andrea J. Ólafsdóttir er með 1,6 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með 0,8 prósent. - jh 8% MunuR Milli TVEGGJA EFSTu 21. júní 2012 Gallup Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 22.-24. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.