Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 38
6 garðar Helgin 22.-24. júní 2012
InniGarðar ehf. Hraunbæ 117 Sími: 534 9585
Ræktaðu allt árið!
Autopot
Easy2grow kerfi
Sjálfvirk vökvun
Einfalt í uppsetningu
Ekkert rafmagn
Endalausir stækkunarmöguleikar
Flora serían
Root!T
Öflugur alhliða áburður
Hentar jafnt fyrir vatnsrækt og mold
Byggir upp og eykur
rótarvöxt.
Notað til forræktunar
fyrir allar plöntur.
www.innigardar.is
sími: 8984332 email: bohicstan@gmail.com
Stanislas Bohic – Garðhönnun
Skipula
g fyrir n
ýja garð
a – End
urgerð
á gömlu
m görðu
m
Staður til að hvílast
Staður til að njóta!
V erkefnið Yndisgróður er rekið á vegum Landbúnað-arháskóla Íslands og hefur
frá 2008 gengið út á að rannsaka
garð- og landslagsplöntur sem
reynst hafa best í ræktun hér á
landi og henta til notkunar í þétt-
býli og dreifbýli, við sjávarsíðuna
og inn til landsins.
Framboð á ýmiskonar tegundum
og yrkjum garðplantna sem lands-
menn eiga kost á að kaupa og
rækta í görðum sínum, hefur auk-
ist stöðugt undanfarin ár. Mikið
af því sem í boði er eru innfluttar
plöntur, sem sumar hverjar eiga
litla framtíð fyrir sér því þær eru
ekki nógu harðgerar og skortir að-
lögunarhæfni sem þarf til að vaxa
og dafna í okkar rysjótta veðurfari.
Til að komast að því hvaða yrki
eru vænlegust til ræktunnar með
tilliti til harðgeris, fegurðar og nyt-
semda hefur Yndisgróður byggt
upp plöntusöfn (Yndisgarða) á sex
stöðum um landið; á Blönduósi,
Sandgerði, Fossvogi í Kópavogi,
Laugardal í Reykjavík, Hvann-
eyri í Borgarfirði og Reykjum í
Ölfusi. Veðurskilyrði eru mis-
jöfn á þessum stöðum og gefur
veitir það mikilvægar upplýsingar
– reynslu. Á Reykjum er stærsta
safn Yndisgróðurs, þar er allar
þær plöntur að finna sem verk-
efnið vinnur með. Þar er meðal
annars safn af kvistum, íslenskum
eini, sýrenum og hegg. Þar eru, á
vegum verkefnisins, gerðar ýmsar
samanburðarrannsóknir á yrkjum
innan sömu tegundar. Sem dæmi
má nefna samanburð á blómgun
yrkja, vexti, útliti og harðgeri. Hret
eins og komið hafa síðustu tvö vor
eru mikilvæg fyrir verkefni eins
og Yndisgróður þar sem virkilega
reynir á plönturnar og sterkari
yrkin standa hraust upp úr en
önnur kala og skemmast. Hretið
nú í vor gaf mikilvægar upplýsing-
ar um skemmdir, þar sem mikill
munur var til dæmis á yrkjum á
hegg, frá því að vera mjög miklar
þar sem bæði blöð og blómklasar
voru nær alveg visnuð, til þess að
lítil merki um kal sáust á plöntum.
Yndisgörðum er ætlað að varð-
veita úrval íslenskra garð- og
landslagsplantna, vera vettvangur
rannsókna á harðgeri og gæði
plantna og að vera sýningareitir
fyrir fagfólk og almenning. Garð-
arnir hafa verið unnir í góðri sam-
vinnu við viðkomandi sveitarfélög,
sem leggja til land, vinnu við gerð
garðanna og umhirðu þeirra. Jafn-
framt hafa garðplöntustöðvar í
Félagi Garðplöntuframleiðenda
og Reykjavíkurborg lagt til allar
plöntur sem gróðursettar hafa
verið.
Yndisgarðar eru öllum opnir til
fróðleiks og yndisauka. Á heima-
síðu Yndisgróðurs http://yndis-
grodur.lbhi.is má nálgast plöntu-
lista og uppdrætti af söfnunum,
auk þess eru plönturnar merktar í
görðunum.
landbúnaðarháskólinn hVað hentar best í ræktun
Yndisgróður
Á Reykjum er stærsta safn Yndisgróðurs, myndin sýnir safn af japanskvisti og er
fremst íslenska yrkið „Eiríkur rauði“. Á heimasíðu verkefnisins má finna samantekt
um japanskvisti í safninu.
Garðagöngur fyrir félaga í Garð-
yrkjufélaginu hafa verið sívin-
sælar til margra ára. Yfirleitt eru
um fimm göngur að ræða á hverju
sumri. Ýmist er gengið á milli
einkagarða félagsmanna eða opin-
berir garðar skoðaðir undir leið-
sögn, en einnig er gengið í hverfi
og um áhugaverðar götur. Ekki
miðast göngurnar eingöngu við
gróður heldur einnig byggingar
og umhverfi.
Fyrsta ganga sumarsins var í
Kálfamóa, þar sem skoðuð var 65
ára gömul ræktunarsaga í sum-
arbústaðalandi á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta var afskaplega
fróðleg og skemmtileg ganga,
enda leiðsögumaðurinn enginn
annar en Jóhann Pálsson grasa-
fræðingur sem fræddi félaga um
tré, runna og skógarbotnsplöntu-
rnar á sinn einstaka hátt. Þó að
sumarbústaða- og landeigendur
græði ef til vill mest á slíkum
göngum, þá er alltaf óviðjafnanleg
upplifun að koma í íslenskan skóg,
sérstaklega þegar plöntuúrvalið
er mikið, því þá má alltaf fá hug-
myndir um plöntuúrval í einka-
garðinn.
Önnur garðaganga sumarsins
á vegum félagsins verður í byrj-
un júlí, en þá ganga félagar um
Rósagarðinn í Höfðaskógi, sem
er samstarfsverkefni Rósaklúbbs
Garðyrkjufélags Íslands og Skóg-
ræktarfélags Hafnarfjarðar. Í
Rósagarðinum í Höfðaskógi eru
fyrst og fremst ræktaðrar harð-
gerðar runnarósir svo sem þyrni-,
ígul-, fjalla- og meyjarósir, alls um
130 yrki rósa, sem félagar Rósa-
klúbbsins hafa gróðursett síðan
árið 2005. Þetta er kjörið tækifæri
til að sjá árangurinn af því hvaða
rósir þrífast við erfið skilyrði á Ís-
landi.
Í lok júlí fá félagar tækifæri til
að líta í einkagarða félagsmanna á
Álftanesi og sjá hvað leynist á bak
við limgerði og girðingar. Fátt er
skemmtilegra en að fá að kíkja inn
í einkagarða annarra félaga, skoða
gróðurvalið, sjá hvað dafnar vel og
yfirleitt er hægt að fá nýjar hug-
myndir um betri ræktun.
Í byrjun ágúst verður nýi Rósa-
garðurinn í Laugardal skoðaður,
garðurinn er samvinnuverkefni
Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Ís-
lands, Yndisgróðurs og Reykja-
víkurborgar og er tileinkaður Jó-
hanni Pálssyni, grasafræðing. Þar
er að finna yfir 140 yrki af rósum,
bjarma rósir (Rosa x alba), Gallarós-
ir (Rosa gallica), meyjarósir (Rosa
moyesii), hjónarósir (Rosa sweg-
inzowii), fjallarósir (Rosa pendul-
ina), ígulrósir (Rosa rugosa), þyrni-
rósir (Rosa spinosissima – syn.
R. pimpinellifolia), Austin rósir,
finnskar rósir og ýmsar fleiri teg-
undir og yrki. Auk þess er þar að
finna sérstakt safn rósa sem Jóhann
Pálsson hefur kynbætt.
Nánari upplýsingar um garða-
göngurnar er að finna á heima-
síðu Garðyrkjufélags Íslands,
gardurinn.is. Vel er við hæfi að
áhugasamir mæti í garðagöngur
og gerist nýir félagar um leið, en
göngurnar eru eingöngu ætlaðar
félögum Garðyrkjufélags Íslands
og fjölskyldum þeirra.
Valborg Einarsdóttir
Garðagöngur sívinsælar
garðyrkjufélagið garðar skoðaðir