Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 38
6 garðar Helgin 22.-24. júní 2012 InniGarðar ehf. Hraunbæ 117 Sími: 534 9585 Ræktaðu allt árið! Autopot Easy2grow kerfi Sjálfvirk vökvun Einfalt í uppsetningu Ekkert rafmagn Endalausir stækkunarmöguleikar Flora serían Root!T Öflugur alhliða áburður Hentar jafnt fyrir vatnsrækt og mold Byggir upp og eykur rótarvöxt. Notað til forræktunar fyrir allar plöntur. www.innigardar.is sími: 8984332 email: bohicstan@gmail.com Stanislas Bohic – Garðhönnun Skipula g fyrir n ýja garð a – End urgerð á gömlu m görðu m Staður til að hvílast Staður til að njóta! V erkefnið Yndisgróður er rekið á vegum Landbúnað-arháskóla Íslands og hefur frá 2008 gengið út á að rannsaka garð- og landslagsplöntur sem reynst hafa best í ræktun hér á landi og henta til notkunar í þétt- býli og dreifbýli, við sjávarsíðuna og inn til landsins. Framboð á ýmiskonar tegundum og yrkjum garðplantna sem lands- menn eiga kost á að kaupa og rækta í görðum sínum, hefur auk- ist stöðugt undanfarin ár. Mikið af því sem í boði er eru innfluttar plöntur, sem sumar hverjar eiga litla framtíð fyrir sér því þær eru ekki nógu harðgerar og skortir að- lögunarhæfni sem þarf til að vaxa og dafna í okkar rysjótta veðurfari. Til að komast að því hvaða yrki eru vænlegust til ræktunnar með tilliti til harðgeris, fegurðar og nyt- semda hefur Yndisgróður byggt upp plöntusöfn (Yndisgarða) á sex stöðum um landið; á Blönduósi, Sandgerði, Fossvogi í Kópavogi, Laugardal í Reykjavík, Hvann- eyri í Borgarfirði og Reykjum í Ölfusi. Veðurskilyrði eru mis- jöfn á þessum stöðum og gefur veitir það mikilvægar upplýsingar – reynslu. Á Reykjum er stærsta safn Yndisgróðurs, þar er allar þær plöntur að finna sem verk- efnið vinnur með. Þar er meðal annars safn af kvistum, íslenskum eini, sýrenum og hegg. Þar eru, á vegum verkefnisins, gerðar ýmsar samanburðarrannsóknir á yrkjum innan sömu tegundar. Sem dæmi má nefna samanburð á blómgun yrkja, vexti, útliti og harðgeri. Hret eins og komið hafa síðustu tvö vor eru mikilvæg fyrir verkefni eins og Yndisgróður þar sem virkilega reynir á plönturnar og sterkari yrkin standa hraust upp úr en önnur kala og skemmast. Hretið nú í vor gaf mikilvægar upplýsing- ar um skemmdir, þar sem mikill munur var til dæmis á yrkjum á hegg, frá því að vera mjög miklar þar sem bæði blöð og blómklasar voru nær alveg visnuð, til þess að lítil merki um kal sáust á plöntum. Yndisgörðum er ætlað að varð- veita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna, vera vettvangur rannsókna á harðgeri og gæði plantna og að vera sýningareitir fyrir fagfólk og almenning. Garð- arnir hafa verið unnir í góðri sam- vinnu við viðkomandi sveitarfélög, sem leggja til land, vinnu við gerð garðanna og umhirðu þeirra. Jafn- framt hafa garðplöntustöðvar í Félagi Garðplöntuframleiðenda og Reykjavíkurborg lagt til allar plöntur sem gróðursettar hafa verið. Yndisgarðar eru öllum opnir til fróðleiks og yndisauka. Á heima- síðu Yndisgróðurs http://yndis- grodur.lbhi.is má nálgast plöntu- lista og uppdrætti af söfnunum, auk þess eru plönturnar merktar í görðunum.  landbúnaðarháskólinn hVað hentar best í ræktun Yndisgróður Á Reykjum er stærsta safn Yndisgróðurs, myndin sýnir safn af japanskvisti og er fremst íslenska yrkið „Eiríkur rauði“. Á heimasíðu verkefnisins má finna samantekt um japanskvisti í safninu. Garðagöngur fyrir félaga í Garð- yrkjufélaginu hafa verið sívin- sælar til margra ára. Yfirleitt eru um fimm göngur að ræða á hverju sumri. Ýmist er gengið á milli einkagarða félagsmanna eða opin- berir garðar skoðaðir undir leið- sögn, en einnig er gengið í hverfi og um áhugaverðar götur. Ekki miðast göngurnar eingöngu við gróður heldur einnig byggingar og umhverfi. Fyrsta ganga sumarsins var í Kálfamóa, þar sem skoðuð var 65 ára gömul ræktunarsaga í sum- arbústaðalandi á höfuðborgar- svæðinu. Þetta var afskaplega fróðleg og skemmtileg ganga, enda leiðsögumaðurinn enginn annar en Jóhann Pálsson grasa- fræðingur sem fræddi félaga um tré, runna og skógarbotnsplöntu- rnar á sinn einstaka hátt. Þó að sumarbústaða- og landeigendur græði ef til vill mest á slíkum göngum, þá er alltaf óviðjafnanleg upplifun að koma í íslenskan skóg, sérstaklega þegar plöntuúrvalið er mikið, því þá má alltaf fá hug- myndir um plöntuúrval í einka- garðinn. Önnur garðaganga sumarsins á vegum félagsins verður í byrj- un júlí, en þá ganga félagar um Rósagarðinn í Höfðaskógi, sem er samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar. Í Rósagarðinum í Höfðaskógi eru fyrst og fremst ræktaðrar harð- gerðar runnarósir svo sem þyrni-, ígul-, fjalla- og meyjarósir, alls um 130 yrki rósa, sem félagar Rósa- klúbbsins hafa gróðursett síðan árið 2005. Þetta er kjörið tækifæri til að sjá árangurinn af því hvaða rósir þrífast við erfið skilyrði á Ís- landi. Í lok júlí fá félagar tækifæri til að líta í einkagarða félagsmanna á Álftanesi og sjá hvað leynist á bak við limgerði og girðingar. Fátt er skemmtilegra en að fá að kíkja inn í einkagarða annarra félaga, skoða gróðurvalið, sjá hvað dafnar vel og yfirleitt er hægt að fá nýjar hug- myndir um betri ræktun. Í byrjun ágúst verður nýi Rósa- garðurinn í Laugardal skoðaður, garðurinn er samvinnuverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Ís- lands, Yndisgróðurs og Reykja- víkurborgar og er tileinkaður Jó- hanni Pálssyni, grasafræðing. Þar er að finna yfir 140 yrki af rósum, bjarma rósir (Rosa x alba), Gallarós- ir (Rosa gallica), meyjarósir (Rosa moyesii), hjónarósir (Rosa sweg- inzowii), fjallarósir (Rosa pendul- ina), ígulrósir (Rosa rugosa), þyrni- rósir (Rosa spinosissima – syn. R. pimpinellifolia), Austin rósir, finnskar rósir og ýmsar fleiri teg- undir og yrki. Auk þess er þar að finna sérstakt safn rósa sem Jóhann Pálsson hefur kynbætt. Nánari upplýsingar um garða- göngurnar er að finna á heima- síðu Garðyrkjufélags Íslands, gardurinn.is. Vel er við hæfi að áhugasamir mæti í garðagöngur og gerist nýir félagar um leið, en göngurnar eru eingöngu ætlaðar félögum Garðyrkjufélags Íslands og fjölskyldum þeirra. Valborg Einarsdóttir Garðagöngur sívinsælar  garðyrkjufélagið garðar skoðaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.