Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 42
34 bílar Helgin 22.-24. júní 2012 Ö nnur kynslóð Kia cee‘d er komin til landsins en hún var frumsýnd á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum. Kia cee‘d er mest seldi bíll Kia Motors frá upphafi, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins. „Þegar Kia cee’d kom fyrst á markað fyrir sex árum gerði hann harða atlögu að rót- grónum evrópskum bílgerðum og fékk mjög góða dóma fyrir gæði, lága bil- anatíðni og góða endingu,“ segir enn fremur. Nýr Kia cee‘d kemur í tveimur útfærslum, annars vegar sem fimm dyra hlaðbakur og hins vegar sem langbakur. Báðar gerðirnar búa yfir kraftalegum línum og fáguðum formum. Nýju Kia cee‘d bílarnir hafa breyst mikið í útliti og aksturseigin- leikum, auk þess sem þeir er búnir nýjum aflmiklum en um leið eyðslugrönnum og umhverfismildum vélum. Díóðuljós einkenna cee‘d að framan auk þess sem báðar gerðirnar eru lengri og breiðari en forverarnir en verða 1 sentimetra lægri. Innanrýmið þykir mjög fallegt og sport- legt, þar sem efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur. Hlaðbaksútgáfa bílsins verður kynnt hér á landi á næstunni. Þrjár útfærslur verða í boði og allar með dísilvélum. Hér er um að ræða 1,4 lítra LX, beinskiptur, 6 gíra, sem skilar 90 hestöflum. Þá er í boði 1,6 lítra EX beinskiptur, 6 gíra, sem skilar 128 hestöflum og loks 1,6 lítra EX með 6 þrepa sjálfskiptingu sem skilar 128 hestöflum. Allar vélarnar eru talsvert sparneytnari og umhverfismildari en í fyrri gerð. Langbaksútgáfan fer í fram- leiðslu í ágúst og er væntanleg til lands- ins undir lok ársins. Áætlað verð á nýjum Kia cee‘d er frá 3.400.000 krónum. „Kia cee’d á stóran þátt í velgengni okkar,“ segir Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia, sem hannað hefur margar endur- bættar útgáfur af Kia bíl- unum á undanförnum tveimur árum. Schreyer er mjög virtur í bílageiranum en hann var áður aðalhönnuður hjá VW og Audi og hannaði meðal annars nýju Bjöll- una, Audi TT og Audi A4. „Það var veruleg áskorun og mikil ábyrgð fólgin í því að betrumbæta bílinn. Hlaðbakurinn er fimm dyra fjölskyldubíll og þarf að hafa hlutlaust útlit sem hentar öllum. Langbakurinn þarf sömuleiðis að uppfylla sértækar þarfir fyrir flutninga og skila eigendum sínum um leið góðri til- finningu með stílhreinum og sérstökum formlínum,“ segir Schreyer ennfremur.  Ný kyNslóð af Kia cee‘d Nýr Kia cee‘d. Bíllinn býðst annars vegar sem fimm dyra langbakur og hins vegar sem langbakur.  skoda Rapid Væntanlegur sem árgerð 2013 Nýr bíll en gamalgróið nafn Bíll með þessu nafni var sportútgáfa Skoda 130 á árunum 1984 til 1990. s koda Rapid er ný gerð bifreiðar tékk-neska bílaframleiðandans sem er væntanleg í haust, þegar árgerðir 2013 taka að renna af færiböndunum, að því er fram kemur á síðu Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Þar segir að margir muni það nafn, sem var á sportútgáfu Skoda 130 á árunum 1984 til 1990. „Gamli Rapid var með vélinni aftur í skotti og var mjög laglegur og renni- legur bíll og þótti ágætis akstursbíll. Sumir vestrænir bílablaðamenn líktu aksturseigin- leikum hans meira að segja við Porsche og það var ekki í háði gert,“ segir á síðu FÍB. Hinn nýi Skoda Rapid er að stærð á milli hinnar nýju gerðar Skoda Octavia og Skoda Fabia. Hann er byggður á stækkaðri grunn- plötu VW Polo og er blendingur stallbaks og hlaðbaks. Vélagerðirnar eru fimm bensínvélar og tvær dísilvélar. Sú sparneytnasta nefnist GreenLine og með henni verður CO2 útblást- urinn undir 90 grömmum á kílómetra. Fimm gíra handskiptingar verða staðalbúnaður en sjö gíra DSG-gírkassar valbúnaður. Bíllinn verður kynntur nánar á bílasýningunni í París í september.  ChevRolet goðsÖgnin lifir B andaríkjamenn hafa haft Chevrolet Malibu í há-vegum í meira en fjóra áratugi og þeir eru vafalaust margir á Íslandi sem eiga ljúfar minningar tengdar þeim bíl. En goðsögnin lifir, því nú er hann kominn aftur á Evrópumarkað í glænýrri útgáfu og öllu tjaldað til,“ segir á heimasíðu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet. Umboðið kynnti hinn nýja Mal- ibu síðastliðinn laugardag. „Með nýjum Malibu höfum við hannað farartæki sem stendur fyrir kjarnanum í bandarískri akstursupplifun: Rúmgóðan bíl, sem einkennist af kraftalegum línum og skartar lúxusinnrétt- ingu í hæsta gæðaflokki,“ segir Ed Welburn, aðstoðarforstjóri al- þjóðlegrar hönnunar hjá Chevr- olet. Bílagagnrýnendur hafa tekið Malibu fagnandi, enda um að ræða lúxusbíl sem er ríkulega hlaðinn staðalbúnaði og skartar hæstu einkunn í evrópskum ör- yggisprófunum,“ segir enn frem- ur á síðu Bílabúðar Benna. Malibu býðst með fjögurra strokka vél, 2,4 lítra, 182 hestöfl með sex stiga sjálfskiptingu. Malibu mættur aftur Farartæki sem stendur fyrir kjarna bandarískrar akstursupplifunar. Mest seldi bíll Kia frá upphafi Nýr Kia cee‘d kemur annars vegar sem fimm dyra hlaðbakur og hins vegar sem langbakur. Bíllinn verður í boði með 1,4 lítra og 1,6 lítra dísilvélum. Hlaðbaks- útgáfa bíls- ins verður kynnt hér á landi á næstunni.  ÖRyggi athugasemd umferðarstofu Öryggisbúnaður í bílum fyrir börn sem eru lægri 150 sentimetrar Í niðurlagi greinar í Fréttatímanum síðast- liðinn föstudag um að færri börn slasist nú en áður í bílum vegna aukinnar notkunar barnaöryggisbúnaðar sagði að börn sem eru minni en 135 sentimetrar að hæð eigi að vera í barnabílstól. Í athugasemd Einars Magnúsar Magnússonar, upplýsinga- fulltrúa Umferðarstofu, kemur fram að þetta sé ekki rétt. Hæðin er miðuð við 150 sentimetra. Upplýsingar sem Fréttatíminn studdist við voru fengnar af vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í 71. grein umferðarlaga segir meðal annars. „Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð.“ Auk þessa, segir upplýsingafulltrúinn, má geta þess að fram kemur einnig í 71. gr umferðarlaga að ... „Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.“ Í athugasemd Einars Magnúsar kemur fram að skýringin á þessari villu kunni að vera sú að fram til ársins 2004 gilti ákvæði um 135 sentimetra en því var síðan breytt það ár í 150 sentimetra. Ný útgáfa Chevrolet Malibu er komin á markaðinn. Skoda mun kynna í haust nýjan bíl, Rapid. Nafnið var á sportútgáfu Skoda 130 á níunda áratug liðinnar aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.