Prentneminn - 01.01.1970, Page 3

Prentneminn - 01.01.1970, Page 3
PRENTN EMINN 13. árg. 2. tbl. janúar 1970 RítStjÓrarabb Ritnefnd: EINAR FRIÐGEIRSSON, SVEINBJÖRN STEFÁNSSON og ÞORSTEINN VETURLIÐASON. Ritstjóri: ÞORSTEINN VETURLIÐASON. Ábyrgðarmaður: MAGNÚS EINAR SIGURÐSSON. Myndamót: ÞJÓÐVILJINN Setning: HÓLAR. Prentun: GUÐMUNDUR HELGASON ODDI. Umbrot og útlit: ÁRNI SÖRENSEN. Forsíða: Es. Atburðarásin á öld atómanna er býsna hröðl Gerbyltingar á ýmsum menningarsviðum skella hart á einstaklingnum líkt og aldan hjal- ar við klettinn. Með tímanum myndast upp- lausn í bergið og undirstaðan molnar. Að endingu hrynur kletturinn. Hafi hann verið stakur úti á reginhafi gjálpar aldan leikandi létt yfir fallinn svörð. Hafi hann verið land- fastur er möguleiki að annar klettur hafi verið á bak við hann. Þá byrjar hans barátta og öldunnar margnefndu um undirstöðuna. Hvor hefur betur leiðir tíminn í ljós. Líkt er á komið með oss mönnunum og bar- áttu náttúruaflanna innbyrðis. Hvergi er samhugur svo ríkur með neinum tveim einstaklingum að ekki beri á milli ein- hvers staðar. Líf mannsins byggist um aldur og ævi upp á gamla góða máltækinu: „Eins dauði er annars brauð". I því þjóðfélagi sem við gerst þekkjum, lif- um við hvert á öðru. Maðurinn nær aldrei að yfirstíga hópsálarklíkuna enda hugsar cm efa margur sem svo að ekki só vert að vera neinn „Palli einn í heiminum". Ef til upplausnar keipur á einum stað, þarf ekki að verða heimsendir. í félagsstarfsemi má ekki byggja á staka klettinum og heldur ekki alla bygginguna á þeim landshluta. Byggingin verður að ná inn á landið. Helmingur á klettinum og helmingur á sandinum. — Agætu félagarl Við sem látum nú af rit- stjórn þessa blaðs væntum þess að eftirmönn- um okkar beri sú gæfa til að fá greinar frá sem flestum ykkar um ýmis ykkar málefni. F. h. ritnefndar Þorsteinn Veturliðason. PRENTNEMINN 3

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.