Prentneminn - 01.01.1970, Page 6

Prentneminn - 01.01.1970, Page 6
virtist hafa neikvæð áhrif eða svo virtist, þegar gauraganginum lauk loksins eftir ofsafjör og slagsmál. Annað hvort eru prentnemar náttúru- lausir þegar út úr bænum er komið eða þá að viðkoma fíngerðra lieimasætna í sveitum nær ekki til sh'kra heimsborgara sem við erum. Um morguninn voru allir heldur bet- ur hressir og kátir. Bílstjórinn var líka kominn til þess að sækja okkur, og var nú komin grenjandi rigning, og um að gera að fella tjöld í skyndi ,gekk jrað heldur brösótt, en tókst þó að lokum. Var svo eftir dálítinn tíma lialdið af stað. Keyrt var nú í einni lotu að Botnsdals- skála og þar fenginn snarl. Var því næst, þegar menn voru orðnir mettir, lialdið heim á leið. Stemmning var mikil í bílnum, menn sungu eins hátt og þeir frekast máttu, létu þá beztu flakka og eins og sjá má voru menn í bezta skapi, sumir hverjir meira að segja játuðu „Stínu" ást sína. Farið var um Kjósina, en eins og flestir vita er þar hið fegursta landslag, og dáðust rnenn óspart að. Undir lokin var farið í fótbolta á undirlendi Esjuhlíða, sem líktist liinum fyrri í alla staði. Til Reykjavíkur komum við um kl. 18,30. Var ákveðið að hittast í Glaumbæ um kvöldið ,en mættum aðeins 4, á staðinn. Hinir hafa líklega verið andlega og lík- amlega illa á sig komnir. En eitt er víst, að ferðalag þetta heppn- aðist í alla staði vel, og svo var að heyra á mönnum eftir á, að Jreir hefðu aldrei skemmt sér eins vel. Megi |3eir minnast þessarar ferðar um ókominn tíma. Þórleifur Friðriksson. flkranesreisa Skömm og svívirða! Hér á eftir átti að fylgja lieil ritgerð um þessa ævintýralegu för, en æsingur minn er Jsað mikill enn Jná, að ég ætla aðeins að benda á nokkur meginatriði til að fyrra forsjármenn Jjessa handbolta- móts meiri hneysu en komið er. Úr mátti bæta: 1. Enginn afsláttur fyrir hópferð sem slíka með Akraborginni. 2. Engin hátíðamóttaka á hafnarbakka og því síður leiðsögumaður viðlátinn að vísa á íveruhúsnæði. 3. Hvergi möguleiki á að seðja matar- Jjörf okkar, nema á hóteli staðarins og allir vita hvað það kostaði. 4. Ekkert skipulag á tilnefningu dóm- ara, markaskráningarmanna eða tíma- varða báða dagana. 5. Athugunarleysi að leigja ekki á- ætlunarbifreið undir mannskapinn á ballið á Hlöðum, úr Jdví að ekki þótti tækt að nýta danshúsin á Akranesi, t. d. Rein. 6. Foxdýrt inn á ballið, sem iðnnem- arnir þarna upp frá stóðu J>ó fyrir. 7. Mótinu var aldrei slitið, svo sem viðeigandi hefði verið. 8. Engin sjóveikispilla nægilega sterk á heimleiðinni. 9. Við töpuðum alltof oft þó við vær- um alltaf að skora. 10. Frh. í næsta blaði, ef tækt þykir. ILLUR 6 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.