Prentneminn - 01.01.1970, Side 9

Prentneminn - 01.01.1970, Side 9
svo að mönnum yxi ökki kjarkur varð- andi ferðalög upp í púltið, sumir urðu meira að segja svo áhugasamir að álieyr- endum fór að leiðast, en allt var þetta til góðs, jafnvel fyrir félagið. Efnt var til kvöldvaka og voru þær við sitthvað kenndar, til að mynda ,,1 og átta“ og „Jóðlíf“. Allar urðu þessar kvöldvökur mönnum til mikillar ánægju og yndisauka, nema hvað sumir á útleið, runnu á rassinn. Lengi verður í hávegum höfð prúðmennska og yfirnáttúrulega hrifnæmur söngur manna á fyrrnefndum kvöldvökum. íþróttamenn félagsins, allir sérlega í- þróttamannslega vaxnir, stóðu sig af- spymuvel, unnu meðal annars bikar einn mikinn af silfri gjörðan, til eignar, í fót- boltakeppninni á landsmóti iðnnema. í mörgum fleiri keppnum tóku þeir þátt í og báru þeir ávallt af bæði utan vallar sem innan, fyrir sérstaka prúðmennsku, siðsemi og hógværð í hvívetna. Um mitt sumar brugðu nokkrir „gal- vaskir“ prentnemar sér svo í ferðalag. Farið var um uppsveitir Borganfjarðar og var allsstaðar tekið á móti okkur með pomp og pragt þar sem við lögðumst svo lágt að á. Næturgisting átti sér stað í Hvalfirði í skjóli við félagsheimili nokk- uð, allir vorum við til hvílu gengnir um átta-tleytið, en ekki höfðum við lengi sof- ið er við vöknuðum við söng mikinn. Höfðu heimamenn slegið upp balli miklu í tilefni af komu okkar, gengum við því til veizlu og neyttum lengi nætur, framhald á síðu 112. Ekki gieymdum við því að við nem- um prent og þess vegna eru komin út tvö tölublöð af málgagni okkar, Prentnem- inn, en hann er nú senn á þrotum. Eíkki skulum við gleyma að minnast lítililega á málfundinn eina. Tekin voru fyrir tvö málefni og voru sérfræðingar fengnir til framsögu, en síðan áttu sér stað almennar umræður og fyrirspurnir og sáust þar þess merki að djúphyggnir menn áttust við. Það er engan veginn satt að allt sem ég hef sagt sé eintóm lielber lýgi, sumt af því er meira að segja staðreynd — ég meina „í Guðs friði“. Mes PRENTNEMINN 9

x

Prentneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.