Prentneminn - 01.01.1970, Síða 15
27. þing
Iðnnemasambands íslands
Þann 24. október s.l. kom saman í
Domus Medica glæsilegur hópur ungra
manna. Þetta voru iðnnemar, sem hin
ýmsu iðnnemafélög höfðu kosið til að
sitja þing Iðnnemasambands íslands, sem
haldið var dagana 24.-26. október s.l.
Milli 50—60 fulltrúar sátu þingið að
þessu sinni, en telja má að þing þessi séu
mikilvcegur þáttur í starfsemi Sambands-
ins, því á þeim er mörkuð sú aðalstefna
sem I.N.S.Í. starfar eftir.
Þingsetning var auglýst 'ki. 2 e. h., en
eðlilega hófst hún ekki fyrr en um 3-
leytið, er formaður I.N.S.Í., Sigurður
Magnússon, sté í púltið og sagði nokkur
falleg orð. 2. dagskrárliður átti að vera
ávörp til þingsins, en það virtist sem
menn væru ekki málhressir, því enginn
tók til máls undir þeim lið.
Skýrsla formanns var því tekin fyrir
sem 2. liður, hældi hann stjórn Sam-
bandsins mikið og lastaði lítillega, eins
og vera ber. 3. liður var afgreiðsla kjör-
bréfa, en þeim mönnum, sem um það
sáu, fórst sú afgreiðsla einkar illa úr
hendi. 4 .liður: kjörnir starfsmenn. 5.
liður: kjörnar nefndir. 6. liður var einna
skástur þennan daginn, en hann var:
þingfundi frestað. — Er þingforseti hafði
frestað fundi, tók Sigurður Magnússon
til við að hvetja menn til að mæta í 25
ára afmælishóf I.N.S.Í. er haldið var að
Hótel Loftleiðum þá um kvöldið.
Afmælishófinu man ég ekki nægilega
vel eftir til þess að geta skýrt vel frá því,
er þar gerðist, en að því er ég hef frétt,
má ráða að það hafi tekizt í alla staði
mjög vel. Þar voru meðal annars mættir
nokkrir fyrrverandi formenn Sambands-
ins, þeir drápu víst á ýmis skemmtileg og
fróðleg atriði, sem öllum var vel tekið,
svona til að sýna lit.
Er líða tók á kvöldið fóru menn að
tínast fram í hina frábæru danssali Hó-
telsins og tóku þar til við sín aðaláhuga-
mál.
Það mættu allir hressir og kátir til
nefndarstarfa kl. 9 á laugardagsmorgun.
Ýmsir höfðu einhverra orsaka vegna far-
ið í heimsókn til Bakkusar á föstudags-
kvöldið og einstaka menn voru það bí-
ræfnir að vera í þeirri heimsókn alla
þingdagana. Ekki skal ég 'lasta þá, því
maður veit sosum að alltaf freistar Bakk-
us.
Þingfundur var settur kl. 2 á laugar-
daginn í Domus Medica. Fyrsta mál á
dagskrá var skýrsla ritara, romsaði hann
henni upp úr sér, en tók síðan til við að
liæla sambandsstjórnarmeðlimum fyrir
frábærar mætingar, að því er honum
fannst. Næst kom skýrsla gjaldkera og
tókst honum furðanlega að fela öll óþarfa
útgjöld bak við önnur meiriháttar.
Litlar sem engar umræður urðu um
þessar tvær skýrslur, frekar en skýrslu
formanns, daginn áður. 3. liður var fyrri
umræða um lagabreytingar. Komið var
fram með nokkrar mikilvægar breytinga-
tillögur á lögum og fundarsköpum I.N.-
S.í. Nökkrar umræður urðu um breyt-
ingatillögurnar, en menn hugleiddu þær
PRENTNEMINN
15