Prentneminn - 01.01.1970, Page 22

Prentneminn - 01.01.1970, Page 22
Um íþróttalífifi í félaginu íþróttaáhugi innan Prentnemafélags- ins hefur verið góður það sem af er starfs- árinu. Knattspyrna hefur verið aðal- íþróttagreinin, og hafði félagið í því sam- bandi afnot af Ármannsvelli við Sigtún í sumar. Marga æfingaleiki höfum við fengið. Má þar nefna: P.F.R. — Félagsprentsmiðjan .... 4:8 Oddi - P.F.R..................... 1:2 P.F.R. - Slippfélagið .......... 4:3 P.F.R. - ísafold ............... 2:3 Einnig skoruðu Loftleiðir á okkur, en mættu ekki til leiks þegar til átti að taka. Eðlilega sýna tölurnar lítið um gang hvers leiks fyrir sig, og um tapleikina er það að segja, að við höfðum ekki í fullt lið gegn ísafold og er þar um að kenna gleymsku nökkurra beztu manna okkar, en í leiknum gegn Félagsprentsmiðjunni þekktum við varla liver annan sökum æf- ingaskorts. í vor mættu prentnemar á liandknattleiksmót I.N.S.Í. sem haldið var á Akranesi. Kostaði félagið að hluta fargjald keppenda. Lékn þeir fjóra leiki og er þar Skemmst frá að segja að við töpuðum þeim öllum með heiðri og sóma og svo ekki meir um það, en vísast til greinar um þá ferð á öðrum stað í blaðinu. Nú í vetur tókum við á leigu æfinga- liúsnæði undir stúku íþróttaleikvangsins í Laugardal og hyggjumst þar æfa og æfa og vinna næsta mót. Það er vel mögulegt ef vel verður mætt á æfingar. Hér í blaðinu er allnokkuð skýrt frá Landsmótinu að Félagslundi og er því ó- þarfi að rekja hér sögu atvikanna á þeirri liátíð. Þar unnum við knattspyrnukeppn- ina með yfirburðum og héldum heim með fagran bikar í viðurkenningarskini. Liðið, sem vann bikarinn var þannig skipað: Stefán Asgrímsson Guðleifur Magnússon 1‘órarinn Beck Sigurður Magnússon Jóhannes Harðarson Mattliías Gunnarsson (fyrirliði) Þórleifur Friðriksson Guðmundur Grétarsson Eyjólfur Alfreðsson Skúli Marteinsson Magnús Axelsson Magnús Sigurðsson í handknattleik lékum við í undanúr- slitum gegn liði rafvirkja og töpuðum Iionum (14:16) í tvísýnum en spennandi leik, og misstum þar með af þeim bikar. Ekki var um almenna þátttöku Prent- nema í frjálsum íþróttum að ræða, og látum við afrekaskrá þeirra liggja milli hluta. Á næstunni eru verkefni íþróttanefnd- ar að undirbúa þátttöku í innanhúsknatt- spyrnumóti í desember, skíðalandsmóti í febrúar, æfingaleiki í handknattleik öðru hverju fram til handknattleiksmóts í apríl og væntanlegs landsmóts í sumar. „Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segja prentsmiðjustjórarnir, en við prentnemamir getum horft bjart- sýnir fram á veginn. 22 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.