Bókbindarinn - 01.04.1973, Side 34

Bókbindarinn - 01.04.1973, Side 34
34 BOKBINDARINN haga þannig: Á 1. ári 1 dag fyrir hvern byrjaðan mánuð, eftir það 60 daga á hverjum 12 mánuð- um, eftir 5 ára starf í iðninni og sem félagi í BFÍ 120 daga á hverjum 12 mánuðum, og eftir 10 ára starf í iðninni og sem félagi í BFÍ 180 daga á hverjum 12 mánuðum. 4.2. Atvinnurekendur greiði 2% af launum starfsfólks í Sjúkra- og styrktarsjóð BFÍ. 4.3. Fæðingarstyrkur verði aukinn. 4.4. Tryggingarfjárhæð við dauða og örorku af völdum slysa breytist þannig að í stað kr. 500 þús. — við dauðaslys komi kr. 1500 þús., — og í stað kr. 750 þús. við varanlega 100% örorku komi kr. 2.000.000,00 — og tryggingarskil- málar verði endurskoðaðir. — Slysatryggingin skal ennfremur tryggja starfsmanni % vikulaun þau sem hann hafði þegar hann slasaðist í a. m. k. 44 vikur á ári. 5.1.1. í stað 12 ár komi 8 ár og við bætist: Þeir sem hafa unnið í 16 ár að iðninni fái 30 orlofs- daga og þeir sem hafa unnið 24 ár að iðninni fái 32 orlofsdaga. 5.1.2. Laugardagar sem falla inn í or- lof verði ekki reiknaðir sem or- lofsdagar. 5.1.3. Starfsmaður fái 6% af tekjum síðasta árs í orlofsuppbót þegar hann fer í orlof. 5.2. Atvinnurekendur greiði 1% af launum starfsfólks í Orlofs- heimilasjóð BFÍ. 5.3. Stofnaður verði Fræðslu- og menningarsjóður BFÍ og bók- bandsiðnrekendur greiði í hann 0.25% af launum starfsmanna sinna. 6.1. Gjaldið 6% sé af útborguðum launum starfsmanns án auka- vinnu, þó skal ef starfsmaður nær ekki fullri vinnuviku reikna aukavinnutíma til við- bótar, ef hún hefur verið unnin. Sama gildir um það ef starfs- maður hefur ekki náð fullum 52 tryggingarvikum. 7.1. í stað almennra víxilvaxta komi alm. dráttarvextir 114% á mán- uði. — Á eftir orðunum: „vinnu þar“ komi: á kostnað viðkom- andi bókbandsstofu o. s. frv. 7.2. Við sjáum okkur tilneydda að fá ákvæðum þessarar greinar breytt ef fyrirtæki sem þurfa á bókbindurum að halda fá ekki inngöngu í FÍP þegar þau fara fram á aðild. Fyrirtækið „Eckó“ verður að vera komið í FÍP þegar samningar verða undirrit- aðir, eða greinin að breytast. BFÍ og lífeyrissjóðirnir: Það er stefna BFÍ að verkalýðs- félögin fái full umráð yfir líf- eyrissj óðunum. NÝIR BÓKBINDARAR ll, Örlygur Sigurbjörnss. Sveinsbr. 24. júní 1966 Sveinabókbandið Haraldur Haraldsson Sveinsbr. 19. okt. 1971 Sveinabókbandið Jóhann V. Ólafsson Sveinsbr. í júlí 1972 Sveinabókbandið Þórarinn Loftsson Sveinsbr. Ak. 1972

x

Bókbindarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.