Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 12
J ónas Kristjánsson rit- stýrði DV á árunum 1981- 2001 og aftur 2005-2006, ásamt Mikael Torfasyni, en á þeim árum tók blaðið upp afdráttarlausa nafn- og mynd- birtingarstefnu. Hann hefur mjög afdráttarlausar skoðanir á nafn- og myndbirtingu almennt í fréttum. „Nafn- og myndbirtingar eru bara fréttir. Það eru svona svipaðar frétt- ir og í gamla daga þegar fólk kom saman á torginu og sá fólk hengt og hálshöggvið, vissi hvað það hét og hvernig það leit út. Mynd- og nafn- birting í fjölmiðlum nútímans varð- veitir þessa nálægð sem var milli fólks og atburða í dómskerfinu og er þess vegna eðlilegur þáttur af sam- félaginu. Ég tel að nafn- og mynd- birtingar séu eðlilegar,“ segir Jón- as. „Ég er ekki að tala um lagalegu hliðina, heldur hvernig mér finnst að hlutirnir eigi að vera. Ég tel að fréttir séu ekki hluti dómsmála. Fréttir eru ekki hluti af refsingu. Það er ekki hægt að segja að einhver sé dæmdur til nafn- og myndbirtinga. Þetta eru tveir sjálfstæðir póstar: dómsvaldið annars vegar og fjölmiðlarnir hins vegar.“ Gilda önnur lögmál þegar um unga afbrotamenn er að ræða? „Ég tel að það eigi ekki að vera reglur um nafnbirtingar eftir aldurs- flokkum, kynjum eða neinu slíku.“ Mætt i að þ í nu mat i segja þessar fréttir og ná sömu mark- miðum á n þess að birta nafn og mynd- ir þessara af- brotamanna? „ Nei , ég tel að það sé alveg ófært. Um daginn var til dæmis sagt frá því að kveðinn hefði verið upp dómur yfir lögmanni, sem hafði náð sér í tugi milljóna með ólöglegum hætti, og það var ekki nefnt hver þetta væri. Það finnst mér vera marklaus frétt. Fréttin er fötluð ef nafn og mynd er ekki birt.“ Nú sýna rannsóknir að ungmenni sem brjóta af sér eiga sér síður við- reisnar von í samfélaginu ef nöfn og myndir af þeim hafa birst í fjöl- miðlum. „Já, en ég held að það eigi bara ekki að koma fjölmiðlunum neitt við. Ekkert frekar en á torgunum í gamla daga. Það eru til lög og reglur um þetta hér sem eru þrengjandi fyrir fjölmiðlana. En ég er andvígur þess- um lögum og reglum og tel að þetta eigi ekki að vera. Ég tel að þetta sé bara félagslegur rétttrúnaður,“ segir Jónas. Förum varlega þegar börn eiga í hlut Reynir Traustason, annar ritstjóra DV, segir stefnu DV einfalda þegar kemur að umfjöllun um börn. „Það er einfalt ákvæði í siða- reglum DV sem hljóðar svo: „Sér- stök aðgát er viðhöfð þegar myndir eru teknar af börnum eða talað við þau. Yfirmenn ritstjórnar eru látnir vita. Sérstök áhersla er lögð á hags- muni barna í kynferðisbrotamálum.“ Þó að við séum með nafnbirtinga- og myndbirtingastefnu þá förum við alltaf mjög varlega þegar börn eiga í hlut og vörumst að valda óþarfa sár- indum,“ upplýsir Reynir. Hann segir starfsmenn DV hafa sett sér sínar eigin siðareglur sem séu mun ítarlegri en siðareglur Blaðamannafélags Íslands. „Í kyn- ferðisbrotamálum leggjum við áherslu á að fara varlega, sérstak- lega ef um er að ræða umfjöllun um barnaníðinga. Þá berum við það undir forsvarsmenn fórnarlambsins hvort við eigum að birta nafnið hans eða ekki. Afstaða þeirra ræður því hvort við birtum þessi nöfn.“ Hver er þín skoðun á hugsanlegu banni við því að birta nöfn og myndir af ólögráða börnum sem hafa komist í kast við lögin? „Ég er andvígur því. Ef það er þannig að lögin nái yfir fólk og fólk sé orðið sakhæft á ákveðnum aldri þá hlýtur að eiga jafnt yfir alla að ganga. Mér fyndist eðlilegra að færa sakhæfið ofar í aldri og endurskoða lögin út frá því, heldur en að flokka fólk þannig niður að þú megir ekki segja frá sautján ára glæpadrengn- um en megir segja frá þeim sem er átján ára. Ég er algerlega andvígur þessu. Við höfum okkar reglur um að meta þetta í hverju tilviki fyrir sig. Ef t.d. fimmtán ára piltar brjóta af sér og eru fyrir dómi þá metum við hvort það hafi einhverja þýðingu að birta nöfn þeirra og myndir. Skiptir það máli fyrir frásögnina? Yfirleitt ekki. Af þeim ástæðum að þetta eru ungir piltar sem eiga lífið fram undan. Þá forðumst við nafn- og myndbirtingar frekar en hitt.“ Hversu harða nafn- og myndbirt- ingarstefnu rekið þið í samanburði við forvera ykkar? „DV hefur náttúrlega gengið í gegnum ýmis skrýtin tímabil. Þekkt tímabil var í tíð Jónasar Kristjáns- sonar og Mikaels Torfasonar. Þá var beinlínis gert út á það að birta mynd- ir og uppnefna fólk. Við viljum ekki feta þann stíg. Við afskræmum ekki þetta vesalings unga fólk sem lendir í glæpum, heldur reynum að segja frá því með prúðmannlegum hætti. Ef við birtum nöfn þess þá heitir það eitthvað. Regla númer eitt er að nafn- birta og myndbirta en undantekning- arnar frá þeirri reglu eru fjölmargar. Við sjáum yfirleitt ekki ástæðu til að birta nöfn á börnum eða unglingum þegar um er að ræða smærri afbrot.“ Hefði mátt ná sömu markmiðum, t.d. með nýlegri umfjöllun DV um týndu stelpurnar, án þess að nafn- greina foreldrana og þar með auð- kenna börnin? „Þetta er náttúrlega orðið eitthvert rugl ef þetta er þannig að maður geti ekki talað við foreldra um örlög barns. Við höfum látið það ráðast af vilja aðstandenda. Ef foreldri vill ekki vera nafngreint þá neyðum við fólk ekki út í það. Við erum að tala við fólk sem hefur lent með börnin sín í einhverjum ógöngum. En við getum ekki tekið völdin af fólki. Ég get ekki sagt við foreldri að við ætl- um ekki að birta nafn og mynd af því þar sem það gæti vísað á hið ógæfu- sama barn. En þess eru dæmi að við höfum eindregið lagt til að ekki sé birt mynd af barni þótt foreldrarnir séu á mynd. Þetta er komið í svo- litlar ógöngur ef við ætlum að fara að stýra þessu öllu; banna myndbirting- ar, banna nafnbirtingar og láta fólk vera andlitslaust. Ég er á móti því. Ég er líka ósammála því sem sum- ir hafa verið að segja um þetta hroða- lega James Bulger-mál, þegar börnin drápu litla barnið. Þú getur ekkert leynt þessu úti í samfélaginu. Ef þú lendir í þessum óskapnaði, að krakk- ar drepa smábarn, þá verðurðu að fara í gegnum þetta með allri þeirri þjáningu sem því fylgir. Fólk i er re f sað og hluti af refs- ingunni er dómur. Dóm- urinn ákvarð- ar refsinguna. Hluti af refs- ingunni er líka að það er upplýst inni í samfélaginu að þarna hafi átt sér stað glæpur. Þú getur ekki falið það. Það er eins og samfélagið sé farið að skammast sín fyrir það að hafa lög og skammast sín fyrir að dæma fólk. Ef svo er þá er eitthvað að í lögunum.“ Nafnleynd í héraði, ekki í Hæstarétti Nýleg breyting á reglum dómstóla- ráðs, frá desember 2010, á að tryggja nafnleynd barna við birtingu héraðs- dóma á netinu. Nafnleyndin nær þó ekki upp í Hæstarétt. Þar eru nöfn ólögráða afbrotamanna eftir sem áður birt á heimasíðu dómstólsins. „Það var náttúrlega mjög gott þegar dómstólaráð ákvað frá og með áramótum að taka út auðkenni á geranda þegar um barn er að ræða. Mér fannst það mikill sigur,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. „Vegna þess að auðvitað getum við ekki kennt fjölmiðlum um þetta allt. Þeir hafa aðgang að þessum upp- lýsingum á vefnum, rétt eins og ég og þú. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi verið í sérstakri rannsókn- arblaðamennsku og komist yfir þess- ar upplýsingar bakdyramegin. Þeir hafa beinan aðgang að þessum upp- lýsingum. Það er þó ennþá brotalöm í kerfinu hvað varðar dóma Hæsta- réttar því ef máli er áfrýjað birtast nöfnin þótt viðkomandi sé ungur. Mér finnst þurfa að taka á því líka. Hæstiréttur þarf að skoða þetta for- dæmi sem dómstólaráð gaf núna um áramótin og velta því alvarlega fyrir sér hvort hann ætti að fylgja því.“ Dómstólaráð ákvað jafnframt að afmá nöfn ólögráða sakborninga úr héraðsdómum, sem birtir hafa verið á netinu síðustu ár. Þórdís Ingadótt- ir, dósent við lagadeild HR og fulltrúi í dómstólaráði, bendir á að jafnvel þótt fólk sé komið með hreint saka- vottorð hafi hingað til verið auðvelt fyrir t.d. vinnuveitendur að slá nöfn þeirra inn í leitarvélar á netinu og þá blasi umræddir dómar við. „Við byrjuðum að birta dóma á net- inu árið 2006. Í reglugerð um saka- skrá ríkisins eru ákveðnar reglur um að eftir ákveðinn tíma, t.d. þrjú ár, fari ákveðin brot af sakaskrá og fer það eftir eðli brotanna. Menn geta verið komnir með hreint sakavottorð en dómarnir samt verið aðgengileg- ir á netinu. Netið er eiginlega orðið hið opinbera sakavottorð í dag. Í des- ember síðastliðnum var reglum um birtingu dóma á heimasíðu héraðs- dómstólanna breytt þannig að nú ber að gæta nafnleyndar í sakamálum þar sem dómfelldu eru yngri en átján ára. Þessi regla tók gildi frá og með áramótum. Þess má geta að dómstól- aráð er bara yfir héraðsdómstiginu en ekki Hæstarétti.“ Meginreglan lögum samkvæmt er að þinghald skuli háð í heyranda hljóði en dómara er þó heimilt að loka þinghaldi þegar sakborningur er yngri en átján ára. Það er á valdi dómara að nýta sér þá heimild. „Sú regla er mjög skýr í reglum um meðferð opinberra mála að dóm- ari megi alltaf loka þinghaldi þegar sakborningur er yngri en átján ára. Staðreyndin er sú að í framkvæmd er þessi heimild afar sjaldan nýtt,“ segir Þórdís. „Það er í sjálfu sér áhugavert og þá líka af hverju það er sjaldan farið fram á þetta af hálfu aðila.“ Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræð- ingur Barnaverndarstofu, tekur undir þetta. „Við sjáum dæmi um að þessi heimild er ekki alltaf nýtt þegar hún mætti kannski vera nýtt. Bæði heimildin til að loka þinghaldi og heimildin til að afmá upplýsing- ar úr dómum, þegar um er að ræða börn jafnt sem gerendur og þolend- ur.“ Bannað með lögum að birta nafn og mynd? Heiða Björg telur börn ekki njóta nægrar verndar í núverandi laga- umhverfi. Nú er til meðferðar hjá Alþingi frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum og hefur Barna- verndarstofa lagt til að opinberar nafn- og myndbirtingar af börnum sem eiga mál hjá barnaverndar- nefndum eða í réttarvörslukerfinu verði bannaðar. „Það hefur verið mat Barnavernd- arstofu að það þurfi að skerpa á vernd barna til friðhelgi einkalífs. Barnaverndarstofa hefur lagt til að nýju ákvæði verði bætt inn í barna- verndarlög þeim til verndar, þannig að mynd- og nafnbirtingar af börn- um sem eru í barnaverndar- eða réttarvörslukerfinu séu óheimilar. Það verði óheimilt að birta opinber- lega upplýsingar sem geta auðkennt börn sem eru til meðferðar í slíkum málum.“ Hver er ábyrgð fjölmiðla gagnvart ungum afbrotamönnum? „Fjölmiðlar verða að fylgja ákvæð- Fjölmiðlar og ungir afbrotamenn Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Skráning í síma 571 2681 eða bjorgvin@salfraedingur.is Sex vikna námskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl Lausnir við streitu, krónískum verkjum, vefjagigt, síþreytu, ofþyngd og kvíða Miðvikudaga 20.00 – 21.45 13. apríl – 18. maí Er opinber umfjöllun um unga afbrotamenn skaðleg? Hvers virði er friðhelgi þeirra einkalífs? Njóta börn nafnleyndar í réttarkerfinu eftir að dómur er fallinn? Í síðustu viku var rætt við fræðimenn um hvaða áhrif afbrotastimpill og opinber nafnbirting hefur á börn sem villast af leið. Nú er komið að því að heyra líka hvað fjölmiðlamenn hafa um málið að segja. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir skrifar. Nafn- og myndbirtingar eru bara fréttir. Það eru svona svipaðar fréttir og í gamla daga þegar fólk kom saman á torginu og sá fólk hengt og hálshöggvið, vissi hvað það hét og hvern- ig það leit út. Mynd- og nafnbirting í fjölmiðlum nútímans varðveitir þessa nálægð sem var milli fólks og atburða í dómskerfinu ... Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV Ef t.d. fimmtán ára piltar brjóta af sér og eru fyrir dómi þá metum við hvort það hafi einhverja þýðingu að birta nöfn þeirra og myndir. Skiptir það máli fyrir frásögnina? Yfirleitt ekki. Af þeim ástæðum að þetta eru ungir piltar sem eiga lífið fram undan. Þá forðumst við nafn- og myndbirtingar frekar en hitt.“ Reynir Traustason ritstjóri DV 12 fréttaskýring Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.