Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 6
 ferðalög HandHafar forsetavalds Hæstaréttar- forseti fylgdi forseta fjórtán sinnum Ingibjörg Benediktsdóttir fór Reykjanesbrautina fjórtán sinnum á síðasta ári vegna ferða forseta Íslands til útlanda. H versu oft fylgdir þú, sem handhafi forsetavalds, forseta Íslands til og frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári? Þessari einföldu spurningu gat Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, forseti Alþingis, ekki svarað né heldur Ingibjörg Benedikts- dóttir, forseti Hæstaréttar. Svarið kom frá forsetaembættinu þar sem Örnólfur Thorsson forsetaritari varð fyrir svörum. Í svarinu kemur fram að Ingibjörg fór fjórtán sinnum sem fylgdarkona forseta á síðasta ári og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir einu sinni. Þó ber að slá þann varnagla að embætti forseta Íslands varðveitir ekki sér- staklega gögn sem veita upplýsing- ar um fylgd handhafa eða móttöku í einstökum ferðum og þær tölur sem hér fara á eftir eru því ekki tæmandi, að því er fram kemur í svari embættisins. Á árinu 2009 fór Árni Kolbeinsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, níu ferðir með forseta annað hvort til eða frá flugvellinum, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fór fimm ferðir og Ingibjörg Benendiktsdóttir, þá- verandi varaforseti Hæstaréttar, fór eina ferð – upphitunarferð fyrir maraþonið árið eftir þegar hún bar hitann og þungann af fylgd forsetans. Fréttatíminn hefur undanfarnar vikur skoðað hlutverk handhafa forsetavalds og reynt að komast að því hversu yfirgripsmikið starf þeirra er. Handhafarnir þrír og varamenn þeirra skrifuðu undir 31 lög á árunum 2009 og 2010 eða rétt um 12% af öllum þeim lögum sem samþykkt voru á þessum tveimur árum. oskar@frettatiminn.is Jóhanna aldrei fylgd- arkona forsetans Forsætisráðuneytið staðfestir að forsætisráð- herra fylgi ekki forsetanum til og frá flugvelli. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur aldrei fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta til og frá flug- velli í hlutverki sínu sem handhafi forsetavalds. Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, stað- festir í samtali við Fréttatímann að fylgdin hafi undan- farin ár verið í höndum forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis. Eftir því sem næst verður komist lagðist það af í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar að forsætis- ráðherra fylgdi forsetanum til og frá flugvelli. Ágúst Geir sagði jafnframt að handhafar forsetavalds fylgdu forsetanum eingöngu í opinberar ferðir en ekki einka- ferðir. -óhþ Leiðrétting Í frétt um fylgdarkonur forseta Íslands í síðasta blaði var rangt haft eftir Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins, varðandi hver hand- hafa forsetavalds fylgdi forseta Íslands til og frá flugvelli. Er beðist velvirðingar á því. -óhþ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra. Ólafur Ragnar Grímsson fékk fylgd Ingi- bjargar Benediktsdóttur, forseta Hæsta- réttar, fjórtán sinnum árið 2010. Ljósmynd/Teitur GOLF KORT IÐ VEI TIR 40% A FSLÁT T AF GO LFVÖ LLUM UMHV ERFIS ÍSLAN D AUK A NNAR RA GL ÆSILE GRA F RÍÐIN DA GOLF KORT IÐ FY LGIR M EÐ ÁR SÁSK RIFT TRYG GÐU Þ ÉR ÁS KRIFT Í SÍM A 595 6000 EÐA Á SKJA RGOL F.IS FÖSTUDAG KL. 19:00 – 22:00 LAUGARDAG KL. 17:00 – 22:00 SUNNUDAG KL. 17:00 – 22:00 SHELL HOUSTON OPEN Í BEINNI UM HELGINA: KEMST LEE WESTWOOD AFTUR Á TOPP HEIMSLISTANS? Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.