Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 28
taka skrefið nákvæmlega í þessa átt. „Nei, ég hafði ákveðið að stofna ELLU þegar ég skráði mig í MBA- námið en einum mánuði síðar hrundi bankakerfið á Íslandi. Efnahagslegt umhverfi mótar samt alltaf tískuna. Á eftirstríðsárunum voru fötin til dæmis búin til úr þykkri ull og mikið lagt í saumaskap. Núna þurfum við meira að reikna dæmið til enda. Ef flík kostar aðeins meira en dugar tíu sinnum lengur þá er það sem þú borgar á hverju ári lægra en ef þú værir alltaf að kaupa þér nýja flík.“ ELLA-línan verður markaðssett í þremur borgum til að byrja með: London, New York og Reykjavík. „Við erum alþjóðlegt tískumerki af því að við framleiðum í Evrópu og erum með fagfólk sem hefur unnið hjá helstu tískuhúsum í heiminum,“ segir Elínrós. Blessun að hafa byrjað ævina með átökum Elínrós er fædd og uppalin í Keflavík hjá móður sinni, Sveinbjörgu Har- aldsdóttur. Hún segir æskuna ekki alltaf hafa verið dans á rósum en í hennar huga eru erfiðleikar verkefni til að takast á við. „Mamma er ein- stök kona og mér mikil fyrirmynd. Við vorum miklar vinkonur og stóð- um saman í gegnum súrt og sætt. Hins vegar má segja að ég hafi misst hana frá mér þegar ég var þrettán ára og hún fór í óreglu. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta og eins og gengur og gerist varð ég ráðagóður aðstandandi og tók að mér að reyna að ala hana upp næstu tvo áratugina þar á eftir. Í stuttu máli má segja að það hafi gengið afar illa, enda erfitt að keppa við það sem átti hug hennar allan á þessum tíma. En hún hefur öðlast nýtt líf og er laus við sinn helsta óvin. Ég hef mikla trú á þessari konu sem kenndi mér svo margt gott,“ segir Elínrós og bætir við að í dag sé hún sátt og þær mæðgur miklar vinkonur. „Það er líka annað sem kemur fyrir okkur „týndu“ börnin og það er að við eignumst fjölskyldur víða. Ég var svo lánsöm að eiga ömmu og afa sem voru alltaf til staðar fyrir mig. Þau eru nú bæði fallin frá og þeirra er sárt saknað á degi hverjum. En ég á líka stóran vinahóp og systkin móður minnar hafa alltaf komið fram við mig sem sitt eigið barn, en þau eru sex talsins,“ segir Elínrós og brosir. „Ég þurfti snemma að byrja að vinna fyrir mér og hef alltaf unnið mikið. Ég lít á mig sem afar lánsama manneskju og tel það blessun að hafa byrjað ævina með átökum,“ segir Elínrós og bætir við að það sé fátt sem hún hræðist. Þegar blaðakona nefnir að hún hafi heyrt að við- mælandinn leyni oft á sér, svarar hún snögg upp á lagið: „Já, og ég kann að meta það. Að líta út fyrir að hafa aldrei migið í saltan sjó og vera svo með hjarta götustelpunnar er fín blanda að mínu mati.“ Þegar Elínrós er spurð út í hvað gefi lífi hennar gildi, svarar hún því til að fjölskylda hennar og synir séu hamingja hennar. Elínrós hefur fætt þrjá drengi og fékk einn í kaupbæti frá eiginmanni sínum. „Við eldhús- borðið sitjum við oft sjö talsins, foreldrarnir og synirnir fjórir og svo tengdadóttirin sem er í miklu upp- áhaldi.“ Þótt vinnan og foreldrahlutverkið taki drjúgan hluta af tíma Elínrósar gefur hún sér líka tíma fyrir áhuga- málin, sem eru hestar og ballett. „Svo hef ég mjög gaman af því að vera í kringum eldra fólk,“ segir hún. „Þegar ég var yngri var það skemmtilegasta sem ég gerði að vera hjá ömmu og afa, þeim Har- aldi Líndal og Fjólu Eiríksdóttur á Framnesveginum. Þau og vinir þeirra voru hafsjór af upplýsingum. Kannski er ég bara rosalega gamal- dags. En ég get upplýst það hér og nú að ég slaufaði mörgum skemmt- unum með ungu fólki til að vera með í grillveislu eldra fólksins á Horn- bjargi, þar sem amma bjó síðustu árin. Það líður varla svo dagur að ég hugsa ekki um það ef ég hefði bara fengið einn dag eða jafnvel eina viku í viðbót með ömmu og afa. Að ég hefði átt að segja þeim aðeins oftar hvað ég elskaði þau mikið og átt að spyrja aðeins meira út í ævi þeirra og sögu. Ég get varla hugsað til þess að úti í samfélaginu okkar sitji eldra fólk stundum eitt á daginn, án þess að fá heimsókn eða athygli. Eldra fólk er auðlind sem við ættum að nýta svo miklu betur. Það á alla okkar virð- ingu skilda, enda byggði það upp landið sem við nú njótum. Ég veit líka fátt skemmtilegra en að sitja og hlusta á góðar sögur. Þegar mér finnst eitthvað erfitt hjá mér þá hugsa ég til ömmu sem þurfti, fyrir áttatíu árum, að sækja vatn út í læk. Ef hún gat það þá get ég ýmislegt. Allt mitt líf hef ég verið að takast á við sjálfa mig. Ég lærði klassískan ballett í tíu ár og var boðið að dansa með Íslenska dansflokknum. Mér þótti ákaflega gaman að dansa og var einungis níu ára þegar ég fór að vinna fyrir mér á sviði Þjóðleik- hússins í hinum ýmsu hlutverkum. En mig langaði að ganga mennta- veginn og læra eitthvað sem mér þótti nauðsynlegt að kunna en lá ekki vel fyrir mér. Þegar ég ákvað að verða blaðamaður var það af því að ég kunni bara ekki að skrifa. En ég dáðist alltaf að fólki sem var vel máli farið og var handviss um að ef ég ekki lærði að skrifa yrði lítið úr mér. Þegar ég var hins vegar á fyrsta ári í fjölmiðlafræði kallaði einn kennari deildarinnar mig upp á kontór og spurði hvort hann mætti ekki aðstoða mig í að finna fag sem ætti betur við mig. Hann sagði: „Ég kann ekki illa við þig en ljótari texta hef ég aldrei séð!“ Ég þrjóskaðist við og fékk leyfi til að halda áfram ef ég færi eftir ströngum fyrirmælum hans: Að lesa allt greinasafn Þór- bergs Þórðarsonar. Ég las og las og eftir næstu ritgerð fékk ég leyfi til að halda áfram,” segir Elínrós og bætir við að ef kennarinn hefði vitað að næst á stefnuskrá hennar væri að starfa á Morgunblaðinu eftir námið hefði hann án efa ekki getað komið upp einu orði fyrir hlátri. Morgunblaðinu léði hún krafta sína í nokkur ár og útskýrir það þannig: „Ég hef mikla trú á fólki og treysti því að með einlægni og vinnusemi geti maður öðlast traust fólks til baka. Á Morg- unblaðinu kynnt- ist ég Margréti K. Sigurðardóttur, mentori mínum og góðri vinkonu. Hún sá eitthvað í mér og síðan þá hef ég notið þeirrar bless- unar að geta leitað til hennar með hug- myndir mínar og skoðan- ir.“ Þess má geta að Margrét var ein þeirra sem komu mbl.-vef Morgunblaðsins á fót. Á blaðinu stýrði Elínrós markaðs- og sölumálum aukablaða þeirra sem Morgunblaðið gaf út á sínum tíma. Hún skrifaði um tísku og hönnun í nokkur ár og ritstýrði svo Málinu – tímariti fyrir ungt fólk sem fylgdi með Morgunblaðinu vikulega. Elskar að stökkva í djúpar laugar Komandi áskoranir: stofnun nýs, alþjóðlegs fyrirtækis í ótraustu efna- hagsástandi, veldur henni engum kvíða. „Ég elska að stökkva í djúpar laugar. Ég reyni að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég er forstjóri, listrænn stjórnandi og framleiðslu- stjóri ELLU. Framleiðslustjórann rek ég samt oft á dag en hann er alltaf ráðinn aftur! Hann er að reyna að gera sitt besta,“ segir Elínrós og útskýrir að hæfileikar hennar liggi frekar í að sjá stóru myndina en að sinna smáatriðum og þess vegna hafi verið töluverð áskorun að stýra framleiðsluferlinu. „En fyrsta nýja manneskjan sem kemur inn í fyrirtækið mun taka við af mér sem framleiðslustjóri. Ég mun fagna því. Ég vil vera í framlínunni, að selja hugmyndina og vöruna og eiga sam- skipti við viðskiptavini ELLU.“ Helstu fyrirmynd sína segir hún vera Fjólu ömmu sína. „Ég hef reynt eftir fremsta megni að tileinka mér lífssýn hennar og æðruleysi. Það mun eflaust taka ævi mína alla en hún var þolinmóður kennari og nú er það okkar afkomenda hennar að sýna hversu góðir nemendur við erum.“ Þar að auki nefnir hún frænku sína og eins konar uppeldis- systur, Svanbjörgu Helenu Jóns- dóttur. „Ráðabetri og hjartahlýrri manneskju hef ég ekki kynnst. Svo er hún einstaklega falleg og gáfuð með afbrigðum.“ Hún nefnir ráð- gjafana sína, sem eru tíu talsins, sem fyrirmyndir og svo Coco Cha- nel sem hún segir eiga vel heima í þessum hópi. „Chanel hannaði föt á sjálfstæðar konur. Hún tók konurnar úr korsilettunum og setti þær í vinnuföt. Ég kann að meta róttækar ráðstafanir af þessu tagi.“ Sjálfstæði og réttindi kvenna eru Elínrós sérstaklega hugleikin og hún vonast til að flíkurnar hennar eigi eftir að efla viðskiptavinina, sem eru hugsandi konur á aldr- inum 25-45 ára. „Mér hefur oft þótt karlar eldast betur í viðskiptum. Sem betur fer er þetta að breyt- ast. Við höfum núna margar fyrirmyndir sem eru konur á fimmtugsaldrinum. Mér leið persónulega oft og tíðum mjög illa á milli tvítugs og þrítugs því ég var óörugg, vissi ekki hver ég var og hvað mig langaði og svo fór ansi illa í mig hvað ég var fá- fróð. Mér hefur persónulega aldrei liðið betur í lífinu en á milli þrítugs og fertugs! Og svo hef ég líka mikla trú á aldursskeiðinu milli fertugs og fimmtugs. Með ELLU langar mig að undirstrika fegurð íslenskra kvenna, efla sjálfstæði þeirra með viðeigandi fatnaði þannig að þeim líði vel með sig og finnist þær eiga erindi á hvaða aldri sem er. Takist það – þá verð ég ánægð.“ ELLA fatalínan, ilmvötnin og skartgripirnir verða fáanleg á vefsíð- unni www.ellabyel.com Mamma er einstök kona og mér mikil fyrirmynd. Við vorum miklar vinkonur og stóðum saman í gegnum súrt og sætt. Hins vegar má segja að ég hafi misst hana frá mér þegar ég var þrettán ára og hún fór í óreglu. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta og eins og gengur og gerist varð ég ráðagóður aðstandandi og tók að mér að reyna að ala hana upp næstu tvo áratugina þar á eftir. Ég get varla hugsað til þess að úti í samfé- laginu okkar sitji eldra fólk stundum eitt á daginn, án þess að fá heimsókn eða athygli. Eldra fólk er auðlind sem við ættum að nýta svo miklu betur. Það á alla okkar virðingu skilda, enda byggði það upp landið sem við nú njótum. Lj ós m yn d: P *a ld is | w w w .p al di s. co m 28 viðtal Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.