Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 44
Þ egar taka þarf erfiðar ákvarð-anir við núver- andi aðstæður er mik- ilvægt að horfa fram á við. Við þurfum að beita fortíðarspegli til að sjá fyrir um fram- tíðarþróun og bregðast við á sem vænlegasta vegu fyrir afkomendur okkar. Breytingar und- anfarinna ára benda til þess að tilvera okkar byggist á töluvert öðr- um forsendum en áður. Við lifum á tímum byltingar á sviði upp- lýsingatækni og sam- skipta, sem fellir hvert vígið af öðru. Algeng mistök eru að halda að breytingarnar séu að mestu leyti afstaðnar. Fyrir ekki svo löngu sáu flestir kannski helst not fyrir tölvur í bókhaldi og ritvinnslu. Tölvuafl og gagnamagn hefur hins vegar aukist svo hratt undanfarin ár að sagt er að það magn sem til verður á einu ári núna sé meira en hafði orðið til í allri sögu mannkyns fram að því. Við svo búið verða gögnin sem slík lítils virði án aðferða og þekkingar til að vinna úr þeim. Þetta hefur leitt til stakka- skipta í nær öllum greinum vísinda. Ekki síðri áhrif hafa orðið af síbættri samskiptatækni. Traust rafræn sam- skipti milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga, jafnt utan lands sem innan, eru orðin hrein nauðsyn. Heimurinn færist þannig æ nær því að verða ein samtvinnuð heild. Jarðskjálfti í Japan hefur áhrif á Ís- landi vegna framleiðslustöðvunar á íhlutum fyrir tæki framleidd í Kali- forníu. Möguleikar íslensks hugvits á heimsvísu hafa aldrei verið betri; landfræðilegar fjar- lægðir frá mörkuð- um hefta t.d. ekki gerð tölvuleikja á Ís- landi. Á sama tíma hefur staða Íslands hins vegar veikst; fyrst hernaðarlega með falli Berlínar- múrsins, og síðar siðferðilega með falli íslensku fjármálaút- rásarinnar. Okkur er ærið verkefni á höndum að festa okkur aftur í sessi á leikvangi þjóðanna. Þrátt fyrir þessa nýju tíma er sýn okk- ar á heiminn gjarna mynduð á yngri árum. Atvinna var mæld í dilkum og þorsktonnum. Handaflið skaff- aði saltið á grautinn, á meðan hug- kvæmnin og þekkingin var annað hvort stofustáss eða best geymd í fílabeinsturnum. Tengsl okkar við umheiminn snerust mest um vöru- skipti og það að skaffa öðrum land til að reka herstöð. Mikilvægt er að skilja milli þeirra hugmynda og hugsjóna sem eru tímalaus og þeirra sem eru börn síns tíma. Nú á samdráttartímum er mikil- vægt að huga að grunnstoðum framtíðaratvinnuvega. Helstu vaxt- arsprotar atvinnulífsins liggja í sér- hæfðum þekkingarafurðum sem tengjast á fjölbreytta vegu inn í tækni og menningu heimsins. Hlúa þarf að æðri menntun með alþjóðlegan styrk sem byggir þann mannauð og það frjóa umhverfi sem nauðsynleg eru þekkingariðnaði framtíðarinnar. Á þann hátt veitum við afkomendum okkar best brautargengi. Breyttar forsendur Horft til framtíðar 32 viðhorf Helgin 1.-3. apríl 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Staðan hjá lykilstofnunum Reykjavíkurborgar er ekki gæfuleg. Orkuveita Reykjavíkur er tæknilega gjaldþrota og skólakerfið í uppnámi vegna nauðsynlegs niðurskurðar fram undan. Reykvíkingar eru smám saman að átta sig á að meðferð sameiginlegra fjármuna þeirra hefur verið ansi glæfraleg mörg undanfarin ár. Sú uppgötvun er vissulega dapurleg. Hitt er ekki síður sorglegt að það þurfti hamfarir í fjármálalífi landsins til þess að farið væri að meðhöndla skattpeninga borgarbúa af virðingu. Ef lánamarkaðir heimsins hefðu ekki skollið í lás hefði Orkuveitan líkast til getað fleytt sér áfram á yfirdrætti og bruðlið í rekstri leik- og grunnskóla verið óbreytt. Er þar ekki átt við að stjórnendur skólanna hafi verið að sukka með opinbert fé, heldur inn- byggða óhagkvæmni núver- andi grunn- og leikskólakerfis. Það kerfi er sköpunarverk margra borgarstjórnarmeiri- hluta undanfarinna ára. Í Grafarvogi eru til dæmis nánast á sama ferkílómetranum þrír leik- skólar, hver með pláss fyrir um 50 börn. Sömu sögu er að segja af ýmsum öðrum hverfum borgarinnar. Þar eru litlir leikskólar, hver með sinn leikskólastjóra, sinn matráð, sinn deildar- stjóra og svo framvegis. Í borginni eru sem sagt leikskólar á stærð við tvo bekki í grunn- skóla en engu að síður með lið stjórnenda. Það gefur augaleið að þetta hlýtur að vera fokdýr útgerð. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða hvað Margrét Pála Ólafsdóttir, stjórnandi Hjallastefnunnar, segir um skólarekstur, en hún er í viðtali í þessu tölublaði Fréttatím- ans. Hjallastefnan rekur tíu leikskóla og þrjá grunnskóla. Skólastarfið er blómlegt og skilar rekstrarhagnaði. Margrét er með yfir 30 ára reynslu í sínu fagi og veit hvað hún syngur. Hún segir lykilatriði að horfa til stærri eininga ef rekstur skóla á að vera í lagi, en leikskólar Hjallastefnunnar eru allir með pláss fyrir 120 til 140 börn. Margrét segir líka að ekki þurfi að hafa áhyggjur af fækkun yfirmanna í skólum og hvetur til nýrrar hugsunar og pólitískrar djörfungar við uppstokkun í skóla- starfi landsins. Það er örugglega rannsóknarefni af hverju skólakerfið í höfuðborginni fékk að þróast í svona óhagkvæma átt. Skýringin er þó líklega einföld. Fjárráðin voru rúm. Það skorti þrýst- ing á að sýna ráðdeild. Sú niðurstaða mun örugglega einnig verða í óháðri úttekt sem borgarstjóri hefur boðað á rekstri Orkuveitunnar. Þar verður hægt að skoða í hnotskurn geggjaða meðferð stjórn- málamanna á þessu fyrrum eina af stöndug- ustu fyrirtækjum landsins. R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa báðir að axla sína sök á vondri stöðu Orkuveit- unnar. Það þurfti þó sérstaka hugmyndaauðgi til þegar borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna ætlaði 2009 að láta Orkuveituna greiða 1,6 milljarða í arð í borgar- sjóð, sama ár og hún tapaði 73 milljörðum króna. Sú arðgreiðsla endaði í 800 milljónum króna og hjálpaði til við að lappa upp á reikn- inga borgarinnar fyrir kosningarnar 2010. Ekkert var hins vegar gert í að hækka gjald- skrár fyrir sömu kosningar. Í augum þáver- andi meirihluta var væntanlega mikilvægara að styggja ekki kjósendur fremur en að hugsa um hag Orkuveitunnar. Jón Gnarr og félagar kljást nú við að vinda ofan af þessari dæmalausu umgengni fyrri tíma. Það er þarft og löngu tímabært verk. Bruðlið í borginni Þurfti kreppu til Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is S Magnús M. Halldórsson prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík Þ egar stjórnarhætti fyrirtækja og leiðbeiningar á því sviði ber á góma vakna eflaust ekki miklar væntingar. Rifjast í því tilliti upp hjá einhverjum átak og innleiðing viðmiða um stjórnarhætti að erlendri fyrir- mynd sem farið var í fyrir fimm árum, en markmið Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar með því voru skýr. Sýna átti vilja viðskipta- lífsins til að mæta aukinni ábyrgð í samfélaginu og efla þannig traust og gagnkvæma tiltrú milli viðskiptalífs og almennings. Breytt nálgun Þótt slök vinnubrögð lendi oftar í kast- ljósi fjölmiðla en góð, gefur andrúms- loftið í samfélaginu undanfarin misseri því miður til kynna að hvorugt fyrr- greindra markmiða hafi náðst. Atburðir í aðdraganda bankahrunsins sýna einnig að leiðbeiningarnar leiddu tæpast til þess að stjórnarhættir tækju almennt umfangsmiklum breytingum til batnaðar. Þvert á móti var eftirfylgni í of mörgum tilfellum aðeins í orði. Útgáfuaðilar leiðbeininganna ákváðu engu að síður að standa keikir, nýta reynsluna og draga af henni lærdóm. Nýjar leiðbeiningar voru kynntar fyrir tæpum tveimur árum og þá var aðeins litið á þær sem fyrsta skref af mörgum. Áhersla hefur nú öðru fremur verið lögð á markvisst aðhald gagnvart viðskiptalífinu til lengri tíma, eitthvað sem skorti áður. Með þeirri nálgun er ætlunin að skapa aðstæður þar sem góðir stjórnarhættir skipta fyrirtæki máli. Markvisst og fjölbreytt aðhald Að þessu hefur verið unnið frá útgáfu leiðbeininganna og hefur aðhaldið tekið á sig fjölbreytta mynd: • VÍ og SA hafa óskað eftir að reglum um ársreikn- ingaskil verði breytt til samræmis við reglur í helstu samanburðarlöndum. • Fyrirtækjum hafa verið boðnir kynningarfundir og aðstoð við inn- leiðingu þeirra. • Á ráðstefnu fyrir um ári var fjallað um nauðsyn þess að bæta stjórnar- hætti og m.a. tilkynnt um fyrirhugað samstarf við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. • Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Viðskiptaráð, hefur um nokkurt skeið staðið fyrir námskeiðum um ábyrgð stjórnarmanna sem hafa mælst vel fyrir. Á Viðskiptaþingi fyrir skemmstu tilkynnti formaður Viðskiptaráðs jafn- framt um formlega úttekt á þessu sviði sem VÍ, SA og Kauphöllin standa að í samstarfi við áðurnefnda Rannsóknar- miðstöð. Er það í fyrsta skipti sem stjórnendur hafa tök á að undirgangast heildstætt mat að alþjóðlegri forskrift. Því til viðbótar var Fyrir- tækjagátt Viðskiptaráðs kynnt til sögunnar, sem er ætlað að hvetja fyrirtæki til bættrar upplýsingagjafar og auka þar með gagnsæi atvinnulífs. Dropinn holar steininn Af þessari stuttu yfirferð er ljóst að ekki er ofsagt að góðir hlutir gerist hægt. Í tilviki leiðbeininga um stjórnarhætti er lærdómur reynslunnar sá að orð eru eingöngu til alls fyrst. Einbeittur vilji er gott vega- nesti umbóta en hann dugar vart einn og sér til að ná árangri. Þar ráða athafnir mestu og er þar tilvalið að líta til góðra vinnubragða margra fyrirtækja, sem of sjaldan eru efni opinberrar umfjöllunar. Markvisst, fjölbreytt og jákvætt aðhald verður því áfram í forgrunni vinnu Viðskiptaráðs, Samtaka at- vinnulífsins og Kauphallarinnar á þessu sviði. Næsta skrefið verður stigið núna á haustmánuðum með ráð- stefnu um efnið, þar sem við ætlum að halda áfram að láta góða stjórnarhætti skipta máli. Leiðbeiningar Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar Látum góða stjórnarhætti skipta máli Haraldur I. Birgisson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.