Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 8
„Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil með framúrskarandi heyrnartækjum frá Oticon Upplifðu frelsi Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Njóttu þess að heyra áreynslulaust með Agil heyrnartækjum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Bubbi Morthens Opið Alla daga frá 12:00 til 18:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Arnaldur vill stækka lúxusvillu Metsölurithöfundurinn Arnaldur Indr- iðason og eiginkona hans hafa lagt inn umsókn til skipulagsyfirvalda á Seltjarn- arnesi þar sem þau óska eftir að fá að stækka jarðhæð lúxusvillu sem þau festu kaup á ekki alls fyrir löngu. Afgreiðslu umsóknarinnar var frestað og óskað eftir leiðréttum teikningum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið á undanförnum vikum og hefur meðal annars sést til vörubíla keyra burt frá húsinu, hlaðnir innréttingum og öðru trévirki. „Hann var að óska eftir endurupptöku á dómsmáli sem var stefna þrotabús Fons á hendur Römlu ehf. sem er í hans eigu. Enginn mætti við þingfestingu málsins á sínum tíma af hálfu Römlu og það var því dómtekið og fallist á kröfu þrotabúsins um riftun á tveimur greiðslum frá Fons til félagsins. Því var gert að endurgreiða þrotabúinu þessar fjárhæðir auk vaxta og málskostnaðar,“ segir Óskar Sigurðs- son, skiptastjóri þrotabús Fons, um mál Almars Arnar Hilmarssonar gegn þrota- búinu sem var dómtekið í síðustu viku. Óskar sagði að verið væri að yfirfara beiðni hans um endurupptöku á málinu. Þrotabúið ákvað að fara fram á riftun á greiðslunum tveimur til Römlu ehf., sem voru annars vegar rúmlega 1,9 milljóna króna greiðsla hinn 16. janúar 2009 vegna þriggja vikna sérfræðiþjón- ustu og hins vegar rétt tæplega fimm- tán milljóna króna greiðsla 23. febrúar vegna starfsloka samkvæmt samkomu- lagi og nam um tveimur milljónum króna á mánuði um sex mánaða skeið án virðis- aukaskatts. Óskar segir að Ramla ehf. hafi ekki verið í vinnuréttarsambandi við Fons, enda einkahlutafélag, og enga samninga hafi verið að finna í bókhaldi Fons um verktakavinnu Römlu. Krafan um riftun hafi byggst á því að um gjafa- gerninga væri að ræða. Almar Örn Hilmarsson var forstjóri danska flugfélagsins Sterling í tvígang, á meðan félagið var í eigu bæði FL Gro- up og Fons, og var forstjóri þegar það varð gjaldþrota seint á árinu 2008. Hann er jafnframt mágur Pálma Haralds- sonar, aðaleiganda Fons.  Dómsmál GjafaGerninGur Fyrrverandi forstjóri Sterling vill endurupptöku Deilt um sautján milljóna króna greiðslu frá Fons til félags í eigu Almars Arnar Hilmarssonar. Almar Örn Hilmarsson, fyrrverandi forstjóri Sterling. Hús Orku- veitunnar á Bæjarhálsi.  Orkuveitan ábyrGðarGjalD til eiGenDa OR greiddi Reykjavíkurborg 670 milljónir á síðasta ári ESA leggur svokallað ábyrgðargjald á Orkuveituna af samkeppnisástæðum. Þetta er gjald sem við verðum að borga sam- kvæmt úrskurði. Í ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2010 kemur fram að meðal gjalda fyrirtækisins er svokallað ábyrgðargjald sem greitt er til eig- endanna, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, í hlutfalli við eign hvers þeirra. Alls greiddi Orku- veitan 716 milljónir til eigendanna þriggja. Reykjavíkurborg fékk um 670 milljónir í sinn hlut, Akranes um 39 milljónir og Borgarbyggð sjö milljónir. Í samræmi við ákvörðun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sam- þykkti aðalfundur Orkuveitunnar árið 2005 að greiða ábyrgðargjald til eigenda vegna ábyrgða sem þeir hafa veitt á skuldum sam- stæðunnar. Það gjald var fyrst 0,25 prósent af skuldunum en var hækkað í 0,375 prósent í ársbyrjun 2010. Ástæða gjaldsins er sú að rekstrarform fyrirtækja í opinberri eigu á samkeppnismarkaði, eins og raforkumarkaðurinn er, á ekki að skekkja stöðu þeirra á markaðnum. Ávinningur Orkuveitunnar í formi betri lánskjara vegna opinberrar ábyrgðar þótti skekkja samkeppn- ina. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitunnar, segir í sam- tali við Fréttatímann að þetta gjald sé væntanlega komið til að vera og það verði ekki umflúið. „Það er skylda okkar að hlíta ákvörðun ESA og við greiðum þetta gjald, sem er raunar breytilegt og ræðst af mismuninum á vöxtum á mark- aði og raunvöxtum fyrirtækisins. Það er ekkert sem við getum gert nema að borga,“ segir Eiríkur. Spurður hvort einhverjar undan- þágur séu mögulegar í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins segir Eiríkur svo ekki vera. „Þetta er gjald sem við borgum samkvæmt ákvörðun til þess bærra yfirvalda.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.