Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 46
Í 62. gr. stjórnarskrár segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvald- ið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.“ Þetta er stutt ákvæði og ætti að vera skýrt, en svo er ekki í raun þegar nánar er rýnt í orðfæri og hugtök. Fyrst er að nefna hugtakið „hin evangelíska lúterska kirkja“. Sú kirkja sem kallast „þjóðkirkja“, er ekki eina trúfélagið af þessu tagi hérlendis. Fríkirkjan í Reykjavík (stofnuð 1899) og Fríkirkjan í Hafnarfirði (stofnuð 1913) eru einnig „evangelísk lúterskar“. Eiga þær þá líka tilkall til heitis- ins „þjóðkirkja“ og til verndar og stuðnings ríkisins? Þetta ætti að nægja til að benda á að hugtakið „hin evangelíska lúterska kirkja“ er tæpast nothæft til skilgreining- ar á „þjóðkirkju“. Þjóðkirkja, ríkiskirkja, meiri- hlutakirkja Svo er það orðið „þjóðkirkja“. Það mun komið úr dönsku, enda stjórnarskrá okkar dönsk að upp- runa, og er ákvæðið hið sama og raunar óbreytt. Í 4. gr. dönsku stjórnarskárinnar segir: „Den evangelisk-lutherske kirke er den danske folkekirke og understøt- tes som sådan af staten.“ Wiki- pedia segir: „Folkekirken er den danske statskirke og det største kirkesamfund i Danmark.“ Hér er hún skilgreind sem ríkis- kirkja, en þess ber þó að geta að orðið „folkekirke“ kemur hvergi fyrir í dönskum lögum. Í báðum stjórnarskrám eru orðin folke- kirke og þjóðkirkja skrifuð með litlum staf, líkt og um fyrirbæri sé að ræða en ekki stofnun með ákveðnu heiti. Hugtakið er komið úr þýsku, Volkskirche, og er upphafs- maður þess guðfræðingurinn og heimspekingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834), eins og kunnugt er. Ekki mun vera fullkomin eining um hvernig beri að skilja það. Ein skilgreining er meirihlutakirkja, og eru þannig tvær slíkar í Þýskalandi eftir svæðum, bæði lútersk og kaþólsk, enda tengist það þá fyrirbærinu Landeskirche. Sú skilgreining lýtur að formi og ytri ásýnd. En sem hugtak er litið á Volkskirche sem andstæðu klerka- og kenni- valds, kirkju „fólksins“, alþýðunn- ar, almennings, og byggist því á lýðræðislegum ákvörðunum. Með öðrum orðum: Kirkjan er ekki æðri fólkinu, alþýðunni, heldur hluti hennar. Af þessum sökum – og einnig með hliðsjón af notkun forskeytanna folke- í dönsku og volks- í þýsku (samanber folkehöj- skole (lýðháskóli) og reyndar Volkswagen (alþýðubíll)), má telja harla hæpið að þýða folkekirke sem þjóðkirkju. Um það hefðu Danir væntanlega haft orðið nationalkirke. Svo er að minni hyggju spurning hvort rétt er að kenna kirkju – eða trú – við þjóð. Ég er til að mynda hluti þjóðar- innar en ekki kirkjunnar. Hvernig fer það saman? Ég veit ekki um dæmi þess annars staðar að kirkjur séu kallaðar þjóðkirkjur. Orðið ríkiskirkja er almennt haft um kirkjur sem njóta forréttinda umfram önnur trúfélög vegna sérstaks stuðnings og sérstakra samninga við ríkisvaldið. Þá er þess að geta sem undar- legt má heita, að „þjóðkirkjan“ er ekki til sem formleg stofnun. Þó segir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78, 1997 í fyrstu grein: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Stofnanir og samtök þurfa form- lega skráningu með kennitölu til að geta starfað. Meira að segja okkar litlu samtök „SPES barna- hjálp“ geta ekki starfað réttilega án þess. Fríkirkjurnar í Reykjavík og Hafnarfirði eru tilgreindar í þjóðskrá með kennitölu, og sömu- leiðis Ásatrúarfélagið, svo að dæmi séu nefnd. En „þjóðkirkjan“ er ekki með kennitölu í þjóðskrá. Þar er hins vegar embætti bisk- ups þjóðkirkjunnar með kennitölu undir heitinu Biskupsstofa, og einhvern veginn rímar það undar- lega við hugtakið Volkskirche. Þá má líka spyrja hvernig á því stendur að þjóðskrá tekur við formlegri skráningu og úrsögn úr „þjóðkirkjunni“ sem er þar hvergi nefnd og því ekki formlega til sem stofnun, þótt hún sé til sem eins konar hugtak. Alvarlegt þótti mér einnig að þegar við hjónin fluttum aftur heim til Íslands 1971 eftir langa búsetu í Svíþjóð, vorum við skráð í „þjóðkirkjuna“ ásamt börnum okkar – að okkur fornspurðum. Ég vissi það ekki fyrr en löngu síðar. Að þessu sögðu vil ég leyfa mér að halda því fram að 62. grein stjórnarskrárinnar sé ónákvæm- lega og óheppilega orðuð og standist ekki nútíma aðstæður. Því þurfi að breyta henni, jafnvel þótt menn vilji halda tengslum ríkis og kirkju með sérstökum forréttindum einnar kirkjudeildar. Afnema á úr stjórnarskrá for- réttindi sérstakst trúfélags Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að breyta eigi þess- ari grein stjórnarskárinnar og afnema eigi forréttindi einhvers sérstaks trúfélags eða trúar- tegundar, hver svo sem hún er eða kann að vera. Þessi skoðun byggist ekki á neinum fjandskap við „þjóðkirkjuna“ þótt ég til- heyri henni ekki, og ekki heldur af því að ég sé guðleysingi. Ég tek trúarþörf mína og sannleiks- leit þvert á móti mjög alvarlega, svo að ég leyfi mér að vera ögn persónulegur. Svo alvarlega að ég taldi mér skylt að segja mig úr þjóðkirkjunni. Í þeirri hugarglímu bar ég mig upp við þáverandi biskup – sem að vísu er ekki mik- ið vitnað til um þessar mundir. Ég var honum vel málkunnugur og sagði honum að ég gæti ekki farið með trúarjátningu þjóðkirkj- unnar. Svar hans man ég æ síðan. „Það gerir ekkert til,“ sagði hann. Má vera að skilja megi orðin sem mikið frjálslyndi. Og rétt er það að „þjóðkirkjan“ er hvorki mjög áleitin né grimm í kenningum sínum nú á dögum þótt hún hafi eitt sinn verið það. Ég geri hins vegar greinarmun á trú og kirkju- stofnun, trú og trúarsetningum – og því annars vegar sem haft er eftir Jesú frá Nasaret og hins veg- ar þeirri kenningasmíð sem aðrir menn hafa síðar sett saman úr orðum hans. Að því leyti gæti ég kannski átt heima í „Volkskirche“ – nema hvað ég er ekki lúterstrú- ar. Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að mér finnst „þjóðkirkjan“ stundum sýna nokkurt yfirlæti gagnvart öðrum kirkjudeildum. Til að mynda finnst mér titill- inn „biskupinn yfir Íslandi“ eða „biskup Íslands“ furðulega yfir- lætisfullur. Biskup er ekki aðeins stjórnandi, heldur felur heitið einnig í sér vígslustig, sbr. djákni, prestur, biskup. Hér er starfandi annar biskup, biskup kaþólsku kirkjunnar, og í þeim skilningi eru þeir jafngildir. Biskup „þjóð- kirkjunnar“ er honum ekki æðri. Leifar liðins tíma Ég vék eilítið að þessum málum, tengslum ríkis og kirkju, í bók minni Spegill þjóðar sem kom út á liðnu hausti. Þar fjallaði ég ekki ítarlega um efnið, enda snerist bókarkverið ekki um trúmál sér- staklega. Ég sagði þar að mér fyndist að ríkisvaldið ætti ekki að skipta sér af trúmálum, og við það stend ég, en ekki í skilningi „sekúlarisma“, heldur fremur að ríkisvald eigi ekki að gera upp á milli trúarbragða ellegar kirkju- deilda. Ég hef víst ekki verið nógu skýrmæltur því að Hjalti Hugason prófessor hefur misskilið mig í grein á vefsíðunni Trú.is: Hlut- leysi eða „sekularismi“ 31. jan 2011. Þar segir hann m.a.: Kirkjuskipanin í 62. gr. stjórn- arskrárinnar skapar evangelísk- lúthersku kirkjunni ekki sérstöðu vegna þess að hún er af þeirri „tegundinni“ heldur vegna þess að hún er meirihlutakirkja. Hún var umgjörð utanum trúarlíf alls þorra þjóðarinnar þegar stjórnar- skráin var sett og hefur haldið þeirri stöðu allt til þessa. Það er einvörðungu af þeirri ástæðu sem ríkisvaldinu er falið að strykja (svo) hana og vernda. Glati hún þessari meirihlutastöðu hlýtur kirkjuskipanin að missa grund- völl sinn. Ekkert bendir til þess að henni hafi nokkrun (svo) tíman (svo) verið ætlað að vera trúarpólitísk yfirlýsing um gildi einnar trúar fram yfir aðra. Mér virðist sem hér sé hug- takið Volkskirche skilið sem meirihlutakirkja. En ég er ekki sammála því að ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sé meðvitað orðað svo vegna meirihlutastöðu. Stjórnarskráin er að þessu leyti dönsk og greinin því þýðing. Ég lít hins vegar svo á að núgildandi tengsl ríkis og kirkju séu blátt áfram leifar frá þeim tími er þessi kirkja var ein og alls ráðandi. Við vitum vel að kirkjan gerði kröfu til valds yfir hugum manna og krafðist einnig harðúðlegrar ver- aldlegrar refsilöggjafar fyrir brot á einstrengingslegum kennisetn- ingum. Kristilegt siðgæði réð þá ekki för, ellegar fagnaðarerindi, heldur miskunnarlaus refsiboðun. Í 8. kafla Jóhannesarguðspjalls er frásögn af því þegar Jesús bjargaði bersyndugri konu frá grýtingu, en hin evangelíska lúterska kirkja lét drekkja henni á Þingvöllum, í Öxará. Kirkjan stóð gegn vísindalegri þekkingarleit og mannréttindum, gegn frjálsri hugsun, og það hefur kostað bar- áttu við hana að afla viðurkenn- ingar á þeim mannréttindum sem við búum nú við. Sannleiksleit, hvort heldur er trúarleg, andleg, fræðileg eða vísindaleg, byggist ekki á meirihlutastöðu. Á þeim sviðum hefur „meirihluti“ engan forgang. Búdda og Jesús voru ekki meirihlutamenn, og ekki heldur Galilei, Kópernikus, New- ton, Albert Einstein eða Stephen Hawking, svo að dæmi séu nefnd. Þess vegna hefur enginn úr- skurðarvald yfir sannleiksleit, og því á trúfélag ekki að vera metið til forréttinda eftir höfðatölu. Auk þess gegnir stjórnarskrá ekki því hlutverki að tryggja sérstaklega réttarstöðu meirihluta. Stjórnar- skrá er þvert á móti þjóðarsátt- máli sem á að tryggja réttarstöðu þjóðar og einstaklings, og þar með minnihluta. Þess vegna er þar sérstakur kafli um mannrétt- indi. Nú er að sjálfsögðu langur vegur frá stóradómi til þess svars Ólafs Skúlasonar biskups að með- limir „þjóðkirkjunnar“ þurfi ekki að játa trú sína með þeim hætti sem kirkjan þó krefst og telja verður grundvöll hennar. Samt örlar enn á fornri einþykkni innan kirkjunnar og nægir að benda á afstöðu til mannréttinda samkyn- hneigðra og þagnarskyldu presta nýverið. Raunverulegt trúfrelsi í verki Ég geri mér fulla grein fyrir því að skiptar skoðanir eru um tengsl ríkis og trúfélaga. Og ég endurtek að afstaða mín bygg- ist ekki á því að ég sé guðleys- ingi. Ég skil vel að ýmsir kvíði því hvað við tekur ef núverandi tengsl verða rofin. Frakkar rufu þessi tengsl með lagasetningu árið 1905 með hugtakinu laïcité sem er illþýðanlegt á önnur tungumál. Oft hef ég deilt um það og skilning þess við franska vini mína. Í raun átti það við að- skilnað ríkisstofnana og kirkju – og byggðist á andstöðu við klerka- og kennivald. En í hug- um margra hefur það snúist í ein- strengingslegan „sekúlarisma“ – andúð á sjálfum trúarbrögð- unum, og hefur jafnvel gengið svo langt að bannað er með öllu að bera trúartákn í opinberum skólum, hvort heldur er kross um háls hjá kristnum eða höfuð- klút múslíma – svo að ekki sé minnst á andlitsblæjur. Ég ber virðingu fyrir öllum trú- arbrögðum og þeim sem iðka trú sína í einlægni, en fyrirlít þá sem misnota þau. Mín afstaða byggist einfaldlega á jafnréttissjónar- miðum og jafnræðisreglu. Ég tel að ríkisvald eigi ekki að skipta sér af trúmálum og trúfélögum í þeim skilningi að gera upp á milli þeirra. Ég tel mig hafa sýnt fram á að orðalag og hugtakanotkun sé hæpin í 62. gr. stjórnarskrárinnar. Ég vil sjá þá breytingu að ríkis- valdið skuli styðja og vernda öll lögleg trúfélög án þess að taka að öðru leyti afstöðu til þeirra eða gera upp á milli þeirra. Með því móti er í senn tryggt raunverulegt trúfrelsi í verki og jafnrétti í anda frjálsrar hugsunar. Við vitum vel að kirkjan gerði kröfu til valds yfir hugum manna og krafðist einnig harðúðlegrar veraldlegrar refsilöggjafar fyrir brot á ein- strengingslegum kennisetningum. Kristilegt sið- gæði réð þá ekki för, ellegar fagnaðarerindi ... Breytingar á stjórnarskrá Ríki og trúfélög Njörður P. Njarðvík prófessor emeritus 34 viðhorf Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.