Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 67
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengi- legt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 1. apríl Jóhannesarpassía J.S. Bach – Mótettukór Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja kl. 17 Aðgangur 4.900/3.900 kr. Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach flutt af Mótettukór Hall- grímskirkju, Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag og glæsilegum hópi ungra ís- lenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar. Aðrir tónleikar verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 2. apríl kl. 17 og í menningarhúsinu Hofi á Akureyri sunnudaginn 3. apríl kl. 17. Litla flugan – Aukatónleikar Salurinn, Kópavogi kl. 20 Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu á Litlu flugunni í Salnum. Á síðasta ári hefði tónskáldið og myndlistarmaðurinn Sigfús Halldórsson orðið 90 ára. Ótrúlega mörg laga Sigfúsar hafa tekið sér bólfestu í þjóðarsálinni og eru það mikil verðmæti fyrir fámenna þjóð að eiga tónskáld sem býr til lög sem þjóðin syngur án fyrirhafnar. Hver kannast ekki við lögin Tondeleyo, Litla flugan, Vegir liggja til allra átta, Dagný, Við Vatns- mýrina, Lítill fugl eða Íslenskt ástarljóð? Perlur Sigfúsar verða fluttar af Stefáni Hilmarssyni, Heru Björk Þórhallsdóttur og Agli Ólafssyni. Hljómsveitarstjórn er í höndum Björns Thoroddsen. Aðrir auka- tónleikar í Salnum verða á laugardag kl. 20. laugardagur 2. apríl Megas og Senuþjófarnir með vandræði Norðurpóllinn, Seltjarnarnesi kl. 21 Megas og Senuþjófarnir flytja ýmis lög, þar á meðal af nýrri plötu sem ber heitið (Hugboð um) Vandræði og kemur út 4. apríl. Á plötunni er að finna 17 lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er sérstakur gestur á plötunni. Megas og Senuþjóf- arnir munu fylgja útgáfu plötunnar eftir með nokkrum tónleikum en tónleikarnir á Norðurpólnum verða þeir fyrstu eftir endurkomu sveitarinnar. Aðgangur 2.500 kr. sunnudagur 3. apríl Vortónleikar Jórukórsins og Ljósbrár Selfosskirkja kl. 20 Tveir kvennakórar af Suðurlandi ætla að sameina krafta sína og halda snemmbúna vortónleika. Tvennir tónleikar eru fyrirhugaðir, sunnudaginn 3. apríl í Selfosskirkju kl. 20.00 og þriðju- daginn 5. apríl kl. 20.30 í Digraneskirkju í Kópavogi. Stjórnandi Kvennakórsins Ljósbrár er Eyrún Jónasdóttir, og Jóru- kórnum stjórnar Helena R. Káradóttir. Píanóleikarar eru Gróa Hreinsdóttir með Ljósbrám og Þórlaug Bjarnadóttir með Jórum. Þeir Jóhann Stefánsson og Smári Kristjánsson leika með í nokkrum lögum. Efnisskrá kóranna er fjölbreytt og í léttari kantinum, dægurlög í bland við klassík og íslenskar söngperlur. Kórarnir eru hvor með sína efnisskrána og sameina einnig krafta sína í nokkrum lögum. Óhætt er að lofa skemmtilegum tónleikum með þessum frábæru kórum. Aðgangur 1.500 kr. B o r g a r n e s I n t e r n a t i o n a l P u p p e t F e s t i v a l Gleðilega brúðuleikhúshátíð! Hittumst í Borgarsnesi - spennandi dagskrá alla helgina. Sjá nánar á bruduheimar.is Astrid Kjær Jensen / Bernd Ogrodnik / Michael Meschke / Nicolas Gousseff / Sixfingers Theater / Sofie Krog Teater / Pétur Ben / Sýningar / Milkshake Puppet Kabarett / Námskeið / Málþing b i p B r ú ð u h e i m a r I S k ú l a g ö t u 1 7 I B o r g a r n e s i I S í m i 5 3 0 5 0 0 0 I b r u d u h e i m a r. i s I b r u d u h e i m a r @ b r u d u h e i m a r. i s KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - Fjölbreytt vöruúrval • lambalæri úrbeinuð fyllt með Camerbertosti og sveppum • lambalæri úrbeinuð fyllt með pestó og brauðteningum • rjómalögð villisveppa-, rauðvíns-, pipar- og sveppasósa • Nautalundir Wellington • Fylltar grísalundir með osti, sveppum, sólþurrkuðum tómötum • Forréttir, grafið naut eða lamb og nauta carpaccio • eftirréttir, frönsk blaut súkkulaðikaka, sælkeradraumur • Fylltar bökunarkartöflur, veislugratín, rösti-kartöflur • Kartöflusalat og sætkartöflusalat og ekta kartöflumús • tilbúnir réttir, nauta- og grísapottréttir, sænskar hakkbollur, grísasamloka, bbQ grísarif Leitaðu til fagmanna Bjarki Gunnarsson matreiðslumeistari Geir Rúnar Birgisson kjötiðnaðarmaður Fylgist með helgartilboðunum á Facebook www.facebook.com/kjotbudin Eitt glæsilegasta kjötborð landsins 100% gæða hráefn i Veisluþjónusta Kjötbúðarinnar verð Frá 1.590 kr á maNN Ungversk gúllassúpa, íslensk kjötsúpa, humarsúpa, mexíkósk kjúklingasúpa og kjöt í karrýTilBúnaR súpUR 1,6 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.