Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 54
42 matur Helgin 1.-3. apríl 2011 Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is Stout 5,8% 335 kr. fyrir 330 ml flösku Þessi stout er mjög dökkur og bragðmikill en samt mildur og ljúfur með temmilegri beiskju og alls ekki ágengur eða þungur. Það er kaffi- og jafnvel súkku- laðikeimur og reyktur tónn í honum. Þetta er bjór fyrir sælkera og hentar einstaklega vel með mat, sérstaklega aðeins sætum mat, og gæti einnig verið frábær út í sósuna. Ekki drekka hann of kaldan. Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Bollaleggingar Brögðóttur bruggmeistari V insælasti bjórinn á Íslandi er Vik- ing Gylltur frá Viking Ölgerðinni á Akureyri. Þar er á ferð afbragðsgóður lagerbjór sem fellur vel að bragðlaukum landans. Viking Ölgerð lumar þó á fleira góðgæti því þar eru nú bruggaðar fjórar bjórtegund- ir í línu sem kallast Íslenskur Úrvals. Nýjasta viðbótin í þessa úrvalslínu er Páska Bock sem fylgir í kjölfar hins geysivinsæla Jóla Bock sem sló í gegn um síðustu jól og seldist þá upp. Baldur Kárason, bruggmeist- ari Viking fyrir norðan, segir að hugmyndin að úrvalslínunni hafi kviknað fyrir nokkrum árum. „Það var strax hugmynd- in að nota þessa línu til að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi á íslenskan markað, eitthvað sem hefur ekki verið reynt áður,“ segir Baldur. „Í þessari línu er jafnan lagt meira í bjórinn. Það er ekkert til sparað í hráefnum, það fer meiri vinna og nostur í gerð allra tegundanna og allar taka þær lengri tíma í fram- leiðslu en hefðbundinn bjór. Þetta er góð æfing fyrir brugg- meistarann,“ segir Baldur einnig. Bjórinn sem reið á vaðið sumarið 2008 var fyrsti íslenski Stout-bjórinn, sem var ólíkur öllum öðrum íslenskum bjór- tegundum sem þekktust þá á markaðnum. Í fyrra bættist svo við Pils Organic sem er fyrsti íslenski bjórinn sem eingöngu er bruggaður úr lífrænu hráefni og samkvæmt lífrænt vottuðu framleiðsluferli. „Þetta er huml- aður bjór í ætt við suður-þýskan pilsbjór enda flytjum við inn líf- rænt ræktaða bæverska humla í hann,“ segir Baldur brugg- meistari. Fyrir síðustu jól kom svo, eins og áður segir, fyrsti ís- lenski Bock-bjórinn á markað, Íslenskur Úrvals Jóla Bock. „Okkur fannst vanta karakter- mikinn jólabjór á markaðinn og Bock-týpan hentaði best í það,“ segir Baldur. Velgengni Jóla Bocksins varð svo til þess að ráðist var í að brugga Páska Bock núna fyrir páskana. „Við höfðum Páska Bockinn sterkari og karamellukenndari en Jóla Bockinn enda er bragðmikill bjór hluti af páskahefðinni í bjórbruggun,“ segir Baldur einnig. Í framtíðinni má búast við fleiri bjórtegundum í úrvalslínu Viking, að sögn Baldurs, enda hefur hann nóg af hugmyndum að nýjum bjórtegundum sem hann langar að kynna fyrir ís- lenskri þjóð. „Það er klárlega markaður fyrir svona sérstak- ari bjórtegundir, sem og árs- tíðabundinn bjór, og við ætlum okkur að halda áfram að kynna nýjungar,” segir bruggmeistar- inn Baldur. Pils Organic 5% 330 kr. fyrir 330 ml flösku Þetta er eini íslenski bjórinn úr lífrænt ræktuðu hráefni. Hér er greinilega vandað til verka. Léttur með greinilega humla í bragði, létta beiskju og ferskleika. Það er vor í honum og fágun sem minnir á annan afbragðs pilsner, hinn belgíska stjörnubjór Stella Artois. Þetta er tyllidagabjór. Jóla Bock 6,2% Aðeins fáanlegur um jól. Þessi bjór kom eins og stormsveipur inn á jólamarkaðinn í fyrra og fékk bæði góða dóma og viðtökur. Mikil og góð lykt. Sætur með karamellu- keim, aðeins ristaður með löngu möltuðu eftirbragði. Fullur munnur af bragði og frábær matarbjór. Páska Bock 6,7% 419 kr. fyrir 330 ml flösku. Bock bjór var mikið bruggaður á vorin í Evrópu hér á árum áður og oftar en ekki notuðu bæverskir munkar bock-bjór sem sína einustu næringu á föstunni. Þessum bjór svipar mjög til Jóla Bocksins. Hann er þó ögn kröftugri og maður finnur meira fyrir alkóhólinu en finnur þó sama góða maltaða eftirbragðið. Þessi er fullkominn með páskalambinu. Má alls ekki drekkast of kaldur. Það var strax hugmyndin að nota þessa línu til að koma með eitthvað nýtt og öðru- vísi á íslenskan markað, eitt- hvað sem hefur ekki verið reynt áður ... Baldur Kárason, bruggmeistari Viking „Í þessari línu er jafnan lagt meira í bjórinn. Það er ekkert til sparað í hráefnum, það fer meiri vinna og nostur í gerð allra tegundanna og allar taka þær lengri tíma í framleiðslu en hefðbundinn bjór. Þetta er góð æfing fyrir bruggmeistarann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.