Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 48
Hægfara aðlögun Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL B Barnsfæðing breytir pari í fjölskyldu. Það verður grundvallarbreyting og ábyrgðin eykst. Segja má að alvara lífsins taki við. Kornabarnið þarf stöðuga umönnun, það er ekki lengur hægt að leyfa sér að sofa út, fara að vild út á kvöldin. Barnið stækkar og hugsanlega bætast fleiri í hópinn. Við tek­ ur rútínan, uppeldi barnanna, skólaganga þeirra, félagslíf og vinna foreldranna. Í flestum tilfellum fellur lífið í fastar skorður kjarnafjölskyldunnar sem um leið á athvarf í stórfjölskyldu og vinahópi. Þetta mynstur þekkjum við hjónakornin vel, vorum ung þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn og hófum búskap. Við höfum því ekki kynnst öðruvísi lífi en með barn eða börn, stórt heimili og stuð, hæfilegan hávaða og eðlileg læti sem fylgja hressum krökkum og vinahópi þeirra. Utan um barnaskarann þarf nógu stórt húsnæði og stóra matarskammta – og eilíft puð for­ eldranna, ekki ósvipað því sem við sjáum í náttúrunni þar sem fuglapar er á stöðugum þönum í ormaleit og goggar sísvangra unga bíða galopnir í hreiðrinu. Allt er þetta dásamlegt stríð og eftirsókn­ arvert, lífsins gangur. Hópurinn stækkar enn þegar viðhengi bætast við, kærustur og kærastar. Þá er vissara að hafa nóg í kæli­ skápnum. Goggarnir eru enn opnir. Kostur­ inn er þó sá að ekki þarf að mata lengur en spurningin er eftir sem áður: „Er eitthvað til að éta hérna?“ Foreldrar í þessari stöðu eru því vanir að kaupa stóra skammta þegar leiðin liggur í stórmarkaðinn. Aldursmunur á yngsta og elsta barni okkar er talsverður, eða sext­ án ár, en það breytir ekki því að hópurinn var stór þegar best lét, sex fastir í heimili, gjarna viðhengi með og ekki munaði um kepp í sláturtíðinni þannig að tilvalið var að hringja stundum í afa og ömmu. Tíu manna hópur við kvöld­ verðarborð var því oft­ ar en ekki raunin. En það er l íka gangur lífsins, eftir að v ið ­ hengin breyt­ ast í tengdabörn, að unga fólkið fer smám sam­ an að heiman, sjálft í sitt dásamlega stríð. Þannig á það auðvitað að vera. Við hjónin höfum því haft drjúgan aðlögunartíma í þeirri fækkun en horfðum engu að síður hvort framan í annað á dögunum þegar síð­ asti unginn flaug úr hreiðrinu. Við vorum ein eftir. Hávaðinn og ærslin eru liðin tíð – nema þegar barnabörnin koma í heimsókn. Þetta eru viðbrigði fyrir þá sem eytt hafa á fjórða áratug í það að hafa í og á stóra fjölskyldu. Kannski ekki eins mikil og þegar fyrsta barn fæðist – en samt. Hvernig eiga hjón sem alla tíð hafa haft börn, unglinga og ungt fólk í kringum sig að hegða sér þegar þau eru skyndilega orðin alein í þögninni, fólk sem þrátt fyrir allt er enn á besta aldri vegna þess að það skellti sér í barneignir um það áratug fyrr en tíðkast meðal ungs fólks í dag? Við treystum því að við þyrftum ekki að fara í sérstaka aðlögun miðaldra fólks, byggðum það á áratugalangri sambúð. Allt hefur það heppnast bærilega. Lífið geng­ ur sinn vanagang, þrátt fyrir fámennið. Við förum í vinnuna á morgnana, kíkjum á sjónvarpið á kvöldin og reynum að gera eitthvað skemmtilegt um helgar. Fráleitt erum við byrjuð í golfi né farin að huga að krumpudýraferðum til Kanaríeyja sem hvort tveggja eru merki þess að aldur sé eitthvað að færast yfir. En eitt hefur ekki breyst. Við kaupum enn í matinn fyrir stórfjölskyldu. Við átt­ um okkur yfirleitt ekki á þessum magn­ innkaupum fyrr en við sjáum afganginn. Auðveldlega gætum við boðið fimm til átta manns í matinn. Við kunnum ekki að elda fyrir tvo. Því eigum við mat fyrir næsta dag og gjarna þarnæsta líka. Okkur fannst þetta bara þægilegt fyrst í stað, hituðum hiksta­ laust upp kássuna frá því í gær eða fyrra­ dag. Það var hvort eð var enginn sem gerði athugasemdir við þessa undarlegu matar­ menningu okkar, allir farnir að heiman. Ég sá þó að konu minni blöskraði þegar við sáum fram á að einn rétturinn dygði fjórða daginn í röð. Sá fékk flýtimeðferð í tunnuna. Samt gómaði ég hana næsta dag í stórmarkaðnum. Af gömlum vana greip hún þrjá bakka af algengri matvöru og setti í innkaupakerruna. „Hverjir verða í mat hjá okkur í kvöld, mín kæra?“ spurði ég og benti á bakkana. „Engir,“ svaraði hún, „af hverju spyrðu?“ „Þetta er svona sexfaldur skammtur fyrir okkur tvö,“ sagði ég og benti á bakkana. Hann dugar okkur út vikuna. Ég nenni varla að borða sama matinn fram á næsta sunnudag.“ Um leið teygði ég mig í tvo af þessum þremur bökkum og setti þá aftur á sinn stað. Þegar ég renndi kerrunni áfram sá ég útundan mér að konan nældi í annan pakkann aftur. „Maður veit aldrei,“ sagði hún. „Það gæti einhver kíkt til okkar.“ Te ik ni ng /H ar i world class.is Súperform Peak Pilates Hot Rope Yoga Mömmutímar Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000 B es tu n B irt in ga hú s NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST A llt frá stofnun lýðveldisins hefur það verið ætlun Alþingis að endurskoða stjórnarskrána. Alkunna er hvernig til hefur tekist. Eftir langan aðdraganda og ýmis skakkaföll hefur Alþingi nú falið sérstöku stjórn­ lagaráði, skipuðu 25 konum og körlum, það verkefni að semja frumvarp að nýjum sáttmála utan um þjóðskipulag okkar. Stjórnlaga­ ráðið er nú fullskipað og tekur til starfa í næstu viku. Ég er einn þeirra sem hafa tekið sæti í ráðinu. Nú er lag Vissulega þurftum við að spyrja okkur ýmissa samviskuspurninga áður en við þáðum boð um setu í ráðinu, ekki síst í ljósi úrskurðar Hæstaréttar um ógildingu kosn­ ingar til stjórnlagaþings. Bent hefur verið á alvarlegar rökvillur í þeim úrskurði en ákvörðun dómar­ anna var engu að síður endanleg. Við sem munum sitja í stjórnlaga­ ráði berum hvorki ábyrgð á þeim mistökum sem leiddu til úrskurð­ arins né heldur á þeirri lausn máls­ ins sem nú liggur fyrir. Við höfum einungis skyldur við þjóð og þing um að vinna vel og samviskusam­ lega að því verkefni sem okkur er falið. Þeir 25 sem fengu mestan stuðning í kosningunni höfðu 83% gildra atkvæða að baki sér. Þetta má lesa út úr talningu landskjör­ stjórnar sem Hæstiréttur hefur ekki borið brigður á. Stuðningur við hópinn var því mikill meðal þeirra sem kusu. Það er ábyrgðarmikið verkefni að gera endurbætur á stjórnar­ skránni og starfstími stjórnlagar­ áðs er knappur. Með samstilltu átaki vænti ég þess engu að síður að unnt verði að leggja fyrir þing og þjóð ígrundað frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga innan settra tímamarka. Í því starfi er fengur að góðum ábendingum frá Þjóðfundinum 2010. Að auki er mikils að vænta af vinnu stjórn­ laganefndar þeirrar sem hefur unnið sleitulaust frá síðastliðnu sumri að gagnaöflun og greinar­ gerðum um stjórnarskrármálið. Niðurstaða nefndarinnar verður lögð fyrir stjórnlagaráðið um leið og það kemur saman. Ákvörðun mín um að taka sæti í ráðinu byggðist ekki síst á því að nú býðst langþráð tækifæri. Gangi það okkur úr greipum er hætt við að þess verði langt að bíða að til verði vandaður, auðskilinn og sanngjarn sátt­ máli um lýðræðis­ skipulag okkar; sáttmáli í búningi stjórnarskrár sem verði þjóðinni hjartfólgin. Mark­ miðið má ekkert minna vera. Því verður í starfi stjórnlagaráðs að tryggja að þjóðin fái sem víðtæk­ asta aðkomu að málinu. Það er hún sem er hinn raunverulegi stjórnar­ skrárgjafi. Snúa þarf við blaðinu Ónot eru í mörgum0 landsbúum yfir ásigkomulagi þjóðarinnar nú rúmum tveimur árum eftir hrunið mikla. Væntingar um breytt og bætt þjóðfélag í kjölfar hrunsins voru miklar. Öndvert við það sem gerst hefur víða annars staðar tók almenningur á sig verulega kjaraskerðingu nánast möglunar­ laust, enda vissu allir að svokallað góðæri árin á undan hruninu var byggt á sandi. Vissulega hefur margt áunnist þessi tvö erfiðu ár. Tekist hefur að hemja afleiðingar hrunsins og atvinnuleysi varð ekki eins mikið og óttast var. En sið­ bótin hefur látið á sér standa. Enn er beðið eftir því að sannleikurinn um forkólfa hrunsins verði dreginn fram í dagsljósið fyrir dómstólum. Sumir þeirra sem gengu frjálslega um fjárhirslur bankanna eru aftur farnir að berast mikið á. Mörgum finnst verklag hjá stjórnvöldum og á Alþingi lítt hafa breyst til batn­ aðar. Svo mætti lengi telja. Það er í þessu umhverfi sem stjórnlagaráð hefst handa við að betrumbæta stjórnarskrána. Von­ andi fagna flestir þessu skrefi, en svo eru öfl sem reyna að gera starf­ ið tortryggilegt. Það verður því á brattann að sækja. Við sem höfum tekið verkefnið að okkur verðum að reynast trausts verð, við verðum að vinna þannig að sómi sé að og skila frá okkur lokaskjali sem njóti hylli þjóðarinnar. Að þessu verðum við að einbeita okkur. Stjórnlagaráð Stjórnarskráin verður að vera þjóðinni hjartfólgin Þorkell Helgason stærðfræðingur, var kjörinn á stjórnlagaþing 36 viðhorf Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.