Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Síða 2

Fréttatíminn - 08.07.2011, Síða 2
Fréttatíminn fluttur í Kaaber-húsið N ú síðast kallaði kona á eftir mér að ég hefði lagt í stæði fyrir fatlaða,“ segir María. „Ég sagði henni þá að líta á miðann í framrúðunni og þá hrópaði hún á eftir mér: „Þú ert ekki í hjólastól!“ Þá fór ég til hennar og sagði henni að það væru alls konar aðrar ástæður fyrir því að fólk fengi þessi stæðiskort og það þyrfti ekki endilega að vera í hjólastól. Þá sagði hún bara að sér væri alveg skítsama og hún væri bara ósammála því. Þá sagði ég henni að ég væri með MS og nokkra gigtarsjúk- dóma og mér þætti hún sýna rosalega mikinn dónaskap. Þá baðst hún flótta- lega fyrirgefningar.“ María segir að þessi uppákoma sé síð- ur en svo einsdæmi. Hún hafi meðal ann- ars lent í því að fólk slái í bílinn hennar og sendi henni alls kyns glósur. „Þetta er frekar algengt og það er ekki bara ég sem lendi í þessu. Ég er alltaf að heyra af fólki sem er ekki með sýnilega fötlun og verður fyrir aðkasti þegar það leggur í þessi stæði. Þetta er mjög óþægilegt og ég er farin að forðast að leggja í þessi stæði. Ég hef stundum snúið við og farið bara heim; hætt við að fara í búðina af því að mér finnst þetta svo óþægilegt.“ „Við könnumst við þetta vandamál,“ segir Hafdís Runólfsdóttir, ferlismála-  Sérmerkt bílaStæði Fatlaðir verða Fyrir áreiti María Pétursdóttir stríðir við fötlun en hikar við að nýta sér rétt sinn á sérmerktum bílastæðum fyrir fatlaða vegna áreitis samborgaranna sem eiga það til að ganga býsna langt þar sem fötlun Maríu er ekki sýnileg. Óþarfa afskiptasemi og dónaskapur María Pétursdóttir glímir við MS-sjúkdóminn og gigt. Hún á því erfitt með að ganga og hefur, vegna fötlunar sinnar, merki í bíl sínum sem heimilar henni að leggja í stæði fyrir fatlaða. Þar sem hún ber hins vegar ekki fötlun sína utan á sér verður hún svo oft fyrir áreiti og skömmum samborgaranna að hún er farin að forðast þau bílastæði sem ætluð eru fötluðum. Þekkt vandamál, segir fulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu. fulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Ís- lands. „Það eru margir sem lenda í þessu, og þá sérstaklega þeir sem ekki eru með sýnilega fötlun. Merkið er þannig gert að margir tengja þetta við hjólastólana og það er erfitt að eiga við þetta vegna þess að það eru svo margir með fötlun sem ekki er sýnileg en eiga ein- hverra hluta vegna erfitt með gang og hafa þess vegna rétt á þessum stæðiskortum.“ María segir margvíslegar ástæð- ur fyrir skertri göngugetu kalla á alls konar misskilning. „Þannig að fólk á bara ekkert að vera að skipta sér af þessu. Löggan og stöðumæla- verðir sjá um að sekta ef einhver er að misnota þetta og fólk á bara að láta þetta í friði. Það er mjög óþægi- legt fyrir fólk sem er með einhverja fötlun að þurfa einhvern veginn að vera með allra augu á sér, “ segir María sem finnst óþarfa tauga- veiklun ríkja hjá fólki í kringum bílastæði fyrir fatlaða. Ekki síst þar sem hún verði afar sjaldan vör við ómerkta bíla í stæðunum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Stæðiskort með ströngum skilyrðum Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða þarf umsækjandi að hafa, annað hvort sem öku- maður eða farþegi, sérstaka þörf fyrir ívilnun til að leggja ökutæki vegna heimilis, vinnu eða annarr- ar starfsemi vegna þess að „hann getur ekki gengið eða á mjög erfitt með að hreyfa sig nokkurn spöl“. Læknisvottorð verður að fylgja umsókn um stæðiskort og lögreglustjóri leggur síðan sjálf- stætt mat á umsóknina og tryggir að fullnægjandi upplýsingar um hreyfihömlun umsækjanda liggi fyrir áður en ákvörðun um útgáfu korts eða endurnýjun er tekin. Þetta er mjög óþægilegt og ég er farin að forðast að leggja í þessi stæði. Leiðrétting Í umfjöllun Fréttatímans 24. júní um kynferðis- brot í Landakotsskóla var ranglega sagt að Hinrik Frehen hefði verið sá biskup kaþólsku kirkjunnar sem fékk ábendingar um kynferðisbrot árið 1963. Hið rétta er að þá var annar maður biskup kaþólskra á Íslandi. Hinrik Frehen tók ekki við sem biskup fyrr en 1968. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Þau voru blaðsins en ekki við- mælandans. Fréttatíminn er fluttur á nýjan stað, í glæsilegt húsnæði að Sætúni 8 í Reykjavík, sem betur er þekkt sem Kaaber-húsið. Húsið hefur verið endurnýjað að utan jafnt sem innan en aðsetur Fréttatímans er í björtu risi hússins. Auglýsingastofan Fíton hefur einnig sameinað alla starfsemi sína undir einu þaki í Kaaber-húsinu, þ.m.t. birtingafyrirtækið Auglýsingamiðlun, framleiðslufyrirtækið Miðstræti og vefsíðu- fyrirtækið Atómstöðina. Þá eru fasteignafélagið Þórsgarður og Meira leiguhúsnæði með aðstöðu í húsinu. Kaaber-húsið hefur lengi sett svip á umhverfi sitt og þaðan er fögur sjávarsýn yfir sundin blá, Esju, Akrafjall og Skarðsheiði. Húsið var teiknað 1947, byggt úr steinsteypu og tekið í notkun á fyrstu árum sjötta áratugarins en þar var Kaffibrennsla Ó. Johnson & Kaaber. Arkitekt var Sigmundur Halldórsson. Auk kaffibrennslunnar var Ludwig David-kaffibætir framleiddur í húsinu svo segja má að ljúfur kaffiilmur hafi fylgt því. Eftir að kaffibrennslan flutti var þar framleiðsla á Sani-pappírsvörum og fleiru. Enn fremur var þar lager Heimilistækja eftir að kaffi- framleiðslan fluttist á Tunguháls. Í þessu sögufræga húsi líta starfsmenn Frétta- tímans björtum augum til framtíðar. - jh Ráðherra skoðar malarvegi vestra Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fór í vikunni, ásamt fylgdarliði frá ráðuneytinu og Vegagerðinni, vestur á firði til að kynna sér stöðu vegamála í fjórðungnum. Þar eru malarvegir algengari en í öðrum fjórðungum, einkum í Barðastrandarsýslu, en deilur hafa staðið um vegstæði þar árum saman. Ráðherra hitti sveitarstjórnarfólk og starfsmenn Vegagerðarinnar og ræddi einnig við lögreglumenn, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins. Rætt var um það sem fram undan er í vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og fram kom hjá sveitarstjórnar- mönnum að samstaða væri um það í Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga að áhersla skyldi lögð á vegafram- kvæmdir í Barðastrandarsýslu og síðan framkvæmdir við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. - jh Lj ós m yn d/ H ar i Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S GERÐU VERÐSAMANBURÐ LÆGRA LYFJAVERÐ Í 14 ÁR –einfalt og ódýrt Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri Bardagamaðurinn í búrinu Gunnar Nelson er sá harðasti en honum leiðist ofbeldi María Bergsdóttir upplifði aðfarir lögreglunnar sem nauðgun og segist aldrei munu bíða þess bætur. Ljósmynd/Hari 32 34 Viðtal Fórnarlamb SelFoSSlögreglunnar síða 24 Eigendur strípa íbúðir áður en bankarnir taka þær yfir 2. tölublað 1. árgangur Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S HELGARBLAÐ 15.-17. október 2010 3. tölublað 1. árgangur Lindsay Lohan Óþekkasta stelpan í Holly- wood en alltaf flott í tauinu 52 b ankar hafa þurft að kæra fyrrverandi eigendur hús-næðis, sem þeir hafa yfir- tekið, til lögreglu fyrir skilasvik. Dæmi eru um að reitt fólk, sem misst hefur eignir sínar, hafi gert þær tilbúnar undir tréverk. „Ástandið er þannig að fólk, sem misst hefur íbúðir sínar, hefur í síauknum mæli ráðist í að hreinsa allt út úr þeim áður en lánastofn- anir taka þær yfir. Fólk tekur eldhúsinnréttingar, baðinnrétt- ingar, skápa, hurðir og í sumum tilvikum gólfefni. Við verðum æ oftar vör við þetta. Það er mikil reiði í fólki gagnvart bönkunum og stemningin er þannig að bank- arnir eigi ekkert skilið. Þetta er auðvitað hörmulegt,“ segir Grét- ar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, í samtali við Fréttatímann. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, stað- festir í samtali við Fréttatímann að bankinn hafi kært eitt slíkt tilvik til lögreglu. „Við vitum um örfá tilfelli þar sem skil á eignum hafa ekki verið fullnægjandi og eitt mál er í farvegi hjá lögregl- unni,“ segir Kristján. Már Másson, upplýsinga- fulltrúi Íslandsbanka, segir nokkur dæmi um eignaspjöll hafa komið inn á borð til bank- ans og þau hafi í öllum tilvikum verið kærð. „Við erum með skýra línu í þessu og sendum öll mál til lögreglu þar sem grunur leikur á slíku,“ segir Már. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Íbúðalánasjóðs en eftir því sem næst verður komist hafa þó nokkur mál tengd eignaspjöllum komið inn á borð sjóðsins. oskar@frettatiminn.is Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Hús og Hönnun Ítarlegur og litríkur kafli helgaður heimilinu Ómissandi bækur, tíska, næturlíf ... Edda Pétursdóttir nefnir það sem hún getur ekki verið án. 31í miðju blaðsins Þörf er á forystu á öllum sviðum samfélagsins Ég sé fyrir mér glottið og full- nægju þess valdasjúka að ná fram vilja sínum með því að sví- virða mig á eins hrottafenginn hátt og hægt er að gera nokkurri manneskju. María Bergsdóttir er skugginn af sjálfri sér eftir að Selfosslög- reglan þvingaði þvaglegg upp í líkama hennar Reiðir íbúar hreinsa allar innréttingar, gólfefni og hurðir úr íbúðum áður en þær eru teknar yfir. Bankar hafa þurft að kæra til lögreglu. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir fólk reitt í garð bankanna og grípi því til aðgerða.  kæra Þvaglegg ÞröNgvað upp gegN vilja koNu „Bæturnar eru ásættanlegar,“ segir Jón Egils- son, lögmaður Maríu Bergsdóttur sem krafðist bóta frá ríkinu og hefur nú fengið þær vegna meðferðar eftir handtöku fyrir utan Selfoss í mars 2007. Hún var grunuð um ölvunarakstur. Við töku þvagsýnis var þvaglegg þröngvað upp í líkama konunnar gegn vilja hennar. María lýsti upplifun sinni í Fréttatímanum í fyrrahaust. Þar sagði m.a.: „Ég gat enga björg mér veitt heldur lögðust á mig fimm karlmenn og með aðstoð læknis og hjúkr- unarfræðings var eins og mér væri nauðgað á steinbekknum.“ Hún missti ökuréttindi í eitt ár og var dæmd í þrjátíu daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa í frammi lífláts- hótanir við lögreglu. María kærði meðferðina til ríkissaksóknara en hann sá ekki ástæðu til að fara lengra með málið. Umboðsmaður Alþingis tók málið hins vegar upp sjálfstætt og eftir bréfaskriftir á milli hans og ráðuneytis komst þáverandi dóms- og mannréttindaráðu- neyti að þeirri niðurstöðu að fallast mætti á að í umræddu máli hefði ekki verið gætt að grundvallarreglunni um meðalhóf, sem þýðir að lögreglumennirnir hafi gengið of harkalega fram. Jafnframt kom fram í svari ráðuneytisins að forðast ætti að nota þvaglegg til að taka þvagsýni í þágu rannsóknar. María var ósátt við niðurstöðu dómstóla en Jón segir hana mjög þakkláta umboðsmanni Alþingis fyrir að taka „þvagleggsmálið“ upp að eigin frumkvæði. Sama gildi um Ögmund Jón- asson innanríkisráðherra sem hafi gefið sér tíma til að skoða málið. Einar Karl Hallvarðs- son, hæstaréttarlögmaður hjá ríkislögmanni, hafi einnig lagt sig fram til að ná sáttum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fær bætur vegna „þvagleggsmálsins“ Umboðsmaður Alþingis tók málið upp sjálfstætt. Forðast á að nota þvaglegg til að taka þvagsýni til rannsóknar. Eins og mér væri nauðgað á stein- bekknum. Forsíða Fréttatímans þar sem María Bergsdóttir lýsti reynslu sinni sem hún líkti við nauðgun. Hún hefur nú fengið ásættanlegar bætur vegna meðferðarinnar. Skannaðu kóðann eða farðu á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina. gulrótasúpa með vorlauk og sýrðum rjóma Rjómi með tappa endist lengur! ATH! 2 fréttir Helgin 8.-10. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.