Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 6

Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 6
H ámarks miskabætur sem ríkið tryggir þolendum afbrota hafa ekki hækkað í sextán ár. Upphæðin er langtum lægri en annars staðar á Norður- löndunum. Hér er hún 600 þúsund krónur að hámarki en í Noregi 50 milljónir, eða ríflega 83 sinn- um hærri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill endurskoða skaða- og miskabótalöggjöfina. Árið 1995 voru sett lög um að ríkissjóður greiði þolendum af- brota bætur sem þeim hafa verið dæmdar. Tilgangur laganna var meðal annars að koma í veg fyrir að þolendur ofbeldis- og kynferðis- brota þyrftu að rukka brotamenn. Bæturnar skiptast aðallega í tvo flokka, miskabætur og skaðabætur. Skaðabætur eru dæmdar vegna líkamstjóns og eiga meðal annars að ná yfir vinnutap og sjúkrakostn- að. Hámark skaðabóta sem ríkið ábyrgist þolendum eru tvær og hálf milljón króna. Miskabætur eru yfirleitt dæmdar í kynferðisbrotum vegna tjóns sem ekki verður metið til fjár og eru meira tilfinningalegs eðlis. Hámark miskabóta sem ríkið ábyrgist er 600 þúsund krónur en að lágmarki 400 þúsund. Ríkið rukkar afbrotamenn sem nemur þessum upphæðum en séu brota- þolum dæmdar hærri bætur þurfa þeir sjálfir að rukka brotamenn sína. Sýslumannsembættið á Siglufirði annast málefni skaða- og miska- bóta. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur embættisins, segir augljósa galla á fyrirkomulaginu. „Upphaflega voru lögin sett til að hlífa þolendum í kynferðisbrota- málum við að innheimta brotamenn sína sjálfir en nú eru það fyrst og fremst þolendur kynferðisbrota sem lenda í því.“ Upphæðin sem ríkið tryggir hef- ur ekkert hækkað síðan lögin voru sett og Halldór segir það löngu tímabært. „Við erum að dragast verulega aftur úr nágrannaþjóðum okkar í þessum málum. Í Noregi tryggir ríkið að hámarki 50 millj- ónir króna í miskabætur eða lág- marks ársframfærslu sinnum 40 ár. Í Svíþjóð tryggir ríkið að hámarki 26 milljónir eða lágmarks ársfram- færslu sinnum 20 ár.“ Í alvarlegum kynferðisbrotum er algengt að dæmdar miskabætur séu um ein til tvær milljónir króna. „Það er mjög vont að stór hluti þol- enda gangi með óbætt tjón,“ segir Halldór. Að mati Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra er ekki eðlilegt að ríkið geri mun á þessum bóta- flokkum. „Það er ástæða til að enduskoða löggjöfina og samræma upphæðina sem ríkið tryggir í miska- og skaðabótamálum. Mér finnst ekki gefið að það eigi að vera ríkari ábyrgð gagnvart skaðabótum en miskabótum, nema síður sé.“ Hann segir málið hafa verið til umræðu hjá innanríkisráðuneytinu en engin formleg vinna sé hafin við endurskoðun á lögunum. „Að hluta til er þetta kynbundið mál. Karlar eru í meirihluta þeirra sem hljóta líkamstjón og fá því tryggðar skaðabætur. Konur eru meirihluti þeirra sem dæmdar eru miskabætur en fá ekki miskann bættan nema að hluta.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is  Dómsmál misræmi í skaða- og miskabótum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Telur að endurskoða verði lög og samræma þær upphæðir sem ríkið ábyrgist í öllum ofbeldismálum. Ljósmynd/Hari Óeðlilegt að ríkið tryggi líkamlegt en ekki andlegt tjón Innanríkisráðherra telur að samræma verði upphæð miskabóta og skaðabóta sem ríkið tryggir þolendum í ofbeldismálum. Ekki sé rétt að ríkið ábyrgist tvær og hálfa milljón króna fyrir líkams- tjón en aðeins 600 þúsund vegna andlegs tjóns. Landsdómur verði felldur niður Landsdómur verður felldur niður gangi tillögur stjórnlagaráðs eftir. Í tilkynningu ráðsins kemur fram að það samþykkti breytingartillögu C-nefndar um að landsdómur verði lagður niður í núverandi mynd og verkefni hans færð til almennra dómstóla. Í ákvæðinu kemur fram að þingnefnd, þriðjungur þingmanna eða forseti Íslands geti vísað til Hæstaréttar að dæma hvort lög, stjórnarathafnir eða at- hafnaleysi stjórnvalda samrýmist stjórnarskrá. Fallið er frá sérstakri skipan Hæstaréttar í þeim tilfellum eins og var í fyrri tillögum. - jh Fyrrum landsbanka- stjórnendum stefnt Lögfræðingi Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, hefur verið birt stefna samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins. Stefnan tengist tveimur atvikum sem áttu sér stað í aðdraganda falls gamla Landsbank- ans. Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans stefndu í síðustu viku Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur sem var forstöðumaður fyrirtækjasviðs bankans. Elínu var stefnt vegna ábyrgða sem Kaupþing veitti til að tryggja lán úr Landsbankanum, en voru ekki innheimtar. Halldóri var einnig stefnt vegna þess máls og vegna millifærslna upp á átján milljarða til Straums Burðaráss, nokkrum dögum áður en Landsbankinn varð gjaldþrota. Í fréttinni kemur fram að lögfræðingi Sigurjóns var birt stefnan vegna sömu mála og Halldóri var stefnt fyrir. -jh Helgin 8.-10. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.