Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 8

Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 8
Örfáum mín- útum síðar kom vinur minn að mér liggjandi í götunni og ókunnuga manninum grátandi og öskrandi við hlið mér.“ Eftir útgáfu ríkissjóðs á skuldabréfi í dollurum í síðasta mánuði hafa líkur á neikvæðum áhrifum á gjaldeyrisflæði, og þar með gengi krónu vegna gjalddaga á erlendum lánum ríkissjóðs næstu árin, minnkað mikið og að öðru óbreyttu eru slík áhrif raunar ólíkleg að mati Greiningar Íslandsbanka. Með útgáfunni, sem nam milljarði Bandaríkjadollara, var tryggð endurfjármögnun þess hluta gjaldeyrisforða Seðla- bankans sem fenginn var að láni með skuldabréfaútgáfum fyrir hrun. Um er að ræða tvær skuldabréfaútgáfur í evrum; annars vegar bréf með gjald- daga í desember á þessu ári þar sem nú eru útistandandi 290 milljónir evra, og hins vegar bréf með gjalddaga í apríl á næsta ári þar sem rúmlega 164 milljónir evra eru útistandandi. Miðað við stundargengi evru gagnvart dollar samsvara framangreindar upphæðir u.þ.b. 658 milljónum dollara, og framangreind dollaraútgáfa gerir því gott betur en duga fyrir gjalddögunum tveimur. - jh Dollaraútgáfa ríkissjóðs skapar aukið svigrúm Raungengi krónunnar lækkar Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,2% á milli maí og júní á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Þessi lækkun er tilkomin vegna lækkunar á nafn- gengi krónunnar á tímabilinu sem lækkaði um 0,6% í júní miðað við vísitölu meðalgengis. Verðlag hefur vegið eitthvað upp á móti áhrifum nafngengis á raungengi á þessu tímabili en það hækkaði um 0,5% miðað við vísitölu neysluverðs á sama tíma, að því er fram kemur í tölum Seðlabanka Íslands. Raungengi krónunnar hefur lækkað stöðugt frá nóvember á síðasta ári og nemur lækkunin á því tímabili 5,4%. Þessa lækkun má rekja, segir Greining Íslandsbanka, til lækkunar á nafngengi krónunnar á tímabilinu en það hefur lækkað um 6,9% frá því í nóvember miðað við vísitölu meðalgengis. Verðlag hér á landi hefur því verið að hækka nokkuð umfram verðlag erlendis á þessum tíma og þar með vegið upp á móti áhrifum nafngengislækkunarinnar á raungengið. - jh Í var var ásamt félaga sínum í fríi í Barce-lona á Spáni þegar ráðist var á hann. Þeir voru gangandi á leið heim af veit- ingastað þegar atvikið átti sér stað. Félag- arnir urðu viðskila við gatnamót í nokkrar mínútur þegar Ívar hélt áfram göngu sinni en félaginn fór að kaupa drykki. „Þá kom hlaupandi að mér maður sem virtist vera á grimmum eiturlyfjum. Hann virtist vera algjörlega sturlaður og ég reyndi að tala við hann og einhvern veginn að losa mig við hann. Það næsta sem ég man var að ég lá á jörðinni og maðurinn ofan á mér að reyna að kyrkja mig. Hann hélt höndunum á mér niðri með hnjánum og ég hélt að ég væri við það að deyja. Ég var samt sannfærður um að þetta væri ekki rétti tíminn til þess og náði því einhvern veginn að losa mig undan honum,“ segir Ívar sem man ekki eftir því sem gerðist næst. „Örfáum mínútum síðar kom vinur minn að mér liggjandi í götunni og ókunnuga manninum grátandi og öskrandi við hlið mér.“ Ívar segir árásarmanninn þá hafa hlaupið í burtu. Vini hans hafi brugðið mjög yfir sjóninni sem við honum blasti. „Þegar hann leit á mig öskraði hann upp yfir sig og sagði mér að það vantaði á mig vörina. Við það rankaði ég við mér og fann að ég var allur rennvotur af blóði, eins og ég hefði dottið ofan í poll.“ Ívar segir árásarmanninn hafa bitið af honum neðri vörina og hluta af hök- unni. Í andlitinu á honum hafi verið skýr tannaför. Félagi Ívars hringdi á sjúkrabíl en óratími leið þar til hann kom á staðinn. „Hann kom ekki fyrr en eftir að búið var að hringja fjórum sinnum.“ Fyrst var farið með Ívar á sjúkrahús þar sem gert var lítillega að sárum hans. Síðar var hann sendur á annað sjúkrahús þar sem hann undirgekkst bráðabirgðaaðgerð og sárunum var lokað. Þannig flaug hann heim til Íslands og hér heima gekkst hann undir viðamikla lýtaaðgerð. Tekin var húð og vefur frá öðrum stöðum í munninum og ný neðrivör mynduð á hann. Tvær vikur eru liðnar síðan Ívar fór í aðgerðina og hún virð- ist hafa tekist vel. „Neðri vörin var mjög lítil eftir aðgerðina en það á enn eftir að teygjast mikið á henni,“ segir Ívar sem ef til vill þarf að gangast undir fleiri aðgerðir. Að hans sögn var árásin honum mikið áfall og andlit hans er verulega breytt eftir hana. Samkvæmt læknum tekur þó rúm- lega tvo mánuði að ná bata eftir aðgerðina. Ívar verður frá vinnu að minnsta kosti fram í ágúst og hefur atvikið haft talsverð áhrif á líf hans og störf. Hann er rappari í hljómsveitinni Original Melody, sem sent hefur frá sér tvær breiðskífur. Í sumar hugðist Ívar vinna að sinni fyrstu sólóplötu en þær fyrirætlanir eru nú í uppnámi. Óvíst er hvernig ferillinn þróast og hvenær Ívar getur rappað á ný. thora@frettatiminn.is  lÍKAMSÁRÁS MAðuR bitinn Neðri vörin bitin af Ívar Schram varð fyrir tilefnislausri árás ókunnugs manns á götu úti í Barcelona á dögunum. Árásarmaðurinn beit af honum neðri vörina og hluta af hökunni. Ívar hefur gengist undir tvær aðgerðir og þarf ef til vill að fara í fleiri. Ívar gekkst undir viðamikla lýtaaðgerð þar sem búin var til ný neðri vör á hann. iPad 2 Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is Fullkominn ferðafélagi RÝMINGARSALA ALLAR VÖRUR Á 50 % AFSLÆTTI 7.-15. JÚLÍ Basarinn í Austurveri Nytjamarkaður Kristniboðssambandsins Háaleitisbraut 68 Opið virka daga kl. 11-18 Gerið góð kaup á nýjum og notuðum hlutum, s.s. fötum, bókum, skrautmunum, hljómplötum og mörgu fleiru. Við tökum á móti notuðum frímerkjum, helst á umslögunum og komum þeim í verð. Allur ágóði rennur til starfsins í Eþíópíu, Keníu, Japan og víðar. SUMAR LEIKUR ATLANTSOLÍU Á HVERJUM DEGI TIL 1. ÁGÚST Í SUMAR FÆR EINN DÆLULYKILSHAFI ÁFYLLINGUNA ENDURGREIDDA. Meira í leiðinni WWW.N1.IS 8 fréttir Helgin 8.-10. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.