Fréttatíminn - 08.07.2011, Page 32
Rafmögnuð heimkoma
D
Deila má um það hvort hin nítján ára mexí-
kóska stúlka, Maria del Mar Arnjona, hafi
verið ráðagóð eða bara fífldjörf þegar hún
brá á það ráð, að því er fram kom í fréttum
vikunnar, að reyna að smygla kærasta
sínum úr fangelsi í ferðatösku. Vera kann
að pilturinn, Juan Ramirez Tijerina, sé
smábeinóttur og fíngerður en þó ekki létt-
byggðari en svo að ferðataskan var þung í
drætti Maríu, auk þess sem fangavörðum
þótti stúlkan nokkuð taugaveikluð á útleið-
inni – kannski að vonum.
María var því stöðvuð af fangavörðum
og Júan fór beina leið í steininn á ný eftir
skamma dvöl í ferðatöskunni. María litla
á líka yfir höfði sér tukthúsvist fyrir til-
tækið. Vonandi horfa mexíkósk yfirvöld til
þess að allt er leyfilegt í ástum og stríði,
eins og segir í íslensku máltæki. Þó skal
ekkert fullyrt um það hversu vel þau yfir-
völd eru að sér í íslenskum orðskviðum.
Engar efasemdir hef ég um það að
mín ágæta eiginkona gripi til sinna ráða,
kæmi til þess að pistilskrifarinn færi upp
á vatn og brauð, þó ekki væri nema á Kvía-
bryggju, sem við bæði vonum að ekki
komi til. Ég er grannur að eðlisfari þótt
mittismálið hafi aukist aðeins með aldr-
inum. Konan er hins vegar afar snjöll að
pakka og kæmi karli sínum án efa fyrir í
þokkalega rúmgóðri ferðatösku.
Konan á ekki langt að sækja hugmynda-
auðgi og pökkunarhæfileika. Faðir hennar,
sem rekur stórbílaútgerð, brá t.d. á það ráð
snemma á ferlinum, þegar allrar útsjónar-
semi var þörf í rekstrinum, að grípa með
sér í handtösku í flug fjaðrahengsli undir
rútu. Menn þurfa að vera öflugir vel og
taka á öllu sínu til að sýna ekki svipbrigði
með slíka tösku í annarri hendi á leiðinni
gegnum hliðið.
Tengdaföður mínum þótti heldur ekkert
sjálfsagðara en að biðja dóttur sína, eigin-
konu mína, að kippa með sér smáræði
heim frá Spáni. Af eðlislægri greiðasemi
sinni tók hún við pakkanum en brá í brún
þegar borðalagðir verðir á flugvellinum í
Alicante mættu til hennar í fullum skrúða,
gott ef ekki með alvæpni. Hún var vinsam-
lega – eða kannski ekki – beðin að gera
grein fyrir sprengju sem hún ætlaði með
um borð í flugvélina. Konan kom af fjöllum
enda ekki með illt í huga fyrir flugið. Hún
var beðin að skýra út fyrir þeim borða-
lögðu hvað hún væri með, en á gegnumlýs-
ingarapparati blasti við tól þar sem vírar
stóðu út úr öllum endum. Þótt mín ágæta
kona sér ekki sérmenntuð í vélfræðum
tókst henni að koma spænsku vörðunum í
skilning um að tækið væri aðeins hleðslu-
tæki fyrir rafgeyma, þarfaþing á hverju
verkstæði, ef ekki heimili. Ekkert má nú, á
þessum bévítans hryðjuverkatímum.
Þá þótti mér frúin herðabreiðari en hún
á vanda til þegar ég tók á móti henni úr
flugi frá Lúxemborg eitt árið, í hópi kaup-
glaðra vinkvenna. Í ljós kom að hún hafði
verið að hugsa um sinn mann í borginni
fögru og keypt á hann vetrarfrakka. Þar
sem allar töskur voru pakkaðar voru góð
ráð dýr. Vön kona klikkar hins vegar ekki
á ögurstund. Hún brá sér einfaldlega í
frakkann utan yfir kápu sína og mætti
þannig á Miðnesheiðina eftir þægilegt
flug.
Sama kona bar hins vegar enga ábyrgð
á síðasta atviki okkar hjóna í flugtolli. Við
vorum í samfloti með kunningjakonu heim
frá evrópskri borg. Sú hafði tekið að sér
að flytja kassa heim með rafvörum ýmiss
konar, fyrir vinafólk sitt. Þar sem við vor-
um í samflotinu ruglaðist farangur okkar
á fríhafnarkerrum á meðan rótað var í
makkintossi og konjakkspelum. Það var
ekki fyrr en kunningjakonan var farin út
að við áttuðum okkur á því að rafvörurnar
hennar höfðu gleymst á kerrunni okkar.
Ég var að sjálfsögðu stoppaður af árvök-
ulum tollverði. Mér vafðist tunga um tönn
þegar hann spurði mig hvað væri í kassan-
um. Í flýti reyndi ég, rafvirkjasonurinn, að
rifja upp það sem ég hafði heyrt um inni-
haldið og sagði embættismanninum frá því
– sannleikann og ekkert nema sannleik-
ann, jafnvel vörumerki búnaðarins. Tengla
nefndi ég og innstungur, hulsur og barka.
Eiginkonan stakk því að tollverðinum, ef
það mætti verða bónda hennar til bjargar
frá hugsanlegu varðhaldi, að mögulega
væri dyrabjölluhnappur líka í kassanum,
„svona til að dingla,“ sagði hún til frekari
skýringar. Ég sá neðri kjálkann á embætt-
ismanni ríkisins síga aðeins við þessar við-
bótarupplýsingar og ímyndaði mér, frómt
frá sagt, að fyrir mér færi eins og yndis-
parinu Júan og Maríu.
Þegar tollvörðurinn heyrði hins vegar
hversu fávíslegar skýringar okkar voru
og lítt undirbúnar – og svipur okkar hjóna
undurhreinn og barnslega einlægur –
færðist kjálkinn aftur á sinn stað. Hann gat
ekki annað en trúað frásögninni.
Rafmögnuð var hún að minnsta kosti.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Fært til bókar
33 evrur í rassvasann næst
Pistilskrifari Fréttatímans greindi frá
þröngri stöðu – eða setu öllu heldur – um
borð í flugvél erlends lágfargjaldaflug-
félags nýverið. Hann sat í öftustu röð og
gat hvorki hreyft legg né lið en varð nauð-
ugur viljugur að horfa ofan í hvirfil farþeg-
ans í sætinu fyrir framan því sá gat hallað
sæti sínu. Í flugi þessu hefði skrifarinn gefið
talsvert fyrir bærilegri aðstöðu. Líklegt er
að hann nái sér því í 33 evrur, á svörtum
markaði ef ekki vill betur til nú á tímum
gjaldeyrishafta, og hafi með sér í næsta
flug. Það kom nefnilega fram í fréttum fyrr
í vikunni að flugfreyjur um borð í flugvél
Iceland Express buðu farþegum að færa
sig í önnur sæti, með meira fótaplássi,
gegn greiðslu upp á 33 evrur. Í frétt mbl.is
af málinu sagði að ýmsum farþegum hefði
þótt þetta nokkuð nýstárleg tilhögun en að
sögn Matthíasar Imsland, framkvæmda-
stjóra félagsins, eru þetta alþekkt vinnu-
brögð og síður en svo einsdæmi.
Víðir kemur sterkur inn
Ný verðkönnun ASÍ á matvörum styrkir
Víði í Skeifunni í harðri samkeppni á mat-
vörumarkaði hér. Bónus hefur frá stofnun
boðið lægsta verð þótt Krónan hafi veitt
verðuga samkeppni. Bónus var, samkvæmt
ASÍ-könnuninni, oftast með lægsta verðið
á þeim 79 vörutegundum í verðlagseftirliti
ASÍ í lágvöruverðsverslunum og þjónustu-
verslunum í síðustu viku en Víðir fylgdi í
kjölfarið. Verðið var oftast lægst í Bónus í
38 tilvikum en Víðir var með lægsta verðið
í 15 tilvikum. Aðrar lágvöruverðsverslanir,
Bónus, Krónan og Kostur, hljóta að skoða
stöðu sína í framhaldi þessa. Kostur kaus
að vísu að taka ekki þátt í ASÍ-könnuninni.
Víðisnafnið er ekki nýtt á íslenskum mat-
vörumarkaði. Fyrir Víði fer gamalreyndur
kaupmaður, Eiríkur Sigurðsson. Hann og
Matthías bróðir hans tóku við rekstri Víðis
við fráfall föður þeirra. Rekstur Víðis gekk
hins vegar ekki sem skyldi og fór í þrot. Þá
stofnaði Eiríkur verslanakeðjuna 10-11 sem
síðar komst í eigu Baugsveldisins. Matthías
kom hins vegar að stofnun Europris. Versl-
unargenin eru því öflug í þeim bræðrum.
Haft var eftir Eiríki í fréttum í vor að hann
byrjaði í Skeifunni og opnaði svo fleiri
Víðisverslanir.
Stakk hann þyrluna af?
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Í frétt
Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að
hraðamæling úr þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar hefði ekki nægt til að sakfella mótor-
hjólamann sem var ákærður fyrir að hafa
ekið á yfir tvö hundruð kílómetra hraða
í Svínahrauni í fyrra. Dómari tók heldur
ekki gilda mælingu lögreglumanns sem ók
á eftir manninum. Í fréttinni kemur fram
að lögreglumenn hafi verið við umferðar-
eftirlit þegar þeir tóku eftir mótorhjóla-
manni á leið yfir Hellisheiði til Reykjavíkur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var við eftirlit
og fylgdi mótorhjólinu eftir frá Kamba-
brún. Í Svínahrauni var þyrlunni flogið við
hlið bifhjólsins í fimm hundruð til þúsund
feta hæð og á þremur GPS-staðsetningar-
tækjum um borð í þyrlunni kom fram að
hraðinn var 235 kílómetrar á klukkustund.
Lögreglumaður á mótorhjóli náði að draga
bifhjólið uppi á Sandskeiði og þá sýndi
hraðamælir lögregluhjólsins 245 kílómetra
hraða. Reynt var að stöðva manninn á
nokkrum stöðum en hann sinnti því ekki og
ökuferðin endaði síðan við Sævarhöfða í
Reykjavík þar sem maðurinn var handtek-
inn. Fyrir dómi gekkst maðurinn við marg-
víslegum umferðarlagabrotum þennan dag
en hafnaði því að hafa ekið svona hratt.
Þeir sem ekki þekkja gjörla til hraða þyrlna
velta því fyrir sér hvort ökuníðingurinn
hafi sloppið með því hreinlega að stinga
þyrluna af?
Langt gengið í stærðfræðinni
Stjórnlagaráð hefur í vor og sumar unnið í
bærilegum friði að tillögum um nýja stjórn-
arskrá. Óvíst er þó að einhugur verði um
allt sem þaðan kemur. Fram hefur komið
að samstaða virðist vera að takast um það
í stjórnlagaráði að leggja fram hugmyndir
að ákvæðum í stjórnarskrá um gjörbreytt
kosningakerfi, svokallað kjördæmavarið
kerfi. Samkvæmt því getur hver kjósandi
kosið frambjóðendur úr hvaða kjördæmi
sem hann vill. Kerfið er eins konar blanda
af persónukjöri og kjördæmakjöri. Kjósandi
getur, ef hann vill, kosið einn lista en hann
getur líka kosið staka frambjóðendur. Í
fljótu bragði virðist þetta heldur flóknara
en það kerfi sem við búum við þótt það sé
fráleitt gallalaust. Jónas Kristjánsson rit-
stjóri varar við þessu og bendir sérstaklega
á einn stjórnlagaráðsmanninn, stærð-
fræðinginn Þorkel Helgason. Varið ykkur
á stærðfræðingnum, segir Jónas í fyrirsögn
á pistli sínum og heldur áfram: „Stjórnlaga-
ráðsfólk, varið ykkur á stærðfræðingnum.
Þorkell Helgason stýrði breytingum á
reiknikerfi kosninga um áratugi. Ber
ábyrgð á flakkaranum. Fylgikvilli breytinga
hans er, að fólk hættir að skilja. Kjósendur
missa áhugann. Munið eftir kosningunum
til stjórnlagaþings. Reikniverkið þar var
eftir Þorkel. Hann er hættulegur. Hafnið
göldrum á borð við „kjördæmavarið lands-
kjör“. Orðalagið segir mér, að Þorkell sé að
baki. Með sjónhverfingum fram og aftur er
reynt að telja ykkur trú um, að allir fái sitt
bingó. Þjóðfundurinn bað hins vegar um
einfalt kerfi: „Allt landið eitt kjördæmi“.“
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
28 viðhorf Helgin 8.-10. júlí 2011