Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 50

Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 50
Þetta er náttúrlega klassísk saga. Eigin- lega fyrsta sjóræningja- sagan. 46 dægurmál Helgin 8.-10. júlí 2011Fyrir byrjendur og lengra komna! Á nýjum stað í Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • S. 533 1010 Opið til 22.00 Alla daga 3.399,- ALLTAF ÓDÝRARI 52 flottar Prjónasokka uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla. iPhone 4 Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is Verð frá 119.990.- Þ etta hefur nú verið draumur Sigga Sigurjóns í fjöldamörg ár. Hann er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi. Hann kveikti síðan hjá mér áhuga og við ákváðum að gera þetta saman,“ segir Karl Ágúst. Hann segir þá hafa lokið handritsvinnunni þannig að þeir séu klárir í slaginn og vilji óðir og uppvægir hefja æf- ingar sem allra fyrst. „Þetta er búið að vera í pípunum í svolítinn tíma og það er mikill hugur í okkur.“ Tónlistin verður fyrirferðarmikil í sýning- unni enda söngelskir sjóræningjar á ferðinni, eins og Karl Ágúst orðar það. „Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er tónskáldið og er í óðaönn núna að semja hverja perluna af annarri.“ Karl Ágúst segir glímuna við sögu Ste- vensons hafa verið mjög spennandi. „Þetta er náttúrlega klassísk saga. Eiginlega fyrsta sjóræningjasagan og við réðumst á hana. Hún er auðvitað, eins og margir vita, gríðarlega skemmtileg og spennandi. Hún er líka fyndin í aðra röndina og dramatísk. Hún hefur þetta allt saman.“ Þeir félagar eiga báðir æskuminningar tengdar Gulleyjunni enda sagan vinsælt lestrarefni á árum áður og þeir eru ófáir guttarnir sem hafa í gegnum tíðina heillast af einfætta sjóræningjanum Langa Jóni Silfra eins og Long John Silver var nefndur á ís- lensku. Sjóræningjar hafa sótt í sig veðrið á ný undanfarin ár með feikilegum vinsældum sjóræningjans Jacks Sparrow og bíómynd- anna um ævintýri hans í Karabíska hafinu þannig að tímasetningin hjá Karli og Sigurði er heppileg. „Einmitt vegna þess að sjóræn- ingjar hafa í seinni tíð aðeins fengið að láta ljós sitt skína er gaman að rifja upp þessa upprunalegu sögu. Það er í þessari sögu Ste- vensons sem þetta byrjar allt. Í þessari einu sögu kemur í fyrsta skipti fyrir fjársjóðskort þar sem fjársjóðurinn er merktur með x-i, einfættur sjóræningi og meira að segja páfagaukur. Allt er þetta uppfinning þessa eina höfundar og síðan hefur þetta endur- tekið sig í næstum því öllum sjóræningjasögum síðan þá.“ Gulleyjan verður samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akur- eyrar og Karl Ágúst segir að gangi allar áætlanir upp verði leikritið frumsýnt fyrir norðan í janúar og síðan í Reykjavík í framhaldi af því. toti@frettatiminn.is  karl Ágúst og siggi sigurjóns setja gulleyjuna Á svið Söngelskir sjóræningjar Leikararnir og Spaugstofufélagarnir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson stefna að því að setja á svið nýja leikgerð byggða á Gulleyjunni, hinni sígildu sjóræningjasögu eftir Robert Louis Stevenson. Karl Ágúst er tilbúinn með handritið, Sigurður ætlar að leikstýra og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina en sjóræningjarnir á Gulleyjunni eru nokkuð fyrir það að taka lagið. Iðnaðarmenn - arkitektar - húseigendur Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333 Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur HÚSVERNDARSTOFA www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 Leiðarvísir að lífsgleði - námskeið með Siggu kling! ORÐ ERU ÁLÖG „Orð eru álög“ er námskeið sem er byggt á samnefndri bók þar sem þátttakendur læra að tengja sig sálinni, ná betri tökum á lífi sínu og finna hamingjuna. Einnig er fjallað um drauma, að þeir séu skilaboð sálarinnar og kenndar aðferðir til að skilja þá og túlka, kalla á þá og fá svör. Hljóðdiskurinn „Þú ert frábær“ sem tengist efni námskeiðsins er innifalinn. Eftir að þú hefur hlustað á diskinn í tíu daga getur þú haft samband við Siggu á sérstökum símatíma til að ræða framfarir og næstu skref. Námskeiðið verður haldið í Borgartúni 24, þriðjudaginn 12. júlí, kl.18:00 og kostar 2.900 kr. Skráning á madurlifandi@madurlifandi.is eða í síma 585 8701 Karl Ágúst hefur skemmt sér vel við að skrifa leikgerð byggða á hinni sígildu sögu um Gulleyjuna. Lj ós m yn d H ar i

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.