Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 08.07.2011, Blaðsíða 52
Sími 552 4040 | www.utilegukortid.is | utilegukortid@utilegukortid.is 42 Campsites around Iceland for Only €119 AFL - Starfsgreinasamband Aldan stéttarfélag Bandalag Háskólamanna Blaðamannafélag Íslands BRÚ - Félag stjórnenda Drífandi stéttarfélag Efling stéttarfélag Eining - Iðja Fagfélagið Félag flugmálastarfsmanna ríkisins Félag iðn- og tæknigreina Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hljómlistarmanna Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Félag starfsmanna stjórnarráðsins Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri og nágrenni Foss - Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi Hlíf Kennarasamband Íslands Kjölur Landssamband lögreglumanna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Lyfjafræðingafélag Íslands Matvís Póstmannafélag Íslands Rafiðnaðarsamband Íslands Samstaða Útilegukortið býður þér og fjölskyldunni þinni nær ótakmarkaðan aðgang að 42 tjaldsvæðum um allt land fyrir aðeins 14.900 krónur. SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu Sjómannafélag Eyjafjarðar Sjómannafélagið Jötunn Sjúkraliðafélag Íslands Skjöldur - Starfsmannafélag Arion banka Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu Starfsmannafélag Fjarðarbyggðar Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag ÍAV Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag N1 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Starfsmannafélag Suðurnesja Stéttarfélag Vesturlands Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur Verkalýðsfélag Akraness Verkalýðsfélag Snæfellinga Verkalýðsfélag Suðurlands Verkalýðsfélag Vestfirðinga Verkstjórafélag Akureyrar Verkstjórafélag Austurlands Verkstjórafélag Suðurnesja VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna VR Vörður - Félag stjórnenda á Suðurlandi Þjónustuskrifstofa Stéttarfélaga á Suðurlandi Eftirfarandi stéttar- starfsmanna- og verkalýðsfélög niðurgreiða að hluta eða að miklu leyti Útilegukortið til sinna félagsmanna. Kannaðu málið hjá þínu félagi. Kortið fæst hjá Íslandspósti eða í verslun Víkurverks Víkurhvarfi 6. Útilegukortið - ferðafélaginn þinn Símtól fyrir farsíma Sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að geislun frá farsímum geti mögulega verið varasöm heilsu fólks. Til að hafa allan varann á er því farsíma- notendum ein- dregið ráðlagt að nota hand- frjálsan búnað. Sérstaklega þeim málglöðu. Slíkur búnaður mun stórlega draga úr áhrifum hinna háskalegu geisla á heila- starfsemina. Símtólið frá bandaríska fyrir- tækinu Yubz er svo sannarlega ekki handfrjálst en að sögn fram- leiðandans dregur það úr geislun farsíma um 96 til 100 prósent. Notagildið er sem sagt afbragð fyrir utan augljós töffheitin við tólið. Sjá nánar á http://www. yubz.com Skartgripahönn- uður fyrir slysni  Elsa stEinunn lyfjafræðingur sEm hannar hringa í hjávErkum Elsa Steinunn Halldórsdóttir lyfjafræðingur sækir innblástur í náttúruna til skartgripagerðar og leitar þar einnig að réttu efnunum til að meðhöndla Alzheimers-sjúkdóminn. Elsa Steinunn Notar náttúrunöfn á hringana sem hún hannar, þar á meðal spörð, gára og fjöru. Ljósmynd/Hari l eirinn er svo skemmtilegur og mikið hægt að leika sér með hann bæði í litum og formum,“ segir Elsa Steinunn Halldórs- dóttir lyfjafræðingur sem hefur stofnað fyrirtækið Elsa Design utan um eigin hönnun á hringum og eyrnalokkum úr leir. „Þetta byrjaði bara sem skart fyrir sjálfa mig, vini og vandamenn en svo leiddi eitt af öðru. Nú eru tvær verslanir í Danmörku að selja hringana og ein í Svíþjóð auk verslana hér á Íslandi.“ Elsa hóf skartgripagerðina óvænt fyrir tveimur árum. „Ég var í sakleysi mínu að sauma föt á stelp- una mína og vantaði tölur á treyju sem ég var að sauma. Ég ákvað því að leira mínar eigin tölur og svo þróaðist þetta út í það að ég fór að búa til skart og hanna mín eigin form. Á sama tíma var leirinn farinn að njóta aukinna vinsælda í skartgripagerð hér á landi. Þetta vatt því upp á sig og nú get ég ekki hætt.“ Elsa Steinunn fékk hönnunarvernd á átta formum hjá einkaleyfisstofu fyrir um ári: „Ég sæki innblástur í náttúruna; er eiginlega orðin heltekin af náttúrunni og sæki til dæmis öll heitin á hring- unum þangað,“ en hringarnir bera nöfnin spörður, gári og fjara. „Ég er að ljúka doktorsnámi í lyfja- og efnafræði náttúrunnar á næsta ári og nú er ég að rannsaka ákveðna plöntutegund sem heitir lyngjafni með það fyrir augum að finna í henni efni sem getur aðstoð- að okkur við meðhöndlun á Alzheimers-sjúkdómn- um.“ Að sögn Elsu er nú þegar verið að nota efni úr plöntum sem eru mjög skyld lyngjafna í lyf gegn Alzheimers-sjúkdómnum víða um heim. „Efnin í þessari plöntu eru talin hafa mikinn lækningamátt. Það eru ekki allir sem vita það að um þriðjungur allra lyfja sem eru á markaði í dag eiga uppruna sinn í náttúrunni,“ segir Elsa og bætir við að framtíðar- draumurinn sé að skapa og vera út í náttúrunni, hvort heldur sem er til að fá innblástur til að búa til skart eða finna efni í lyf til að lækna sjúkdóma. Elsa Design er til sölu í Bútik, Minju á Skólavörðu- stíg, Islandia og Hrím á Akureyri. Lj ós m yn di r/ M ar ía R ún ar sd ót ti r 48 dægurmál Helgin 8.-10. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.