Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 23
VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári. annarrar manneskju, svo ég vissi snemma hvað ég vildi,“ segir hún brosandi. „Ég get ekki tilgreint einhverja stund þar sem ég fékk svona sýn frá himnum: „Þú átt eftir að verða leikkona.“ Ég bara vissi það mjög ung að við þetta vildi ég vinna. Ég las gríðarlega mikið og góðar bókmenntir hafa mér alltaf fundist ómetanlegur arfur. Ég stundaði fimleika í mörg ár en áður en ég ákvað endanlega að verða leikkona fór ég í bókmennta- fræði og starfaði meðfram náminu í fjögur ár í mjög sérstakri bóka- búð í miðbænum sem hafði verið bókabúð andófsmanna á kommún- istatímanum. Ég tók þátt í uppsetn- ingum áhugaleikmanna á ýmsum verkum en ákvað svo að reyna að komast inn í leiklistarskólann, DAMU. DAMU er hluti af listaaka- demíunni í Prag, sem er þríþætt: DAMU, sem kennir leiklist; FAMU, sem er kvikmyndaskóli og HAMU, sem er tónlistarskóli. Þarna kynnt- ist ég meðal annarra kvikmynda- gerðarmanninum Berki Gunnars- syni og svo þekki ég Steffí Thors sem lærði leiklist í Prag.“ Tvö hundruð þreyttu inntöku- próf „Þegar ég tók inntökuprófið í DAMU varð ég heldur vonlítil þeg- ar ég sá allan þann fjölda sem var mættur til að þreyta inntökupróf. Við vorum tvö hundruð – og skól- inn tók bara inn tíu. En ég varð ein af þessu fimm stelpum!“ segir hún og gerir sigurmerki með höndun- um. „Það eru ekki bara hæfileikar sem fleyta fólki inn í skóla sem þennan. Oft helst í hendur heppni, karakter, viðkomandi verður að passa inn í hópinn – en auðvitað þarf hæfileika, en ekki hvað?!“ Tereza er einstaklega sjarmer- andi ung kona; grönn, kattliðug, ber sig eins og dansari og segir skemmtilega frá. Talar hratt, bros- ir og hlær mikið. Hún er LIFANDI, engin tilgerð í henni og ein þeirra sem varpa birtu í kringum sig. „Þetta var erfitt sex ára nám,“ segir hún. „Fyrst er þriggja ára nám að Bachelors-gráðu, svo þrjú til viðbótar að meistaragráðu í leiklist. Ég tók svo auðvitað þátt í lokauppsetningu skólans eftir að ég hafði lokið mastersnáminu og þar voru umboðsmenn leikhúsa og ég fékk atvinnutilboð. En sam- keppni milli leikara í Tékklandi er hörð, þar eru margir góðir leik- arar. Leiklistarskólinn í Prag er sá stærsti í landinu en svo eru aðrir skólar starfandi víðs vegar um landið og enn fremur einkaskólar.“ Fyrsta hlutverkið sem atvinnu- leikkona: Shakespeare! Hlutverk hennar í lokaverkefni skólans var hlutverk Sonju í Glæpi og refsingu eftir Dostoevsky. „Leikstjóri sýningarinnar var leikhússtjóri Svandovo-leikhússins í Smíchov-hverfinu í Prag og hann bauð mér strax starf. Fyrsta hlut- verk mitt sem atvinnuleikkona var því í leikriti Shakespeares Líku líkt (e. Measure for measure) – og ég var svoooo léleg!“ segir hún af tilfinningu og setur hendur fyrir andlitið. „Það er alveg satt, ég var hræðileg!“ Tereza hefur leikið í mörgum leikhúsum í Prag, jafnt alvarleg hlutverk sem gamanhlutverk, og lék á tímabili í leikhúsi í borginni Ustí nad Labem. „Svo lék ég í kvikmyndinni „Það getur bara versnað,“ segir hún. „Sú mynd var sýnd á Berlínarhá- tíðinni. Þetta var nokkuð djörf og gróf kvikmynd, fjallaði um neðanjarðarhreyfinguna ... Ég lék svo í nokkrum minni myndum, hef unnið á kvikmyndahátíðum ungra kvikmyndagerðarmanna, séð um kynningar og annast „spurningar og svör“-fundina og komið að framleiðslu mynda. Ég vil ekki bara leika, mér finnst gaman að koma nálægt öllum þáttum leik- húss og kvikmynda. Fæstir vina minna koma þó úr leikhúsheim- inum. Bestu vinir mínir eru ljós- myndarar og listmálarar.“ Á kvikmyndahátíð í Karlovy Vary Tereza segist vera mikil áhuga- manneskja um kvikmyndir og allt sem þeim tengist: „Og vegna þess áhuga finnst mér mjög gaman að fara á kvik- myndahátíðir. Ég hef farið á há- tíðina í Karlovy Vary í fimmtán ár. En þar sem ég verð hér í sumar mun þetta verða fyrsta árið í langan tíma sem ég kemst ekki á hátíðina. Þar eru sýndar bestu kvikmyndirnar. Vika á kvik- myndahátíðinni í Karlovy Vary er alltaf besta vika ársins hjá mér! Í ár verður framlag Íslands til kvik- myndahátíðarinnar mynd Árna Sveinssonar, Backyard, Djöflaeyj- an keppti þar árið 1997 og Mýrin fékk aðalverðlaunin á þessari hátíð árið 2007. Fleiri íslenskar kvik- myndir hafa verið sýndar á þessari hátíð, sem er hátíð í A-flokki eins og kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Sundance, Toronto og Feneyjum. Þegar Mýrin vann, var það í fyrsta skipti í fjörutíu og tveggja ára sögu hátíðarinnar sem spennumynd sigraði. Flott fyrir Ísland!“ Kaffibarinn Tereza sat við tölvuna að leita sér að vinnu fyrst eftir að hún kom og fékk að vinna sem aðstoðar- maður Dóru Einars á RIFF kvik- myndahátíðinni 2010. „Ég er heilsuhraust, hef gaman af að vinna og er með tvo hand- leggi – og ég er dugleg í vinnu. Ég hélt einhvern veginn að ég fengi fleiri verkefni eftir RIFF en ekkert kom út úr því, en ég fékk vinnu á Kaffibarnum. Það var svolítið fynd- ið að þegar ég sagði fólki í Prag að ég ætlaði að flytja til Íslands var sagt: „Þú verður að hringja í Ægi, hérna er símanúmerið hans.“ Og allt í einu var ég komin með tíu miða með nafni og númeri Ægis sem rekur Kaffibarinn.“ Hún segist vera svolítið leið yfir að þurfa að fara frá Íslandi í ágúst, enda hafi hún aðeins fengið árs- leyfi frá vinnunni. „En hver veit. Kannski les ein- hver þetta viðtal og býður mér stórkostlegt starf sem ég get ekki hafnað. DJÓK! Ég sinni núna þremur störfum fyrir utan kvikmyndagerðina með Katrínu. Ég vinn á kaffihúsinu Tíu dropum, þýt svo á Kaffibarinn og vinn þar á kvöldin og er jafnframt að aðstoða vini mína Pövlu og Ægi sem reka íbúðahótelið „37 Apartments“ við Laugaveginn. Mér finnst alveg sér- staklega gaman að vera innan um fólk, leiðbeina því, segja því hvert það getur farið, hvað er markvert að sjá, hvaða verslanir eru hvar og annað þvíumlíkt. Zdenek vinur minn á Stöðvarfirði og Rósa konan hans eru að starta alveg frábærri hönnunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Þau endurreistu gamalt frystihús og planið er að hafa þar upptöku- ver, myrkraherbergi, verslun með vörum frá þessu svæði, veitinga- hús – og margt, margt fleira, sem skapar íbúum atvinnu og lista- menn geta sinnt starfi sínu og sköpun því þarna verða líka íbúðir fyrir listamenn. Hjá þeim er allt náttúruvænt og markmiðið er að búa í sátt og samlyndi við náttúr- una.“ Afhverju ferðu ekki að vinna þar? „Af því að ég er svo mikið borg- arbarn!“ svarar hún án umhugsun- ar. „Ég get ekki lifað án borgarlífs. Þangað sæki ég orku.“ Ekkert betra í Tékklandi Hún fer aftur til þess tíma þegar Flauelsbyltingin varð. „Það varð ekki allt fullkomið, eins og ferðamenn halda,“ segir hún. „Eldra fólk varð dauðskelkað: Hvað myndi nú taka við? Svarta- markaðsbrask jókst og tíundi áratugurinn var alls ekki góður hjá okkur. Þannig er það enn, ástandið í mínu landi er ekkert betra en hér. Þar er mikil spilling í stjórnmálunum, engin siðferðiskennd, allt snýst um peninga. Fólkið sem mér finnst að ætti að vera í stjórnmálum vill ekki vera þar vegna „stjórn- málamafíunnar“. Svo við erum eiginlega í blind- hring. En hvað með framtíðina; þú segist fara í ágúst, en ef þú fengir nú atvinnutilboð? „Draumur minn er sá að ég gæti fengið vinnu við eitthvað sem tengist kvikmyndagerð, fram- leiðslu eða við eitthvað sem tengist listum eða öðru skapandi. Ég er líka góð í mannlegum samskiptum og mjög skipulögð. Er þetta ekki fín ferilskrá?!!! Djók. Mér líkar mjög vel í þeim störfum sem ég er í núna en myndi ekki vilja starfa á bar eða kaffi- húsi alla mína ævi. Mér finnst Tíu dropar kósí og þægilegt kaffihús, fólk þekkir mig með nafni og ég það, svo fer ég á Kaffibarinn þar sem er mikið fjör og þar hef ég líka kynnst mörgum. Oft vinn ég þar um helgar frá miðnætti til sjö næsta morguns. Við þrífum og eftir það pöntum við okkur pitsu og fáum okkur bjór – því auðvitað smökkum við ekki áfenga drykki í vinnunni – tölum saman og hlustum á tón- list. Þetta er mjög skemmtilegt og notalegt.“ En auðvitað togar Tékkland í hana: „Ég sakna vina minna, mömmu og starfsfélaga. Það bíður mín sviðshlutverk þegar ég kem út og hlutverk í kvikmynd, þannig að í rauninni neyðist ég til að fara.“ ... þegar ég sagði fólki í Prag að ég ætlaði að flytja til Íslands var sagt: „Þú verður að hringja í Ægi ... viðtal 23 Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.