Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 59
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 3 3 5 Frestur til að sækja um 110% aðlögun húsnæðislána er til 1. júlí Hefur þú kynnt þér breytt skilyrði? Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar eða á www.islandsbanki.is Fimmtudaga til laugardaga opið allan sólarhringinn Sunnudaga til miðvikudaga opið frá kl. 11-23 T rommuleikararnir Einar Valur Scheving og Halldór Lárusson standa fyrir Beat-Camp fyrir trommuleikara í Skálholts- skóla helgina 17.-19. júní. Um er að ræða þriggja daga námskeið í trommuleik þar sem blandað er saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik, skemmtun og alvöru tromm- unördaskap frá morgni fram á kvöld. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra og það myndaðist gríðarleg stemning í hópnum og allir voru mjög sáttir,“ segir Einar Valur. „Þarna erum við bara að tromma frá morgni til kvölds með einhverj- um matarhléum og svo er nördast eitthvað á milli en að sögn Einars gengur trommunördaskapur út á að tala um græjur, aðra trommara og horfa á trommumyndbönd. „Við viljum helst að fólk komi með ein- hvern bakgrunn og sé ekki algerir byrjendur en ef getustigið er mjög breitt þá skiptum við fólki í hópa. Þetta er opið öllum eldri en 16 ára og fólk getur í raun verið á hvaða stigi sem er. Við vorum með mjög blandaðan hóp í fyrra; einhverja undir tvítugu og ætli sá elsti hafi ekki verið um fimmtugt,“ segir Einar og bætir við að ekki sé til neitt kynslóðabil þegar trommarar koma saman. „Aðstaðan í Skálholti er fyrsta flokks. Allur aðbúnaður er góður og dýrindis máltíðir eru reiddar fram þannig að það fer voða vel um alla. Skálholt er svo þétt setið þannig að þetta var eina helgin sem var laus og við ákváðum bara að kýla á þetta enda er það nú vonandi komið til að vera,“ segir Einar sem efast ekki um að ákafir trommarar geti vel hugsað sér að verja þjóðhátíðardeginum við að berja húðir í Skálholti. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á tromm- ari.is.  skálholT æfingabúðir fyrir Trommara Trommað frá morgni til kvölds Einar Valur verður í miklum ham í Skálholti seinna í mánuðinum þegar þeir Halldór Lárusson halda Beat- Camp annað árið í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.