Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 42

Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 42
 MatartíMinn innflutt vor t rausti Jónsson veðurfræðingur ritaði fyrir nokkru á heimasíðu sína að á tímabilinu 20. apríl til 20. maí væru svalar og nokkuð stífar norðanáttir oftast ríkjandi. Þetta tímabil einkenndist af veður- fari sem væri eiginlega of kalt til að kallast vor en of meinlaust til að tilheyra vetri og væri því í raun sérstök árstíð – eins konar El Niño á Kyrrahafi eða hinn árlegi Harmattan- vindur, sem blæs norðan frá Sahara og yfir mestalla Vestur Afríku. Vetur, sumar, vor, haust og garri En hvort sem þetta er rétt hjá Trausta eður ei, fer vanalega lítið fyrir vorinu á Íslandi. Veturinn gefur reyndar eftir en þó varla. Og sumarið læðist svo hljóðlega aftan að okkur að við tökum varla eftir því fyrr en það er allt í einu komið; grænt og með einstaka hlýjum degi. Árstíðirnar á Íslandi gætu verið svona: Svalt og stutt sumar lætur undan vindasömu og blautu hausti sem fellur inn í langan en alls ekki svo kaldan vetur (mestu stillurnar og þurrviðrin eru vanalega á veturnar í Reykjavík). Síðan kemur vor yfir eina helgi sem hinn árlegi garri kveður í kútinn. Þegar hann loks hverfur er aftur komið sumar. Þetta ágæta ár, 2011, hefur garri sest upp á landsmenn og fæst ekki burt. Það er kominn 10. júní og hann blæs enn. Vorið – ef það kom þá vor – er löngu gleymt. Bjartsýnir menn sjá til sumars eftir þjóðhátíð. Fólk sem setti út kryddjurtir hefur náð þeim aftur inn. Maðurinn finnur til með fíflunum sem virðast með kuldahroll í gang- stéttarkantinum. Það eru komin lauf á trén en þau eru enn pervisin og smá. Engar árstíðir úti í búð – eða allar Þegar svona viðrar er gott að skjótast inn í stórmarkað og kaupa sér vor frá löndum þar sem vorið er vor; ekki bara smá sólarglenna og útsprunginn fífill heldur heil hljómkviða þar sem öll náttúran vaknar með hvelli og söng. (En svo að allrar sanngirni sé gætt hefur Guð komið því þannig fyrir að þeir sem fá svona fín vor fá ekki svöl og þægileg sumur, sem minna á æsku og ungdóm, heldur þung og heit, dösuð og þreytt eins og örvasa gamalmenni sem sofnar undir tré.) Stundum ruglar hnattvæðingin okkur þó í ríminu. Við vitum að kúrbítur eða spergill er skorinn upp í Evrópu en samt höldum við á ættingjum hans frá Chile í höndunum í Bón- usverslun í Reykjavík. Og þegar við fáum loks jarðarber úr nálægum löndum erum við fyrir löngu búin að éta okkur leið á jarðar- berjum frá Ástralíu og Suður-Afríku. Gamalt trix frá Grikklandi En þegar við missum aðgang að árstíða- sveiflum náttúrunnar í hinum andlega garra stórmarkaðanna getum við búið okkur til andlegt vor með ímyndunarafli og einni sítrónu. Það heitir Avgolemono í Grikklandi. Þú býrð þá til annað hvort einfalda glæra fiski- súpu, kjúklinga- eða grænmetissúpu, smakk- ar hana til og kryddar og slekkur á hellunni. En áður en þú berð hana á borð hrærirðu saman tveimur eggjarauðum og safa úr einni sítrónu og hellir saman við súpuna. Þá lyftist súpan öll upp og kætist. Þetta er grískt trix til að endurvekja minn- ingu um liðið vor. En við getum beitt því í garranum til að sefa þrána eftir sumri.  uppskriftir suðrænt vor  spergill, spergill HerM þú Mér 34 matur Það krefst undirbúnings að halda upp á vorið með því að borða spergil, táknmynd evr- ópsks vors. Næst þegar þú ferð út í búð skaltu spyrja hvenær grænmetið kemur með flugi frá Evrópu. Fáðu nákvæma dagsetningu og tímasetningu. Bíddu færis og hlauptu út í búð á hárréttum tíma. Skoðaðu fyrsta búntið af spergli sem þú sérð (þau eru öll frá sama framleiðanda, skorin upp á sama tíma og því óþarfi að skoða mörg búnt ) – þú þarft bara að ákveða hvort búntið sem þú heldur á er nógu ferskt. Ef stilkarnir eru farnir að þorna upp, leggðu frá þér búntið og kauptu eitthvað annað í matinn. Reyndu aftur í næstu viku. Spergill er eitt af því sem er gott ferskt en hvorki fugl né fiskur eftir það. Þegar þú loks hefur höndlað ferskan spergil ferðu með hann heim og hreinsar hýðið með grænmetisskrælara tvo sentimetra eða svo frá krónu- blöðunum og niður að enda stilksins. Þú tekur þá utan um stilkendann með annarri hendi og um spergilinn, aðeins fyrir neðan krónuna, með hinni og brýtur stilkinn. Hann brotn- ar akkúrat á réttum stað; þar sem stilkurinn verður of trénaður til að vera góður. Þú getur geymt stilk- endana og afskurðinn og reynt að gera úr því súpu, en okkur finnst aspassúpa ekki nógu góð til að hafa fengið okkur til þess. Besta leiðin til að sjóða spergil er standandi í vatni sem nær upp að krónu. Þá sjóða stilk- arnir í vatninu á meðan krónan gufusoðnar og allt verður akkúrat rétt soðið. Ef þú átt ekki sérsmíð- aðan aspaspott eða finnur ekki leið til að láta þetta virka í öðrum pottum, geturðu annað hvort soðið aspasinn liggjandi eða gufusoðið hann. Og svo borðar þú hann; annað hvort heitan eða kaldan. Og með sem minnstum tilbún- aði. Smá eggjahræra ef það er morgun- eða hádegisverður. Þú getur líka linsoðið egg, tekið ofan af því, kryddað rauðuna með salti og pipar, látið örlítið lint smjör saman við og dýft sperglinum í rauðuna og bitið í. Og borðað gott brauð með. Eða lagt spergilinn í grunnt fat með nokkrum smjörklípum, raspað parmesan yfir og sett undir heitt grill þar til osturinn bráðnar. Eða útbúið Hollandaise- sósu og látið eins og þú sért í hádegisverði á strandhóteli við Bristol og það sé komið vor. La primavera Vorið sjálft Helgin 10.-12. júní 2011 Þegar vorið er orðið svo svalt að það er hreinlega kalt, er gott að skjótast inn í stórmarkað og fagna hinu innflutta vori. Spergill, kúrbítur, baunir, spínat, sítróna og eggaldin í bland við íslenska tómata og agúrkur flytja með sér keim af evrópsku vori inn í eldhúsið. Ef þið finnið litlar en ferskar sítrónur frá Ítalíu eða Grikklandi úti í búð skuluð þið kaupa hell- ing og hafa í öll mál. Það færir vorið heim og heldur kvefinu fjarri. Ljós- myndir/Nordic Photos Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Þrjú tilbrigði við sama vorið I. Evrópskt vor er til dæmis spergill, kúrbítur og strengjabaunir. Kauptu handfylli af hverju og skerðu í mjóar ræmur. Ef veður er svalt getur þú steikt lauk, hvítlauk og púrru í potti, hellt yfir lítra af vatni eða soði og tómat úr dós, soðið í 15 mínútur með skorpunni af parmesan-ostinum sem þú vissir ekki hvað þú áttir að gera við. Veiddu skorpuna upp úr, kryddaðu soðið með salti og pipar og sjóddu ræmurnar af vorinu í 3-5 mínútur eftir þykkt. Þá er komin minestrone alla primavera (stórsúpa vors- ins). Austu í skálar og dreyptu sítrónusafa og ólívuolíu yfir. II. Ef veður er skaplegra skaltu steikja ræmurnar skamma stund í olíu á pönnu og setja síðan til hiðar. Saxaðu lauk smátt og steiktu í olíu á sömu pönnu. Settu þar næst handfylli af arbo- rio-hrísgrjónum á pönnuna, hitaðu vel og bættu við 2-3 fínsöx- uðum hvítlauksrifjum. Helltu hvítvínsglasi yfir og þegar þetta er soðið niður bætir þú við rúmum lítra af heitu kjúkingasoði í smáum skömmtum. Ekki hafa of mikinn hita, þá sýður soðið upp en hrísgrjónin drekka það ekki í sig. Þegar soðið er búið og hrísgrjónin al dente, blandar þú strengjunum þínum sam- an við, hnefafylli af rifnum parmesan og smjörklípu og leyfir risotto alla primavera (hrís- grjónakássu vorsins) að jafna sig undir loki í 5 mínútur. Stráðu steinselju yfir og meiri parmesan. III. Ef veður er enn skaplegra skaltu sjóða saltvatn í stórum potti og leyfa suðunni að koma vel upp. Hentu þá spaghettíi eða tag- liatelle í pottinn og sjóddu það síðan mín- útu skemur en leiðbeiningarnar á pakkanum segja til um. Hitaðu olíu á pönnu á meðan og steiktu fínt saxaðan lauk, smá hvítlauk og vorsins ræmur skamma stund. Helmingaðu kirsuberjatómata og bættu út á pönnuna. Ef þú átt hvítvín skaltu hella glasi yfir pönnuna, annars sama magni af soð- inu af spaghettíinu. Geymdu aukalega soð þegar þú hellir af spaghettíinu, settu spaghettíið á pönnuna, hrærðu því saman við grænmetið, bættu við soði ef þarf og leyfðu pastanu að jafna sig undir loki í 5 mínútur. Þá ætti pasta alla primavera (hvítlengjur vorsins) að smakkast eins og vorið sem okkur Vorið er einfalt og fljótlegt – ekki bara vegna þess að grænmetið þarf ekki mikla eld- un heldur líka vegna þess að vorið kallar á þig, út að starfa og burt frá pottunum. Spergill fæst nú í búðum nánast árið um kring. Á vetrum kemur hann í flugi alla leið frá Chile. En snemma vors kemur evrópskur spergill, fyrst sá græni og mjói og síðan sá hvíti og sveri. Evrópski spergillinn hverfur síðan aftur um mitt sumar. ódýrtalla daga fyrst og fremst ódýrt

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.