Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 62
Lagið Vanguardian af plötunni Heart II He- art með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði í þættinum So You Think You Can Dance sem sjónvarpað var í Bandaríkjunum á fimmtu- dagskvöld. „Fjórir keppendur dönsuðu við lagið og freistuðu þess að komast áfram í tuttugu manna hópinn sem heldur áfram í þáttunum,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem skipar Steed Lord ásamt bræðrunum Einari og Eðvarð Egilssonum. Það var hin magnaða Sonya Tayeh, gestadómari og danshöfundur við þættina, sem ákvað að nota lagið í atriðinu. „Sonya mun einnig nota tvö önnur lög í þáttunum sem verða tekin seinna í sumar. Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir okkur. Hún er frábær danshöfundur og vann meðal annars að myndbandinu okkar 123 og að öðru myndbandi sem kemur út núna í júlí.“ Steed Lord hefur haldið til í Los Angeles síðastliðin tvö ár og náð góðri fótfestu þar. „Lögin okkar hafa verið mikið í bandarísku sjónvarpi síðastliðin tvö ár en það er ein- hvern veginn öðruvísi og skemmtilegra að fá lag í So You Think You Can Dance þar sem keppendur tjá sig í gegnum tónlistina okkar,“ segir Svala og nefnir sjónvarps- stöðvar á borð við E Channel, Bravo, MTV og V-H1 sem hafa spilað lög með hljóm- sveitinni.  so You Think You Can DanCe Dansað við sTeeD LorD  samsTöðuganga DrusLuLegur kLæðnaður æskiLegur Drusluganga gegn hugsanavillu m aría Lilja Þrastardóttir er ein af forystukonum göngunnar. Hún segir að tilgangurinn sé að færa ábyrgð kynferðisofbeldis frá þolendum yfir á gerendur. „Okkur langar til að vekja umræðu og uppræta fordóma sem felast í þeirri ofuráherslu sem lögð er á klæðaburð, ástand og atferli kvenna í umræðunni um kynferðisofbeldi.“ Hún útskýrir tilkomu yfirskriftar- innar Drusluganga: „Lauslátar konur sem sagðar eru kalla yfir sig nauðgan- ir eru oftar en ekki kallaðar druslur. Við viljum beina athygli að þessari orðanotkun.“ Slutwalk eða drusluganga var fyrst farin í To- rontó í Kanada í apríl byrjun. Viðburðurinn vakti svo mikla athygli að hann var endurtekinn í Banda- ríkjunum, Ástralíu, Mið-Austurlöndum og víða um Evrópu. Í druslugöngum er því viðhorfi mótmælt að léttklæddar konur „biðji um að láta nauðga sér“. Í Kanada voru mótmælin viðbragð við þeim orðum sem lögregluforinginn Michael Sanguinetti, hjá lögreglunni í Toronto, lét falla á málþingi hjá York-há- skóla, að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur svo að ekki yrði ráðist á þær. Eruð þið að bregðast við einhverjum sérstökum orðum? „Við ætlum ekki að persónugera atburðinn en auðvitað hefur margt verið sagt síðasta árið sem stingur. Við ætlum frekar að biðja fólk að hugsa um fordómana í sjálfu sér. Við erum öll hluti af vandanum og eigum það til að hugsa „hún hefði ekki átt að vera svona drukkin“ eða „hún hefði átt að passa sig betur“. Okkur langar til að skömmin verði ekki fórnarlambanna lengur.“ Druslugangan hefst á Skólavörðuholtinu kl. 14 laugardag- inn 23. júlí. „Það er laugardagurinn helgina fyrir verslunar- mannahelgi, sem er líka táknræn tímasetning. Við viljum benda á að fólki er frjálst að vera eins og það vill og enginn hefur rétt á að nauðga.“ Marserað verður af Skólavörðuholtinu niður í bæ þar sem haldnir verða tónleikar. thora@frettatiminn.is Öðruvísi en skemmtilegt tækifæri Til að mótmæla þeim hugsunarhætti að létt- klæddar konur bjóði hætt- unni heim verður skipulögð drusluganga í Reykjavík í sumar. Skorað er á fólk að mæta í „óábyrgum“ fatnaði. Menningar- brúðkaup Breki Logason, sá vaski og glaðbeitti fréttamaður á Stöð 2, gengur að eiga sína heittelskuðu, Védísi Sigurðardóttur, í lok sumars. Hjónaleysin völdu sér sérstaklega skemmti- legan dag til að ganga í það heilaga en það ætla þau að gera laugardaginn 20. ágúst, á Menningarnótt, þegar gleðin svífur yfir Reykjavíkurborg, öllu er tjaldað til og boðið er upp á magnaða flugeldasýningu þegar kvölda fer. Betra líf án Baugs? Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, kom sterkur inn á bókamarkaðinn með bók sinni Rosabaugur yfir Íslandi ekki alls fyrir löngu. Í bókinni fer Björn yfir hið flókna og, að margra mati, leiðinlega Baugsmál eins og honum einum er lagið. Bókin er í 2. sæti á metsölulista bóka vikuna 22. maí til 4. júní en þar hefur Björn tyllt sér á milli bókarinnar 10 árum yngri á 10 vikum eftir Þorbjörgu Haf- steinsdóttur í 1. sætinu og Léttara og betra líf eftir Lene Hanson sem er í 3. sæti. Skemmtileg tilviljun þar sem vel má velta fyrir sér hvort fólk verði ekki 10 árum eldra á einni kvöldstund eða svo við að plægja sig í gegnum upprifjun á Baugsmálum. Og sjálfsagt er fáum blöðum um það að fletta að líf Björns er léttara og betra eftir að hann hefur létt Baugsfarginu af sér. Danshöfundurinn Sonya Tayeh mun notast við þrjú lög Steed Lord í dönsum í þáttunum en hún hefur áður unnið með hljómsveit- inni með góðum árangri. Tónlist Steed Lord fær góða kynningu í So You Think You Can Dance í sumar. NOVA laumar sér á Símakrána Mikið hefur verið rýnt í kápu Símaskrárinnar sem Gillzenegger tók að sér að hanna. Mestur áhugi hefur verið á maga- vöðvum og brjóstkassa Gillzeneggers sem grunur leikur á að hafi verið efldir og lagfærðir í fótósjoppi. Einhverjir hafa þó hnotið um að jafnvægisslá sem fim- leikastúlkur úr Gerplu stilla sér upp við að baki vöðvatröllsins er vandlega merktur NOVA. Sam- særiskenningar hafa sprottið upp um að símafyrirtækið NOVA hafi þarna laumið inn dulinni auglýsingu á Símaskrána. Rétt er þó að halda því til haga að NOVA er þekkt vörumerki í fimleikaheiminum og þykir með því allra besta sem völ er á. Hins vegar hefði ekki átt að vera tiltökumál að þurrka þessa óheppilegu tilviljun út af kápunni hafi fólk á annað borð verið að fínpússa myndina. Fjölmennt var á undirbúningsfundi Druslu- göngunnar á Prikinu á dögunum. Við viljum beina athygli að þessari orðanotkun.“ María Lilja Þrastardóttir er ein af skipuleggj- endum Druslugöng- unnar. Hún hvetur fólk til að mæta druslulega til fara. Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugard.11:00 - 14:00 ÚTSALA MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM TÍSKUFATNAÐI Á ÚTSÖLU 54 dægurmál Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.