Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 20
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.795
með kaffi
eða te
E
llin er farin að bíta alveg
svakalega og ég er kom-
inn með gangráð og allt,“
segir Sigurður sem fer sér
hægt núorðið enda sækja
á hann svimaköst og hann finnur
feigðina læðast að sér. „En ég hef nú
þolað ellina hingað til þannig að þetta
er svo sem allt í lagi.“
Sigurður fæddist árið 1928 og ólst
upp við kröpp kjör og bjó meðal ann-
ars með fjölskyldu sinni í Pólunum,
svokölluðu, undir Öskjuhlíð; í bragga
í Herskálakampi við Suðurlandsbraut
og í sumarbústaðnum Kirkjulandi við
Laugarnesveg. Hann segist þó ekki
efast um að hann kveðji verri heim
en tók á móti honum á sínum tíma og
er um margt þakklátur fyrir að hafa
fengið að upplifa drjúgan hluta 20.
aldarinnar sem hann segir engum
vafa undirorpið að sé sú viðburðarík-
asta í sögu mannkyns.
„Jú, jú. Heimurinn hefur versnað
og það er ekki bara mannkynið heldur
er eins og jörðin sjálf sé að streitast á
móti og reyna að hrista okkur af sér.
Það eru eldgos úti um allar trissur og
hér höfum við jarðhræringar og eld-
gos ofan í allt hitt manngerða ruglið.
20. öldin er hiklaust sú merkilegasta í
sögu okkar en því miður er ekki að sjá
að við höfum þroskast mikið eða lært
af henni miðað við það hvernig við
hefjum göngu okkar inn í 21. öldina.
Ástandið er alveg ótrúlegt víða og nú
er Afríka að rísa upp og það á eftir að
enda í alveg ótrúlegu blóðbaði. Og
Afganistan og Írak og allt þetta. Þetta
er náttúrlega svakalegt ástand.“
Sigurður segist hafa verið á heims-
hornaflakki í um fjörutíu ár en hafi
bundist Grikklandi sterkustum
böndum. „Það er alveg ótrúlegt hvað
tilviljanir hafa ráðið því hvar ég lenti
hverju sinni. Ég fór út til Danmerkur
22 ára og átti þá fimmtíukall danskan;
kom svo heim tveimur eða þremur
árum seinna og ég skil það ekki
ennþá hvernig þetta gekk en ein til-
viljun tók við af annarri og alltaf björg-
uðust málin. Grikkland tók mig alveg
heljartökum þegar ég kom þangað í
þessari fyrstu utanlandsferð og það
er mitt uppáhaldsland. Bæði landið
og svo fólkið. Þetta er svo yndislegt
fólk. Grikkir eru að mörgu leyti líkir
okkur. Þeir eru mjög gestrisnir, og
þeir bjuggu við svipaðar aðstæður og
við; land sem er mjög erfitt yfirferðar,
eins og var hjá okkur í gamla daga.
Og það er einhvern veginn voðalega
sterk samkennd hjá þessu fólki.“
Sigurður er alveg hættur að ferðast
en hann segir það ekki liggja jafn
þungt á sér og ætla mætti að hann eigi
tæpast eftir að stíga aftur fæti á gríska
grund. „Ég segi nú ekki að mér líði
eins og fugli í búri eftir að ég hætti að
ferðast. Ég er eiginlega saddur lífdaga
og mig langar ekkert út lengur. Ég á
átján afkomendur og þeir fylla upp í
tómið.“
Konurnar í lífi Sigurðar hafa verið
margar og því ekki að undra þótt
afkomendurnir séu þó nokkrir, og
vissulega gustaði oft í einkalífi hans.
Sigurður segir að eðli málsins sam-
kvæmt hverfi þær konur sem maður
binst eða eignast börn með aldrei
alveg og því geti verið erfitt að forðast
átök og árekstra. „Sumar konur geta
verið grimmar en aðrar eru það ekki.
En börnin mín eru yndisleg og það
kemur ekkert fram í þeim þótt á ýmsu
hafi gengið.“
Aðspurður segist Sigurður ekki vita
hvað það sé í hjarta mannskepnunnar
sem geri það að verkum að sumir
eigi erfitt með að bindast einum ein-
staklingi út ævina. „Ég held að þetta
sé bara eitthvað í fólki og kannski er
þetta misjafnt. Sumir eru einkvænis-
menn en faðir minn átti nú 23 börn
með átta eða níu konum svo að þetta
er eitthvað í blóðinu. Eða genunum.
Ég veit ekki hvernig á að greina það,“
segir Sigurður sem telur heppilegra
að Kári Stefánsson eða einhverjir álíka
reyni að svara þessari spurningu.
Eftir Sigurð liggur gríðarlegt magn
ritverka, frumsaminna á íslensku og
ensku, til dæmis Undir kalstjörnu og
Á hnífsins egg- Átakasaga, auk ara-
grúa þýðinga, þar á meðal Í Dyflinni,
smásögur eftir James Joyce, og Ódys-
seifur I-II og Æskumynd listamanns-
ins eftir sama höfund; Dreggjar dags-
ins eftir Kazuo Ishiguro; Safnarinn
eftir John Fowles og ljóðabálkurinn
Söngurinn um sjálfan mig eftir Walt
Whitman, svo eitthvað sé nefnt.
„Ég var sjálfur alveg hissa á hvað
þetta er mikið þegar ég fór að taka
þetta saman. Ég er stoltastur af Joyce
og Odysseifur tók á en ég hef fengið-
mikið hrós fyrir þá þýðingu og er
mjög ánægður með það.“
Sigurður er, eins og áður segir,
saddur lífdaga þegar hann horfir yfir
farinn veg og bíður æðrulaus eftir
hinsta kallinu. En hvernig líst honum
á það líf sem bíður afkomenda hans
í þeim heimi sem blasir við honum
við leiðarlok? „Ég þekki fátækt og
kreppu og þetta var miklu verra á
kreppuárunum fyrir stríð. Ég vona
bara – barnanna, barnabarnanna og
allra vegna – að þetta verði skárra.
Ég er náttúrlega ekki spámaður en
barnalán mitt hefur verið mikið. Þau
hafa öll lukkast svo vel, þessi afkvæmi
mín. Þetta hefur allt farið mjög vel. Ég
á ekki skilið, finnst mér – eins og ég
hef hagað mér – að eiga svona góða
afkomendur,“ segir Sigurður og hlær.
Og hvað andlegt líf íslensku þjóðar-
innar snertir hefur Sigurður litlar
áhyggjur. „Það sprettur margt áhuga-
vert og spennandi fram í listinni í
svona kreppuástandi. Það er til dæmis
gífurlega mikill uppgangur í tónlistar-
lífinu hérna, myndlistinni og bók-
menntunum líka. Þetta unga fólk sem
er að koma fram núna er mjög öflugt
og efnilegt. Það er alveg gífurleg lif-
andi ólga og sköpunarkraftur í gangi,
finnst mér. Ég kvíði ekki framtíðinni
að því leyti. Ég held að Ísland eigi sér
andlega mikla framtíð.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Sumar konur geta verið grimmar en aðrar eru það ekki. En börnin mín eru
yndisleg og það kemur ekkert fram í þeim þótt á ýmsu hafi gengið.
Syngur sitt síðasta vers saddur lífdaga
Rithöfundurinn
Sigurður A.
Magnússon hefur
komið víða við á 83
ára ævi. Hann er
einn atkvæðamesti
bókmenntaþýðandi
þjóðarinnar. Hann
var löngum á far-
aldsfæti og eyddi
drjúgum tíma lífs
síns í að efla tengsl
Íslands og Grikk-
lands. Heilsan leyfir
honum ekki lengur
ferðalög en hann
segist dvelja sáttur
á Íslandi þar sem
hann sé kominn
á fremsta hlunn
með að „syngja
sitt síðasta vers“,
vongóður um að
„eitthvað af fram-
lagi mínu til ís-
lenskrar menningar
hafi átt erindi við
samtímann og eigi
sér kannski ein-
hverja lífsvon“.
Ég á ekki skilið, finnst
mér – eins og ég hef
hagað mér – að eiga
svona góða afkomendur.
Sterkar taugar til Grikklands
Grikkland er veigamikill
áfangastaður í lífi Sigurðar A.
Magnússonar og árið sem hann
dvaldi þar, rúmlega tvítugur,
mótaði hann og lífsstefnu
hans til frambúðar. Og það
segir sína sögu að fyrsta frum-
samda bókin hans var Grískir
reisudagar sem kom út árið 1953. Frásögn hans í Með hálfum huga bendir
til þess að Grikklandsárið hafi að vissu leyti beint hinum kristnu hugsjónum
að jarðneskri fegurð og veraldlegum áhugamálum.
Leið hans hefur oft legið til Grikklands og þar starfaði hann meðal
annars sem leiðsögumaður íslenskra ferðalanga.
Fyrir allnokkru komu út tvær aðrar bækur eftir hann um Grikkland;
Grikklandsgaldur árið 1992 og Garður guðsmóður. Munkríkið Aþos. Elsta
lýðveldi í heimi árið 2006.
Sigurði er vitaskuld ástandið í Grikklandi um þessar mundir hugleikið en
Grikkir finna nú óþægilega fyrir efnahagshruninu. „Ástandið í Grikklandi
er alveg svakalegt. Ég vorkenni honum vini mínum, við erum gamlir góðir
kunningjar, hann Papandreou [forsætisráðherra Grikklands]. Hann á mjög
bágt núna. Hann er mjög góður maður. Alveg yndislegur maður.“
20 viðtal Helgin 10.-12. júní 2011