Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 6
WWW.SKJARGOLF.IS ... að friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu hans hafi verið rofin og að húsið hafi, að ástæðu- lausu, verið kallað „lúxus- villa“. Umtalsverð aukning hefur orðið í fasteignaviðskiptum undanfarið. Í maí var 399 samningum um íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst en í sama mánuði í fyrra voru þeir 192. Aukningin á milli ára er 108%, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Heildarfjöldi þinglýstra samninga hefur ekki verið meiri í einum mánuði síðan í lok árs 2007. Það sem af er ári hefur 1.591 samningi verið þinglýst sem er 75% aukning frá sama tíma í fyrra. Athygli vekur, segir Greining Íslandsbanka, að hlutfall makaskiptasamninga af heildarfjölda þinglýstra samninga hefur dregist umtalsvert saman, en makaskipti voru afar umfangsmikill hluti íbúðamarkaðarins í hruninu. Var hlutfall makaskiptasamninga 49% af heildarfjölda samninga í maí 2009, 26% í maí 2010 og 8% nú í maí síðastliðnum. Mun meira er því um að íbúðakaupin séu fjármögnuð með peningum, en húsnæðislánveit- ingar hafa heldur verið að glæðast að undanförnu. Samhliða vaxandi veltu hefur verð íbúðarhúsnæðis verið að hækka. Í apríl mældist hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 2,7% og er það mesta hækkun sem þannig hefur mælst frá fyrri hluta árs 2008. Greiningin reiknar með því að framhald verði á þessari þróun á íbúðamarkaði á næstunni. -jh Fasteignamarkaður lifnar við og verð hækkar L ögfræðingur Stefáns Hilmars Hilmars-sonar, fjármálastjóra 365, hefur sent Frétta-tímanum bréf þar sem fram kemur að Stefán er ósammála þeirri ákvörðun Magnúsar Sædal, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, að fella úr gildi byggingarleyfi á lóð lúxusvillu við Laufásveg sem Stefán leigir af félaginu Vegvísi ehf. Félagið var í eigu Stefáns í árslok 2009, samkvæmt ársreikningi, en hann þvertekur fyrir það í bréfi lögfræðingsins að tengjast félaginu á nokkurn hátt. Fréttatíminn hefur birt tvær fréttir af dagsektum sem Reykjavíkurborg hefur lagt á eiganda lúxus- villunnar við Laufásveg en þær nema nú hátt í tíu milljónum króna. Lögfræðingur Stefáns segir í bréfinu að eigandinn hafi kært ákvörðunina um að fella byggingarleyfið úr gildi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í apríl 2010. Einnig er Magnús í bréfinu sakaður um að hafa vísvitandi farið með rangt mál í Fréttatímanum með því að segja að ekkert hafi verið gert í málinu. Jafnframt kvartar lögfræðingur Stefáns undan því að friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu hans hafi verið rofin og að húsið hafi, að ástæðulausu, verið kallað „lúxusvilla“. Auk þess krefst lögfræðingurinn leiðréttingar og afsökunarbeiðni frá Fréttatímanum fyrir að birta viðtal við Magnús Sædal og fréttir af Stefáni sem hafi ekkert fréttagildi, að mati lögfræð- ingsins. Lögfræðingur Stefáns vísar í nýsamþykkt fjöl- miðlalög, máli sínu til stuðnings, en allar fréttirnar, nema ein sem fjallaði um sölu Stefáns á þakíbúð í Brautarholti, voru skrifaðar áður en lögin tóku gildi. Fréttatíminn reyndi margítrekað að ná tali af Stef- áni, bæði í gegnum tölvupóst og síma, í tengslum við þær fréttir sem hafa verið fluttar af honum en hann sá ekki ástæðu til að svara. oskar@frettatiminn.is Ágreiningur um dagsektir á milli fjármálastjóra og byggingarfulltrúa Stefán Hilmar Hilmarsson er ósáttur við Magnús Sædal. Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.