Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 4
Handhægar umbúðir með tappa Barnsins stoð og stytta Nánari upplýsingar um Stoðmjólk á www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Öll ungmenni fá vinnu í Garðabæ Afleitt vor með miklum kuldum hefur skaðað arnarvarp í vor. Ljósmynd/Finnur Logi Jóhannsson  Haförn Kuldinn í vor segir til sín Ú tlit með arnarvarp er ekki gott á þessu ári. Færri pör hafa verpt en undanfarin ár og fleiri hreiður hafa misfarist það sem af er ári en mörg undanfarin ár, að því er heimildir Frétta- tímans herma. Þetta stafar af afleitu tíðar- fari en vorið hefur verið afar kalt á helstu varpstöðvum arnarins við Breiðafjörð, eins og raunar um land allt. Tveir þriðju hlutar arnarstofnsins verpa við Breiða- fjörð. Sérfræðingar fylgjast grannt með varpi arnarins, enda stofninn fáliðaður. Spár um árangur arnarvarpsins liggja ekki fyrir en staðan verður metin á ný eftir um mánuð. Þá kemur í ljós hvernig til hefur tekist. Viðkvæmasti tíminn er tvær fyrstu vikurnar eftir að unginn kemur úr eggi. Hið slæma vor nú kemur í kjölfar tveggja góðra, 2009 og 2010. Arnarvarp heppnaðist mjög vel í fyrra. Metár var í fjölda unga sem komust á legg, annað árið í röð. Verpt var í 49 hreiður í fyrra. Fjöldi unga sem komst á legg var 38 úr 27 hreiðrum en árið 2009 komust 36 ungar á flug. Það var mesti fjöldi unga frá árinu 2004 en þá lifðu 34 ungar. Haförninn er mjög fáliðaður varpfugl en talið er að um 65 varppör séu í stofnin- um. Alls telur stofninn um 300 fugla með ungum en ernir verða kynþroska fjögurra til sex ára. Örnum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum áratugum en þeir voru nær útdauðir skömmu eftir miðja síðustu öld vegna eiturútburðar og ofsókna. Fyrsta árið er örnum erfitt en ungir ernir halda til á heimasvæði foreldra sinna fram eftir hausti og jafnvel fram á útmánuði en eru þá reknir burt og þurfa að sjá sér far- borða. Íslenski haförninn er á válista en þrátt fyrir það sýna rannsóknir Náttúrufræði- stofnunar Íslands, á hræjum sem fundist hafa á undanförnum árum, að meira en fimmti hver örn sem fundist hefur dauður hefur verið skotinn. Örninn hefur verið friðaður hér á landi í nær öld, frá árinu 1914. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Afleitt tíðarfar veldur skaða á arnarvarpi Færri arnarpör verptu en undanfarin ár og fleiri hreiður misfórust. „Það er heilbrigt og gott að vakna á morgnana og fara að gera eitthvað,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, en öllum ungmennum sem sóttu um sumar- starf hjá kaupstaðnum hefur verið boðin vinna í sumar eins og undanfarin ár. Í leiðara Fréttatímans síðastliðinn föstudag voru stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður, gagn- rýnd fyrir forgangsröðun verkefna en þau vísuðu frá þúsundum ungmenna sem sóttu um sumarvinnu. Sá hópur ungmenna, á við- kvæmasta aldrei, mælir því göturnar. „Við horfum á þetta sem forvarnir og uppeldismál og síðan er það gott fyrir ungmennin að vinna sér inn peninga,“ segir Gunnar. Alls eru yfir 560 ungmenni, fædd 1994 og eldri, í vinnu hjá Garðabæ í sumar og talan fer yfir 700 þegar Vinnuskóli Garðabæjar bætist við. -jh Viðkvæm- asti tíminn er tvær fyrstu vik- urnar eftir að unginn kemur úr eggi. Gasbyssa fjarlægð úr arnarhólma Flestir virða varp hafarnarins og algera friðun þessa mikilfenglega fugls, konungs fuglanna, eins og hann hefur verið kallaður. Þó eru þeir til sem hafa horn í síðu hans. Í rannsóknum Náttúru- fræðistofnunar Íslands hefur komið í ljós að högl eru í um fimmtungi arnarhræja sem finnast. Þekkt er að varp fuglsins hefur verið truflað. Þar hefur verið gripið til ýmissa ráða, eins og fram kom í fréttum fyrir sex árum. Þá var gasbyssu stillt upp við arnarhreiður í hólma á Breiðafirði. Hún var þannig stillt að hún sendi frá sér hvelli með reglubundnu millibili. Hvellir gasbyssunnar fældu ernina frá varpi í hólmanum. Vitað var hver stóð að gerningnum. Málið var kært og búnaðurinn fjarlægður. - jh CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. Hlýnandi, sérstaklEGa norðaustan- oG austanlands. skúrir sunnanlands síðdEGis, En annars úrkomulaust oG víða sólríkt. HÖfuðborGarsvæðið: FReMuR HæGuR ViNduR oG SólRÍKt. SKýjAð oG SKúRiR uM KVöldið. strEkkinGsvindur, sérstaklEGa vEstan oG suðvEstanlands. Þar frEmur milt. svalara mEð norðaustur- oG aust- ustrÖndinni, En almEnnt frEkar sólríkt. HÖfuðborGarsvæðið: HAGStæð A-átt oG lÍKuR á Mildu oG ÞuRRu VeðRi Með Sól. na-átt oG fEr að riGna ÞEGar líður á daGinn um landið norðan- oG austanvErt. léttskýJað sunnan- oG suðvEstantil. HÖfuðborGarsvæðið: HæGuR ViNduR oG Að MeStu BjARt VeðuR. Hlýnar talsvert um hvítasunnuhelgina Nú virðist sjá fyrir endann á ótíðinni, þó ekki sé enn verið að spá neinum alvöru sumardögum á næstunni. En um helgina er ekki annað að sjá en fyrirtaksveður verði víða um land. Reyndar talsverður strekkingur, einkum vestantil á laugardag, en sólin ætti mjög víða að ná að skína og hitinn þá yfir 10 stigunum að deginum. Sennilega fer að rigna norðantil seinni- partinn á hvítasunnudag og fram á mánudag. 8 5 10 7 8 12 8 9 10 11 12 7 7 6 13 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður Grillflötur 450x600 mm 3 brennarar, ryðfrítt stál GasGrill EllinGsEn – FUllT HÚs ÆVinTÝra REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is grillum í sumar PIPA R\TBW A • SÍA • 111362 4 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.