Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 10
Íslenska landsliðið metið á milljarða Átta síðna EM-blað Átta síðna blað um íslenska U-21 árs landsliðið, sem tekur þátt í loka- keppni Evrópumótsins í Danmörku, fylgir með Fréttatímanum í dag. Í blaðinu eru viðtöl við sóknarmann- inn Kolbein Sigþórsson og varnar- manninn Jón Guðna Fjóluson, nýjasta atvinnumann Íslendinga. Framherjinn Alfreð Finnbogason segir frá félögum sínum í landsliðinu í búningsklefanum og Gylfi Þór Sigurðsson greinir frá erfiðustu andstæðingum sínum á stuttum en viðburðaríkum ferli. -óhþ Sjá miðju blaðsins  EM 2011 Kolbeinn SigþórSBarnastjarna í boltan-um sem var afskrifaður tvisvar fyrir tvítugt bls. 2  bls. 4 Óslípaður demantur Jón Guðni heldur í víking í höfuðvígi demantanna í Antwerpen Jón Guðni Fjóluson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Hann leikur lykilhlutverk í vörn íslenska U-21 árs landsliðsins sem tekur þátt í lokamóti EM í Danmörku.  bls. 2 Skúli Jón Elskar Star Wars-föt  bls. 6 Gylfi Þór Gerrard er grjótharður U-21 landsliðið á eM 2011 Helgin 10.-12. júní 2011 Lj ós m yn d/ H ar i Haraldur Björnsson Val 10 milljónir Skúli Jón Friðgeirsson KR 20 milljónir Hólmar Örn Eyjólfsson án félags 50 milljónir Jón Guðni Fjóluson Fram 50 milljónir Hjörtur Logi Valgarðsson IFK Gautaborg 35 milljónir Eggert Gunnþór Jónsson Hearts 75 milljónir Aron Einar Gunnarsson Coventry 500 milljónir Bjarni Þór Viðarsson Mechelen 65 milljónir Rúrik Gíslason OB Odense 250 milljónir Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar 125 milljónir Kolbeinn Sigþórsson AZ Alkmaar 800 milljónir Gylfi Þór Sigurðsson Hoffenheim 1,5 milljarður Birkir Bjarnason Viking 150 milljónir Alfreð Finnbogason Lokeren 100 milljónir Óskar Pétursson Grindavík 5 milljónir Arnar Darri Pétursson SønderjyskE 20 milljónir Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV 20 milljónir Almarr Ormarsson Fram 7,5 milljónir Andrés Már Jóhannesson Fylki 15 milljónir Arnór Smárason Esbjerg 75 milljónir Elfar Freyr Helgason Breiðablik 30 milljónir Guðmundur Kristjánsson Breiðablik 30 milljónir Björn Bergmann Sigurðsson Lilleström 80 milljónir Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðs- son og Aron Einar Gunnarsson eru langverðmætustu leikmenn U-21 árs landsliðsins og eru samanlagt metnir á tæpa þrjá milljarða. Ljósmyndir/Hari  fótbolti Íslenski landsliðshópurinn verðlagður Leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins kosta saman meira en glerhjúpurinn utan á Hörpuna. Í slensk knattspyrna hefur sjálf- sagt aldrei átt jafnmarga góða unga leikmenn og í dag. Leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins eru margir hverjir með þeim efnileg- ustu í Evrópu og stórliðin bíða eftir að krækja í þá. Leikmanna- markaðurinn í knattspyrnunni helgast eins og aðrir markaðir af framboði og eftirspurn og því er verðmiðinn á bestu leikmönnum íslenska liðsins ansi hár. Sam- kvæmt úttekt Fréttatímans er samanlagt verðmæti leikmanna- hópsins hjá íslenska liðinu rétt rúmlega fjórir milljarðar, 800 millj- ónum meira en hinn umdeildi glerhjúpur utan um Hörpu kost- aði. Verðmæti manna í hópnum er misjafnlega mikið. Langverðmætasti leikmaðurinn er Gylfi Þór Sigurðsson, sem var seldur frá Reading til Hoffenheim fyrir 1,2 milljarða síðastliðið haust. Eftir fína frammistöðu með Hoffenheim, þrátt fyrir fá tækifæri í byrjunarliðinu, hefur Gylfi hækkað í verði enda sannað sig í einni bestu deild Evrópu. Hollenska félagið AZ Alkmaar metur fram- herjann Kolbein Sigþórsson á rúmar átta hundruð milljónir og gefur það út að hann verði ekki seldur fyrir lægri uppphæð. Ljóst er að Gylfi Þór og Kolbeinn eru með verðmætustu leikmönnum í sögu íslenskrar knattspyrnu. Miðju- maðurinn Aron Einar Gunn- arsson er með lausan samning við Coventry en óhætt er að full- yrða að verðmiðinn á honum yrði ekki undir hálfum milljarði ef lið þyrftu að kaupa hann. Þessir þrír eru í nokkrum sérflokki hvað varðar verðmæti. Sá sem kemst næst þeim er Rúrik Gíslason. Hann var seldur frá Viborg til OB fyrir 180 milljónir árið 2009. Góð frammistaða með OB hefur hækkað verðmiðann á honum þannig að ólíklegt er að OB myndi láta hann af hendi fyrir minna en 250 milljónir. Eins og fram kemur á síðunni hér á undan eru lands- liðsmennirnir eftirsóttir og spila í stærsta sýningarglugga ársins í evrópskum knattspyrnuheimi. oskar@frettatiminn.is Sjá einnig aukablað um EM í miðju blaðsins Leikmannamark- aðurinn í knatt- spyrnunni helgast eins og aðrir markaðir af fram- boði og eftirspurn og því er verðmið- inn á bestu leik- mönnum íslenska liðsins ansi hár. Þarft þú heyrnartæki? Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Að láta mæla heyrnina er einföld leið til að ganga úr skugga um hvort kominn sé tími til að nota heyrnartæki. Erum með mikið úrval vandaðra heyrnartækja sem eru búin fullkomnustu tækni sem völ er á. Einföld og þægileg í notkun og nánast ósýnileg bak við eyra. Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Heyrnartækni þá ætlum við að styrkja KRAFT í sumar með ákveðinni upphæð af hverju seldu heyrnartæki. KRAFTUR er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Á þetta eru þeir metnir 4 10 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.