Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 28
28 viðhorf Helgin 10.-12. júní 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Fáar þjóðir verja hærra hlutfalli af ráðstöf- unartekjum sínum í mat en Íslendingar. Undarlegt er til þess að hugsa en þjóðin hefur kosið sér þetta hlutskipti sjálf. Á heimsvísu er framleitt yfirdrifið nóg af gæðamatvöru sem hægt væri að selja í búðum til verulegra hagsbóta fyrir heim- ilishald í landinu – bara ef Íslendingar vildu það sjálfir. Ástæðan fyrir því að þetta er svona er íhaldssemi, hræðsla við breytingar og þekkingar- skortur. Um það bil í þess- ari röð. Hátt matvælaverð á Ís- landi stafar af því að inn- lend framleiðsla á kjöti, mjólkurafurðum og eggj- um er nánast í fullkomnu skjóli fyrir samkeppni við erlenda framleiðslu. Tollar og skattar eru þannig að innflutningur á vörum í þessum flokkum er ekki raunhæfur. Í seinni tíð hefur þessi verndarstefna meðal annars verið réttlætt með því að hún standi vörð um fæðuöryggi landsins – að ef svo æxlast í heimsmálunum að innflutning- ur til Íslands leggist af, verði landið að vera sjálfbært í matvælaframleiðslu. Fæðuöryggi okkar er þó ekki betra en svo að ef flutningsleiðir til landsins lokast er ekki hægt að framleiða landbúnaðaraf- urðir, fara til veiða eða dreifa mat fyrir þjóð- ina ef bensín og olíu vantar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að innlendar viðbún- aðarbirgðir af olíu og bensíni samsvara um 30 til 45 daga notkun. Til samanburðar eru aðildarlönd Evrópusambandsins skuld- bundin til að hafa viðbúnaðarbirgðir sem nema að minnsta kosti 90 daga notkun. Rökin fyrir fæðuörygginu standast sem sagt ekki. Tilfellið er að verndartollarnir eru eingöngu fyrir landbúnaðinn, ekki fyrir þá sem kaupa og neyta afurðanna. Þetta þarf hins vegar alls ekki að vera svona. Fyrirmyndin að því hvernig mat- vörumarkaðurinn íslenski gæti verið er örskammt undan, hjá frændum okkar í Færeyjum. Færeyingar eru í þeirri öfundsverðu stöðu, frá sjónarhóli neytenda, að þar er takmarkaður innlendur landbúnaður. Fyrir vikið geta þeir keypt landbúnaðarvörur þar sem þeim sýnist og flutt inn án þess að á þær leggist himinháir verndartollar. Þeir sem hafa ferðast um Færeyjar vita að þær standa vel undir nafni. Sauðfé er þar upp um allar hlíðar. En þrátt fyrir öfluga sauðfjárrækt annar heimaframleiðslan aðeins um 40 prósentum af eftirspurninni. Restin af því lambakjöti sem borið er á borð í Færeyjum kemur frá Íslandi og Nýja-Sjá- landi. Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið sem ekkert af eggjum, kjúklinga- og svínakjöti. Nóg er þó úrvalið af öllum þessum vörum í færeyskum búð- um og veitingahúsum. Nautakjötið kemur frá Nýja-Sjálandi, Þýskalandi og jafnvel Brasilíu. Úrvalið er fjölbreytt og verðið líka. Og það síðarnefnda er mun betra en í ís- lenskum verslunum í ákveðnum vöruflokk- um, sem er vel af sér vikið á markaði sem er um einn sjötti af þeim íslenska að stærð. Hagkvæmara verð á matvælum hefur með réttu verið tengt inngöngu í Evrópu- sambandið. Hitt er gott að hafa í huga að matvælaverð getur lækkað burtséð frá því hvort Ísland verður hluti af Evrópusam- bandinu eða ekki. Ekkert er því til fyrir- stöðu að afnema verndartollana einhliða. Þjóðin þarf bara að vilja það sjálf. Verndarmúrinn um innlendan landbúnað Gæfa Færeyinga Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is F Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið sem ekkert af eggjum, kjúklinga- og svínakjöti. Fært til bókar Liljur ekki fullreyndar hjá VG Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, er komin í fæðing- arorlof og hefur Auður Lilja Erlings- dóttir tekið sæti hennar á Alþingi. Hún er stjórn málafræðingur og jafnframt fram- kvæmdastýra Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þar með kemur þriðja Liljan á þingvettvang Vinstri grænna en tvær hinar fyrri hafa rekist misjafnlega í þingflokki VG, eins og kunnugt er. Lilja Mósesdóttir átti ekki samleið með þing- flokknum og sagði sig úr honum. Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir fór í fæðing- arorlof sem þingflokksformaður en fékk reisupassann á fyrsta degi að orlofinu loknu. Nú reynir á Liljuna þriðju, hinn nýja þing- mann Auði Lilju Erlingsdóttur. Stuðningsmenn Katrínar Jak- obsdóttur von- ast til að titlarnir reytist ekki af henni á meðan á fæðingaror- lofinu stendur. Annars er það af Auði Lilju Erlingsdóttur að segja að hún fæddist í Uppsölum í Svíþjóð í áliðnum ágúst árið 1979 þar sem foreldr- ar hennar, Erling Ólafsson og Bergþóra Gísladóttir, voru við nám. Maður Auðar Lilju er Freyr Rögnvaldsson og eiga þau dótturina Freyju Sigrúnu sem fæddist árið 2005. Íslandstengt glæsihótel í klössun Meðal frægustu kaupa íslenskra út- rásarvíkinga á bólutímanum voru kaup Gísla Reynissonar heitins á frægasta fimm stjörnu hóteli Danmerkur, Hotel d’Angleterre við Kóngsins Nýjatorg í miðborg Kaupmannahafnar. Þar gisti Halldór Laxness gjarna á ferðum sínum til hinnar gömlu höfuðborgar Íslands en aðrir létu sig dreyma um slíkt, þótt fæstir hefðu efni á því. Nokkuð þótti falla á glæsihótelið þann tíma sem það var í ís- lenskri eigu enda mun viðhald hafa verið í lágmarki. Nýir eigendur ætla að færa hótelið til fyrra horfs með endurbótum sem kosta munu á sjöunda milljarð ís- lenskra króna, að því er Jótlandspóstur- inn greinir frá. Síðustu gestirnir í ár gistu því á Hotel d’Angleterre aðfaranótt fyrsta dags þessa mánaðar en hótelið verður opnað eftir endurbæturnar vorið 2012. Rýnt í fjarvistarskrá Pólitískur áhugamaður sem kom við á löggjafarsamkundunni fyrr í vikunni benti á fjarvistarskrá alþingismanna á þriðjudaginn. Sá hinn sami er þeirrar skoðunar að þingmenn séu of margir og ítrekaði hana um leið og hann las upp skrána. Fjarverandi voru: Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásmundur Einar Daðason, Höskuldur Þórhalls- son, Ólína Þorvarðardóttir, Siv Frið- leifsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Þráinn Bertelsson. Áhugamaðurinn bætti enn einum við, Merði Árnasyni, en í hans stað situr nú á þingi Baldur Þór- hallsson prófessor. Lesa mátti af svip mannsins að varanleg þingmannafækkun hefði tæpast áhrif á þjóðarhag um leið og hann taldi upp afrek þessa þingmanna- hóps. Atli væri einkum kunnur fyrir almennar fjarvistir og Árni fyrir brekku- söng. Dalabóndinn væri kominn heim til Höskuldar sem lifði á fornri frægð sem flokksformaður í fimm mínútur. Ólína væri að trylla útgerðina og Siv þá fáu sem enn reyktu. Steingrímur væri lúinn og loks þyrfti að þvo munninn á Þráni með grænsápu vegna orðbragðs. H vers vegna eru Íslendingar að skrifa stjórnarskána upp á nýtt? Hvers vegna núna? Hvað gerðist? Nú, við urðum fyrir því að efnahagslífið hrundi í rúst, bankarnir fóru á hausinn, stjórnmálamenn stóðu sig ekki, eftirlitið brást og stjórnkerfið var fullt af lítt hæfu fólki, Íslendingar glötuðu sparnaði sín- um, þ.e. þeim sem var fólginn í verðbréfa- og hlutabréfaeign, fólk missti vinnuna, lífskjörin hrundu, gengið féll. Sem sagt – það fór næstum allt til andsk. ... og þó ... Íslensk alþýða fór niður á Austurvöll og barði potta og pönnur og efndi til búsáhaldabyltingarinnar og eitt af loforð- unum var að skrifa stjórnarskrána upp á nýtt og eins og einn ágætur maður sagði: Lýðveldið er hvort eð er dautt, stofnum nýtt. Lýðveldi þar sem lýðræðið fær að njóta sín og ekki verður breytt í flokksræði eins og við höfum búið við. Og loksins: Efnt var til kosningar til stjórnlagaþings en Hæstiréttur var ekki lengi að dæma þær ógildar enda þótt enginn hefði kvartað. Sjaldan hef ég skammast mín eins fyrir Hæstarétt og þá daga sem í hönd fóru. Bókstafstrúarmenn réttarins tíndu til nokkur atriði sem litlu máli skiptu – og sum engu máli – og dæmdu kosninguna ógilda í stað þess að ávíta bæði landskjörstjórn og Alþingi fyrir að vanda ekki nægilega til verka en láta úrslitin standa, enda var vilji þjóðarinnar skýr. Nýtt lýðveldi þýðir nýja stjórnskipun, ný grund- vallarlög. Þingræðisreglan hefur gengið sér til húðar í íslenskri stjórnskipun. Alþingi hefur verið þjónn framkvæmdavaldsins í þau ár sem liðin eru frá stofnun lýðveldisins og nú er mál að linni. Ég legg til að oddviti framkvæmdavaldsins, sem heitir forseti eða forsætis- ráðherra, verði kjörinn af þjóðinni beinni kosningu og því beri þjóðin sjálf alla ábyrgð á honum, EKKI Alþingi. Varamaður hans verði sömuleiðis kjör- inn af þjóðinni. Hann velur sér síðan samstarfsmenn, ráðherra, sem þurfa að hljóta samþykki Alþingis til þess að geta tekið við embætti. Sömuleiðis skulu dómarar – eftir hæfismat hjá hæfisnefnd – þurfa að hljóta samþykki Alþingis. Oddviti framkvæmdavaldsins og ráðherrar sitja ekki á Alþingi. Hlut- verk Alþingis er lagasetning og eftirlit með framkvæmd laga og stjórnsýslu. Frumvörp til laga verða ekki lögð fram á Alþingi nema af alþingismönnum, sum að tilhlutan framkvæmdavaldsins en önnur að frumkvæði Alþingis sjálfs. Með þessu eru völd Alþingis tryggð. En vanda verður val alþingismanna betur en gert hefur verið hingað til. Forseti/ forsætisráðherra þarf að semja við Alþingi um fram- gang frumvarpa og getur eftir atvikum ávarpað Alþingi – með leyfi forseta Alþingis – svo og aðrir ráðherrar. En forseti/forsætisráðherra getur ekki gengið að því vísu að þingmeirihluti verði á bak við hann. Og þess vegna þarf hann að semja við þingið um framgang hinna ýmsu mála og þá þarf lýðræðið að hafa sinn gang. En þetta kostar auðvitað fleiri þroskaða þing- menn en við höfum átt að venjast. Embætti forseta Íslands verði lagt niður í núverandi mynd og hlutverk hans falið forsætisráðherra og/eða forseta Alþingis eða eftir atvikum báðum. Ég efast ekki um að hugmyndir af þessum toga séu æði mörgum alþingismanninum lítt að skapi. Þeir munu eflaust halda að verið sé að skerða völd þeirra, þegar í raun er verið að auka þau. Ég bið stjórnlagaráðsfólk að hugsa upp á nýtt. Til þess var það upphaflega kjörið til setu á stjórnlaga- þingi. Ný stjórnarskrá Hvers vegna? Pétur Jósefsson eftirlaunaþegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.