Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 8

Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 8
www.forlagid.is Verður þú á ferðinni í sumar? ný útgáfa Kortabókarinnar er komin í verslanir 60 ný kort sem byggjast á verðlaunuðum íslandsatlasi máls og menningar • upplýsingar um söfn, sundlaugar, tjaldsvæði, golfvelli og bensínstöðvar • ítarleg nafnaskrá • þægilegt brot og plastvasi Ómissandi í hanska- hÓlfið Í tuttugu og þriggja manna hópi ís-lenska U-21 árs landsliðsins í loka-keppni EM eru fimmtán leikmenn sem spila með erlendum liðum og átta sem spila í Pepsi-deildinni hér heima. Allir þessir leikmenn verða til sýnis í stærsta sýningarglugga evrópskrar knattspyrnu á árinu. Njósnarar frá öllum helstu félagsliðum álfunnar munu flykkj- ast til Danmerkur í von um að finna leikmenn sem geta styrkt lið þeirra. Nokkrir íslensku leikmannanna eru ný- gengnir til liðs við félög erlendis og því varla farnir að hugsa sér til hreyfings. Blekið er varla þornað á samningi Jóns Guðna Fjólusonar við belgíska félagið Beerschot og í fyrrahaust fór Hjörtur Logi Valgarðsson til Gautaborgar og Alfreð Finnbogason, besti leikmaður Ís- landsmótsins í fyrra, til Lokeren. Að því er Fréttatíminn kemst næst hefur hol- lenska stórliðið PSV þó verið að skoða Alfreð. Sumir íslensku leikmannanna stefna að því að komast að í sterkustu deildum Evrópu. Miðjumaðurinn sterki, Aron Einar Gunnarsson, sem er á samn- ingi hjá Coventry í ensku Champions- hip-deildinni, vill komast til annars liðs. Gríska liðið AEK Aþena vildi fá hann en hann afþakkaði. Gladbach í þýsku Bun- desligunni hefur líka áhuga á honum og ef hann spilar vel munu stór lið reyna að kaupa hann. Rúrik Gíslason, sem er á mála hjá OB Odense, hefur verið orðaður við Stuttgart í Þýskalandi og varnarmaðurinn Eggert Gunnþór Jóns- son vill komast frá Hearts í Skotlandi – helst til Englands, að því er heimildir Fréttatímans herma. Gylfi Þór Sigurðs- son er orðaður við annað hvert lið í ensku úrvalsdeildinni en þarf að spila sína bestu leiki ef það á að vera raunhæft fyrir hann að komast þangað. Framherj- inn Kolbeinn Sigþórsson er á óskalista Ajax en mun væntanlega klára síðasta ár samnings síns við AZ Alkmaar ef Ajax og AZ ná ekki samkomulagi um kaup- verð. Nokkrir leikmenn eru samnings- lausir. Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyj- ólfsson er undir smásjánni hjá þremur liðum, þar á meðal þýska liðinu Bochum og SønderjyskE í Danmörku þar sem markvörðurinn Arnar Darri Pétursson spilar. Birkir Bjarnason er einnig með lausan samning og hefur verið orðaður við lið í Þýskalandi. Fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson er á förum frá Mechelen í Belgíu og fæst fyrir lítinn pening. Meðal liða sem eru að skoða hann eru ensku fé- lögin Leeds og Watford, þýska stórliðið Bayer Leverkusen sem og lið í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Framherjinn Arnór Smárason mun örugglega yfirgefa herbúðir Esbjerg í sumar. Beerschot, lið Jóns Guðna í Belgíu, hefur áhuga á honum, sem og Eyjamanninum eitil- harða Þórarni Inga Valdimarssyni en fleiri lið eru að skoða hann. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hefur gríska liðið AEK hefur gert Breiðabliki tilboð í varnarmanninn Elfar Frey Helgason. Nokkur lið á Norðurlöndum hafa auk þess verið að skoða Blikann hávaxna – þeirra á meðal Örebro. Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson hefur vakið áhuga sænska liðsins Trelleborg og dönsku liðanna FC Nordsjælland og SønderjyskE og KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson er á radarnum hjá liðum í Noregi, Danmörku og Belgíu. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir íslensku landsliðsmennina á mótinu í Danmörku – hvort heldur sem menn dreymir um stærstu deildir Evrópu eða að taka sín fyrstu skref í atvinnu- mennsku. Nánar er fjallað um Evrópumót U-21 árs landsliðsins í sérstöku aukablaði í miðju Fréttatímans. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU  Fótbolti Evrópumót u-21 árs landsliða Stærsti sýningar- gluggi ársins Leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins standa frammi fyrir einstöku tækifæri í lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Danmörku á morgun, laugardag. Eki verður þverfótað fyrir njósnurum frá flestum liðum Evrópu sem eru mættir til að finna næstu stjörnu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska U-21 árs liðsins, vill frá Mechelen í Belgíu og eru mörg lið í Evrópu á höttunum eftir honum. Ljósmynd/Hari Miðjumaðurinn Birkir Bjarnason er með lausan samning hjá Viking Stavanger í haust og vill komast burt. Mikill áhugi er á honum í Þýskalandi. Ljósmynd/Nordic Photos/ AFP Sóknarmaðurinn Rúrik Gíslason er undir smásjánni hjá þýska liðinu Stuttgart. Ljós- mynd/Nordic Photos/AFP 8 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.