Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 8
www.forlagid.is Verður þú á ferðinni í sumar? ný útgáfa Kortabókarinnar er komin í verslanir 60 ný kort sem byggjast á verðlaunuðum íslandsatlasi máls og menningar • upplýsingar um söfn, sundlaugar, tjaldsvæði, golfvelli og bensínstöðvar • ítarleg nafnaskrá • þægilegt brot og plastvasi Ómissandi í hanska- hÓlfið Í tuttugu og þriggja manna hópi ís-lenska U-21 árs landsliðsins í loka-keppni EM eru fimmtán leikmenn sem spila með erlendum liðum og átta sem spila í Pepsi-deildinni hér heima. Allir þessir leikmenn verða til sýnis í stærsta sýningarglugga evrópskrar knattspyrnu á árinu. Njósnarar frá öllum helstu félagsliðum álfunnar munu flykkj- ast til Danmerkur í von um að finna leikmenn sem geta styrkt lið þeirra. Nokkrir íslensku leikmannanna eru ný- gengnir til liðs við félög erlendis og því varla farnir að hugsa sér til hreyfings. Blekið er varla þornað á samningi Jóns Guðna Fjólusonar við belgíska félagið Beerschot og í fyrrahaust fór Hjörtur Logi Valgarðsson til Gautaborgar og Alfreð Finnbogason, besti leikmaður Ís- landsmótsins í fyrra, til Lokeren. Að því er Fréttatíminn kemst næst hefur hol- lenska stórliðið PSV þó verið að skoða Alfreð. Sumir íslensku leikmannanna stefna að því að komast að í sterkustu deildum Evrópu. Miðjumaðurinn sterki, Aron Einar Gunnarsson, sem er á samn- ingi hjá Coventry í ensku Champions- hip-deildinni, vill komast til annars liðs. Gríska liðið AEK Aþena vildi fá hann en hann afþakkaði. Gladbach í þýsku Bun- desligunni hefur líka áhuga á honum og ef hann spilar vel munu stór lið reyna að kaupa hann. Rúrik Gíslason, sem er á mála hjá OB Odense, hefur verið orðaður við Stuttgart í Þýskalandi og varnarmaðurinn Eggert Gunnþór Jóns- son vill komast frá Hearts í Skotlandi – helst til Englands, að því er heimildir Fréttatímans herma. Gylfi Þór Sigurðs- son er orðaður við annað hvert lið í ensku úrvalsdeildinni en þarf að spila sína bestu leiki ef það á að vera raunhæft fyrir hann að komast þangað. Framherj- inn Kolbeinn Sigþórsson er á óskalista Ajax en mun væntanlega klára síðasta ár samnings síns við AZ Alkmaar ef Ajax og AZ ná ekki samkomulagi um kaup- verð. Nokkrir leikmenn eru samnings- lausir. Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyj- ólfsson er undir smásjánni hjá þremur liðum, þar á meðal þýska liðinu Bochum og SønderjyskE í Danmörku þar sem markvörðurinn Arnar Darri Pétursson spilar. Birkir Bjarnason er einnig með lausan samning og hefur verið orðaður við lið í Þýskalandi. Fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson er á förum frá Mechelen í Belgíu og fæst fyrir lítinn pening. Meðal liða sem eru að skoða hann eru ensku fé- lögin Leeds og Watford, þýska stórliðið Bayer Leverkusen sem og lið í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Framherjinn Arnór Smárason mun örugglega yfirgefa herbúðir Esbjerg í sumar. Beerschot, lið Jóns Guðna í Belgíu, hefur áhuga á honum, sem og Eyjamanninum eitil- harða Þórarni Inga Valdimarssyni en fleiri lið eru að skoða hann. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hefur gríska liðið AEK hefur gert Breiðabliki tilboð í varnarmanninn Elfar Frey Helgason. Nokkur lið á Norðurlöndum hafa auk þess verið að skoða Blikann hávaxna – þeirra á meðal Örebro. Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson hefur vakið áhuga sænska liðsins Trelleborg og dönsku liðanna FC Nordsjælland og SønderjyskE og KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson er á radarnum hjá liðum í Noregi, Danmörku og Belgíu. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir íslensku landsliðsmennina á mótinu í Danmörku – hvort heldur sem menn dreymir um stærstu deildir Evrópu eða að taka sín fyrstu skref í atvinnu- mennsku. Nánar er fjallað um Evrópumót U-21 árs landsliðsins í sérstöku aukablaði í miðju Fréttatímans. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU  Fótbolti Evrópumót u-21 árs landsliða Stærsti sýningar- gluggi ársins Leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins standa frammi fyrir einstöku tækifæri í lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Danmörku á morgun, laugardag. Eki verður þverfótað fyrir njósnurum frá flestum liðum Evrópu sem eru mættir til að finna næstu stjörnu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska U-21 árs liðsins, vill frá Mechelen í Belgíu og eru mörg lið í Evrópu á höttunum eftir honum. Ljósmynd/Hari Miðjumaðurinn Birkir Bjarnason er með lausan samning hjá Viking Stavanger í haust og vill komast burt. Mikill áhugi er á honum í Þýskalandi. Ljósmynd/Nordic Photos/ AFP Sóknarmaðurinn Rúrik Gíslason er undir smásjánni hjá þýska liðinu Stuttgart. Ljós- mynd/Nordic Photos/AFP 8 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.