Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 18
SUMARHÚS OG FERÐALÖG
Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra
Gas-hellur
Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w
Gas-ofnar
Gas-vatnshitarar
5 - 14 l/mín
Kælibox
gas/12v/230v
Gas-eldavélar
Sólarrafhlöður fyrir
húsbíla og fellihýsi.
Þunnar 130w
Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30
Led-ljós
Borð-eldavél
Bolir sem rokka
L eðurjakki, þröngar gallabuxur og sleikt hár hefur reglulega
verið vinsæll stíll hjá báðum
kynjum alveg síðan vinsæld-
ir kóngsins Elvis Presley
stóðu sem hæst. Hann hefur
oft verið nefndur einn af
frumkvöðlum rokksins og
hefur lifað með tískunni og
tónlistinni áratugum saman.
Árið eftir að söngvarinn
lést, árið 1978, var kvik-
myndin Grease frumsýnd og
ýtti af stað nýrri bylgju af
rokktísku. Rockabilly-lúkkið
varð helsta tískutrend þessa
tímabils. Nú, rúmum 30
árum síðar hafa vísanir í
rockabilly -lúkkið komið sér
vel fyrir í stílabókum tísk-
unnar.
Síðast var rokkið öflugt
í tískunni undir lok níunda
áratugarins og byrjun
þess tíunda. Strákar tóku
að safna síðu hári, gengu
í þröngum rifnum galla-
buxum með eyrnalokka
og blekið fór að streyma
úr nálum húðflúrara í áður
óþekktu magni. Rokk-
lúkkið varð villtara og tók
nýja stefnu. Hljómsveita-
meðlimir Metallica og Guns
N’ Roses voru miklir frum-
kvöðlar þessa stíls
sem sést enn þann dag
í dag. Sítt hár, dökkur
fatnaður, tónlistar-
bolir og sífellt þrengri
gallabuxur.
Rokkaratískan er
kannski ekki eins áber-
andi í dag og hún var á
þessum tímu en þó má
alltaf sjá tískutrend sem
sótt í fyrri tískubylgjur
rokksins, eins og til
dæmis bolina sem stelpurn-
ar klæðast á meðfylgjandi
myndum.
Bolirnir eru þægilegir,
afslappaðir og passa við allt,
hvort sem það eru gallabux-
ur, leggings, stuttbuxur eða
pils. -kp
Ungstirnið Taylor
Momsen fer oft sínar
eigin leiðir í klæðavali.
Hér er hún í síðum
Metalica-stuttermabol
við bera leggi.
Ástralska
fyrirsætan
Jessica Hart
í klæðilegum
tónlistarbol
við gráar
gallabuxur.
OC-stjarnan Micha Barton
valdi Eagles-bol í minni kant-
inum og lét glitta í magann.
Disney-stjarnan Miley Cyrus heiðrar
uppáhalds hljómsveitina sína með því
að klæðast Rolling Stone-stuttermabol.
18 tíska Helgin 15.-17. júlí 2011