Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 6
Sigtryggur Jónsson segir skelfilegt að fólk sé sent út og suður í kerfinu þegar það
sækir um dvalar- eða hjúkrunarrými. Umsóknir úreldist án þess að fólk fái vitneskju
um það.
AldrAðir Umsóknir Um dvAlArrými úreldAst
P rófaðu að vera áttræð og fá upplýsingar um hvar umsókn þín um dvalarrými
stendur,“ segir kona sem hefur
reynt að aðstoða aldraða móður
sína við að komast í dvalarrými.
„Ég hringdi í þjónustumiðstöð-
ina sem sagði mér að hringja í vel-
ferðarráðuneytið sem sagði mér
að hringja í landlækni sem sagði
mér að hringja í vistunarmats-
nefnd sem sagði mér að hringja í
heilsugæsluna sem sagði mér að
hringja í dvalarrýmisnefnd sem
sagði mér að umsóknin gilti bara
í níu mánuði og væri útrunnin. Ég
yrði að hringja í þjónustumiðstöð-
ina. Þjónustumiðstöðin sagði að þá
þyrfti að endurmeta hæfi hennar til
að fara á elliheimili,“ segir konan
en rúmlega tvö ár eru liðin síðan
fyrst var sótt um dvalarrými fyrir
móður hennar.
„Þetta er skelfilegt og ekki eðli-
leg vinnubrögð,“ segir Sigtryggur
Jónsson, framkvæmdastjóri Þjón-
ustumiðstöðvar Miðborgar og
Hlíða, og viðurkennir að biðtími
eftir hjúkrunar- og dvalarrými geti
verið ansi langur.
„Það gerist því miður að biðtím-
inn sé lengri en gildistími um-
sókna en það ætti auðvitað ekki að
vera. Vistunarmatsnefnd þyrfti að
koma upplýsingum um gildistíma
umsókna að í svarbréfi við umsókn-
um en það er ekki gert í dag. Ef
fólk er ekki búið að fá pláss á innan
við níu mánuðum dettur það út af
biðlista án þess að vera látið vita,“
segir Sigtryggur og gagnrýnir að
það skuli vera í verkahring sveitar-
félaga að meta þörf fyrir rými en
ríkisins að úthluta þeim.
„Mér fyndist að þetta ætti að
vera á sömu hendi. Það var reynt
að einfalda ferlið fyrir nokkru
en það er enn of flókið og þarf að
endurskoðast. Það er eðlilegt að
við endurmetum umsóknir þétt því
að fólki hrakar og aðstæður þess
breytast. Við erum hins vegar að
fást við fullorðið fólk sem er ekki
endilega fært um að standa í svona
málum.“
Sigtryggur segir það gagnrýnis-
vert að fólk sé sent út og suður í
ferlinu; skapa þurfi eina gátt og
gera þurfi kerfið manneskjulegra.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Aldraðir detta
grunlausir út
af biðlistum
Meðhöndlunartími umsókna um hjúkrunar- og dvalarrými fyrir
aldraða er stundum lengri en gildistími umsóknanna. Fólk
dettur því út af biðlistum án þess að vera látið vita. Gagnrýnis-
vert samkrull milli sveitarfélags og ríkis, að mati framkvæmda-
stjóra Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíðahverfis.
Eign lífeyrissjóða yfir tvö
þúsund milljarða mörkin
Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris fór í
maílok yfir 2.000 milljarða króna í fyrsta sinn.
Alls nam eignin þá 2.007 milljörðum króna og
hafði hún aukist um tæplega 23 milljarða í maí.
Mest var aukningin í maí í skuldabréfum ríkis-
sjóðs, tæplega 15,2 milljarða króna vöxtur, inn-
lendri hlutabréfaeign, sem óx um 9,8 milljarða
króna, og erlendum hlutabréfasjóðum, þar sem
aukningin nam 7,1 milljarði. Virðast sjóðirnir
hafa notað handbært fé í töluverðum mæli til
fjárfestinga í maí, að því er fram kemur hjá
Greiningu Íslandsbanka, þar sem sjóður og
bankainnistæður þeirra lækkuðu um nærri 16,3
milljarða króna í mánuðinum. Aukninguna á
innlendum hlutabréfum í safni lífeyrissjóðanna
má að mestu leyti rekja til kaupa sumra þeirra
á talsvert stórum hlut í Össuri af Eyri Invest.
Aukningu á erlendri verðbréfaeign sjóðanna
má að hluta skýra með veikara krónugengi í
maí. -jh
Enn töluverð sókn í
leiguhúsnæði
Alls var 726 leigusamningum um íbúðar-
húsnæði þinglýst hér á landi í júní. Eru þetta
nokkuð færri leigusamningar en þinglýst var
í júní í fyrra, en þá voru þeir 830 talsins og
hefur þeim því fækkað um 12,5% milli ára.
Þetta er heldur meiri samdráttur á milli ára
en mælst hefur undanfarna mánuði. Sé tekið
mið af fyrstu sex mánuðum ársins þá eru þeir
um 4,8% færri nú í ár en í fyrra og miðað við
árið 2009 hefur þeim fækkað um 7,9%. Alls
hefur verið þinglýst 4.372 leigusamningum
um íbúðarhúsnæði á fyrsta helmingi ársins.
Framangreind þróun er, að mati Greiningar
Íslandsbanka, í takt við þróunina á fasteigna-
markaði þar sem þinglýstum kaupsamningum
um íbúðarhúsnæði fjölgar stöðugt frá síðustu
tveimur árum. „Þó er,“ segir Greiningin, „óhætt
að segja að enn sé töluverð sókn í leiguhúsnæði
miðað við það sem áður var.“ -jh
Helgin 15.-17. júlí 2011