Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 44
Fiskikóngurinn Sogavegi 3 587 7755 HUMAR STÓR A ð sóka þýðir einfaldlega að hvíla sig í nærveru Guðs,“ segir Sigga Helga sem er ein af leiðtogateymi í nýstofn- aðri kirkju í Reykjavík, Catch the Fire, sem er til húsa að Háteigsvegi 7. Þangað eru allir vel- komnir líka þeir sem eru ekki í söfnuðinum. „Við höfum öll þetta trúar-DNA í okkur, þessa þrá að vilja vera tengd Guði og heyra í Guði en við heyrum ekkert ef við hlustum ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að taka frá tíma í amstri dagsins og stormi lífsins, kúpla sig út og leggjast bara niður til að taka við því sem Guð vill tala til þín,“ segir Sigga Helga. „Soaking“ þýðir í raun að veru gegndrepa af einhverju. „Orðið lýsir þessu ástandi þegar maður dvelur hljóður frammi fyrir Guði. Þetta er úr Biblíunni – þaðan kemur fyrirmyndin,“ en „soaking“ á sér meðal annars hliðstæðu í 23. Davíðssálmi þar sem Davíð konungur hvílir sig á grænum grundum og nýtur næðis. „Soaking“ er, að sögn Siggu Helgu, lífsstíll margra án þess að það sé áberandi. „Fólk kemur hingað þegar það er í pásu í skólanum eða notar jafnvel hádegið í vinnunni til að skjótast inn í bænaherbergið og eiga hljóða stund með Guði. Sumir byrja morguninn eða enda daginn á þessu og fjöldi fólks tekur frá tíma til að fara á „soaking“ -helgar og kyrrðar- daga eins og þjóðkirkjan hefur boðið upp á í áraratugi í Skálholti.“ Þetta er, að sögn Siggu Helgu, eitthvað sem allir geta tileinkað sér og nýtt sér hvar og hvenær sem er. „Það er boðið upp á „soaking“ -stundir í kirkjunni á föstu- dagskvöldum kl. 20.00 sem er tilvalið fyrir þá sem vilja fá leiðsögn. Þá koma nokkrir saman í bænaherberginu og þar er leiðbeinandi með létta kennslu. Við fáum líka mikið til okkar fólk sem er að fara í gegnum sporin hjá AA, Alanon eða Coda, fólk sem er að leita Guðs. Fyrstu sporin snúast um að gefast upp fyrir æðri mætti og við upplifum að fólk hungrar eftir Guði. Við erum andi, sál og líkami og ég held að við séum orðin södd af þessu verald- lega auðæfa-kapphlaupi eftir allt sem þjóðin hefur gengið í gegnum á undanförnum árum og því er fólk orðið andlega þyrst, hungrað og leitandi.“ Bæna- og „soaking“ -herbergið er opið alla virka dag frá klukkan 10 til 16. Nánari upp- lýsingar er að finna á www.ctfreykjavik.com.  cAtch the Fire NýstoFNuð kirkjA Spurningin er: Hvernig á að ferðast? Coolpackers hafa svarið. Saga til útskýringar: Það var kvöld í Norður-Tailandi og myrkrið var suðandi flugur og engi- sprettur. Coolpackers voru í leit að rútu til næstu borgar. Þá hittu þeir alltof vingjarnlegan Tailending sem bauð þeim nákvæmlega það sem þeir þurftu. Það var bílferð í lúxusrútu, gisting á loftkældu hót- eli og loks bátsferð niður stórfljót sem endaði einmitt í réttu borg- inni. Toppurinn var að fyrirtækið myndi sjá um allt vesen á landa- mærum sem Coolpackers þurftu að fara yfir. Það eina sem þeir þurftu að gera var að opna veskið, líkt og bústnum og sællegum túr- ista sæmir, og þeir yrðu hreinlega bornir á áfangastaðinn. Stefnan Við afþökkuðum þennan dýrindis lúxus. Ákváðum frekar að koma okkur sjálfir á áfangastað. Og það gerðum við. Fórum yfir landa- mærin, sigldum niður ána, gistum í frumskógarþorpi – og spöruðum mikla peninga. „No prob“. Þannig á að ferðast. Láta ekki leiða sig blindandi gegnum framandi lönd. Gera hlutina sjálfur. Spara sér allan vestrænan óþarfa-lúxus. Þetta er auðvitað bara okkar skoðun og er eflaust töluvert mótuð af fjárhags- stöðu okkar. Við eigum frekar lítið af peningum og stefnum á að gera þetta ódýrt. En burt séð frá því er hún líka í nokkuð skemmtilegum takti við kenningar sjálfs Búdda. Og verandi staddir í Asíu finnst okkur við hæfi að vefja smá búdd- isma inn í þennan pistil. Búdda Búdda var ekki guð. Hann var prins í Indlandi sex öldum fyrir Krist. Hann lifði í miklum vellyst- ingum, átti sætustu kærustuna og skyldi erfa konungsríkið – sætasti strákurinn í Hollywood-myndinni. Við 29 ára aldur varð hann heltek- inn af raunum og þjáningu mann- kyns. Svo að hann lagði allan sinn veraldlega auð að baki, prinsess- una fögru og nýfæddan son til þess að reika um landið í sex ár í leit að svörum. Hann hugsaði mikið. Svo dag nokkurn, þegar hann sat undir stóru tré, fékk hann hugljómun, sá og skildi hinn endanlega sannleika. Eftir það ferðaðist hann um í 45 ár og prédikaði, kallaður Buddha eða hinn upplýsti. Kenningin Eitt meginstef kenningar hans er hinn gullni meðalvegur. Sam- kvæmt henni ber að feta rétta stigið í átt að hamingju milli tvennra öfga. Annars vegar ber að varast mein- lætalifnað og píslir en hins vegar er ómerkilegt að eltast við ofgnótt og einfalda fullnægingu skilningar- vitanna. Manni ber að rækta með sér nægjusemi. Það jaðrar því við guðlast að koma hingað í konungs- ríki Búdda sjálfs og leggjast flatur í einfalda leti og ánægju, láta fátæka Asíubúa stjana við sig og ryðja í sig kræsingum bara af því að það er ódýrt. Eða hvað? Vegurinn Maður á að ferðast sjálfstæður og sparsamur. Afþakka vest- rænar loftkældar rútur og óþarfa þjónustu. Maður á að kaupa ódýru rútuna. Sitja í hörðu trésætunum við hliðina á asísku skólabörnun- um. Lofa þeim að dotta á öxl sinni. Fara á ódýrasta gistiheimilið og borða núðlusúpu á götuhorni. Það er ævintýrið. Þannig er Tailand. Slíkir eru vegir Coolpackers. Því- líkir eru vegir Búdda.  coolpAckers Vegir Búdda ... ég held að við séum orðin södd af þessu verald- lega auðæfa- kapphlaupi Að sóka nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi. Sigga Helga segir að friðurinn sem fáist með þessari hvíld sé engu líkur. Tsjillað með Guði Á Háteigsvegi 7 er að finna hvíldarherbergi þar sem fólk tekur sér frí frá amstri hversdagsleikans til að drekka í sig nærveru Guðs. forte Multidophilus Forte er breiðvirk probiotic blanda  sem inniheldur 10 Milljarða virkra gerla. Mælt er með einu hylki á dag til að viðhalda góðri þarmaflóru. „Probiocap®” Multidophilus forte er framleitt með nýrri aðferð sem tryggir líftíma gerlana og virkni þeirra. Ný og öflug blanda af meltingargerlum Multi doPhilus Fæst í heilsubúðum, apótekum og flestum matvöruverslunum.  sægreiFiNN skAmmtAr sNAFs úr kút Eitt staup af rommi á dag „Þetta er forláta rommkútur og hefur verið ákaflega vel með hann farið í sveitinni því það sér varla á honum,“ segir sægreifinn Kjartan Ólafsson um gjöf sem hon- um áskotnaðist í vikunni. „Það strandaði hér skip á stríðsárunum, tundurspill- irinn H.M.S. Barrhead, og það voru 34 menn um borð og 20 rommkútar,“ en þegar skipið strandaði skammt frá Meðallandi komust allir skipverjar í land af eigin rammleik. „Bretarnir pöss- uðu sig á því að taka með sér allt áfengið og höfðu það svo með sér til Reykjavíkur en skipherrann gaf Eyjólfi Eyjólfssyni, hreppstjóra á Hnausum, þennan einstaka rommkút. Það var svo Vilhjálmur, sonur Eyjólfs hreppstjóra, sem gaf Kjartani rommkútinn. „Það var romm í kútnum og ég gef það bara valinkunnum mönnum,“ segir Kjartan sem hefur nóg að sýsla á Sægreif- anum. „Ég er hættur að elda súpuna og sjá um að grilla og svona. Ég baksaði við þetta fyrst þegar ég byrjaði. Það var peningakassi á borðinu en ég stakk peningunum alltaf í vasann og hélt að kassinn væri bara skraut. Þegar þeir komu frá skattinum þá hlógu þeir bara að mér og ég slapp með skrekkinn. Nú treysti ég bara stelpunum fyrir þessu,“ segir Kjartan sem er þó áfram í hlutverki gest- gjafans. „Ég hef mest gaman af því að spjalla við fólkið og er svona hæfilega dónalegur.“ -þká Sægreifinn býður valinkunnum gestum upp á staup. Coolpackers reyna að feta í risastór fótspor Búdda. 44 dægurmál Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.